blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöið Hestalíf Hryssan Sóley var glöð og kát og kunni sannarlega að meta Ijósmyndara Blaðsins þegar hann bar að garði í gær. (bakgrunni gæð- ir hestur sér á gæðum landsins á meðan eigandinn nýtur útsýnisins. Guðni hvattur til þess að leiða Framsóknarflokkinn blaðiö_ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Símí: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Spá harkalegri lendingu hag- kerfisins Aukin hætta er á harkalegri lend- ingu íslenska hagkerfisins þegar þenslutímabilinu lýkur að mati al- þjóða matsfyrirtæksins Standard og Poors. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hefði breytt horfum á lánshæf- ismati ríkisskjóðs fslands úr stöð- ugum í neikvæðar. Á sama tíma staðfesti matsfyrirtækið óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fs- lands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt. f skýrslu Standard og Poor segir að innlend eftirspurn, nýleg veik- ing krónunnar og hröð hækkun launa hafi ýtt verðbólgunni vel yfir efri þolmörk verðbólgumark- miðs Seðlabankans. Aðgerðir bankans til að bregðast við þessu með hækkun stýrivaxta hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Því telja sérfræðingar Standard og Poor að verðbólguþrýstingurinn muni leiða til frekari hækkana á raun- og nafn- vöxtum sem skapi hættu á að aðlög- unarferlið verði sársaukafyllra og raski hagkerfinu meira en ella. Kind með skerta sjálfsmynd Velski bóndinn Emlyn Roberts heldur því fram að kind sem hann á haldi að hún sé fjárhundur. Ro- berts bjargaði lambinu Rolo frá dauða og hefur síðan alið það upp á bóndabæ sínum ásamt fjölda fjár- hunda. Roberts segir að kindin elti sig hvert sem hann fari, horfi á sjón- varpið með sér og sé jafnvel farin að smala. Hann segir Rolo borða allt sem henni er gefið og að svo virðist sem hundamatur sé í uppáhaldi hjá henni. „Hún hefur alist upp eins og hundur og það er augljóst að hún lítur á sig sem hund. Hún er bráð- gáfuð og ólík öllum öðrum kindum sem ég hef vitað um,“ segir Roberts. Talsverður titiringur er innan framsóknarflokksins eftir að fregnir bárust um hugsanlega afsögn Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra. Margir framsókn- armenn vilja Guðua Ágústsson í formanninn. Mikill órói ríkir innan Framsókn- arflokksins eftir að fregnir fóru að berast um afsögn Halldórs Ásgríms- sonar sem formanns Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra. Samkvæmt heimildum mun grunn- skilyrði fyrir afsögn Halldórs vera að Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segi einnig af sér varafor- mennsku flokksins. Ástæða þess samkvæmt heimildum Blaðsins er að koma Finni Ingólfssyni að sem formanni framsóknar. Finnurhélt aga „Ef það hefur verið gerð krafa um að Guðni hætti þá finnst mér að ritari flokks- ins eigi einnig að segja af sér,” segir Anna Kristinsdóttir fyrrum vara- borgarfulltrúi framsóknarmanna. Hún segir að breytinga sé augljóslega þörf og eðli- legt að Halldór segi af sér í kjölfar slæmrar útkomu Framsóknar í ný- liðnum sveitastjórnakosningum. „Mér finnst pínlegt ef allt verður óbreytt,” segir Anna og bætir við að það myndi gera flokknum meiri skaða en hitt. Anna segir að það sé eðlileg krafa flokksmanna að fá að kjósa um forystu flokksins ef af breytingunum verður. Hún segir að ef Halldór hættir þá sé réttast að varaformaður flokksins taki við formennsku flokksins og gegni því embætti þar til kosið verður um for- mann á ný í haust. „Það er búinn að vera mikill órói innan flokksins og því finnst mér hann maður að meiri að ætla að víkja,” segir Anna um titringinn. Hún segir að það yrði þó mik- ill fengur í Finni Ingólfssyni inn í Framsókn, „Það ríkti mikill agi innan flokksins þegar hann var þar,” segir hún um helstu kosti Finns. Kristinn H. gagnrýnir meðferð málsins Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður segir það ekki koma til greina að neyða Guðna til þess að stíga úr varaformannsembættinu og bætir við að það þurfi að fara aðra leið í þessu máli en komið er. Kristinn gagn- rýnir að málið hafi ekki verið rætt í þing- flokki fram- sóknar. Hann vill ekki taka undir að for- ystaFramsókn- arflokksins sé að reyna handstýra Finni Ing- ólfssyni í formennsku flokksins og inn á þing. Kristinn segir að hann muni sætta sig við hugsanlega for- mennsku Finns ef það verður farið að lögum innan flokksins. Hann segir að breytinga sé þörf innan flokksins en það sé afar mikilvægt að menn gangi ekki framhjá grasrót- inni heldur sammælist við þá menn. HjálmarÁrna- son formaður þingflokks Framsóknar- flokksins segist ekki kannast við það að Hall- dór sé að hætta né Guðni. Bróðurleg skipti embætta fyrirhuguð í Reykjavík Viðræður um skiptingu helstu pólitískra embætta í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar milli borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa átt sér stað undanfarna daga og sam- kvæmt heimildum Blaðsins liggur fyrir tillaga, sem forystu- menn beggja flokka eru sam- mála um. Þar er gert ráð fyrir fremur bróðurlegri skiptingu flokkanna, sem endurspeglar lítt innbyrðis styrkleikahlutföll þeirra. Eftir því sem næst verður kom- ist er gert ráð fyrir að framsókn- armenn fái formennsku i 3 af 7 fagráðum Reykjavíkurborgar, auk formennsku í borgarráði. Stjórnarformennsku í Orku- veitu Reykjavíkur (OR), Faxa- flóahöfnum, Sorpu og Strætó hyggjast þeir hins vegar deila með sér tvö ár í senn. Þó að oddvitar meirihlutans séu ásáttir um þessa tilhögun, mun nokkur kurr vera í liði Sjálf- stæðismanna, sem telja að með þessu verði völd framsóknar- manna úr öllu korti við umboð þeirra úr nýafstöðnum kosn- ingum. Ennfremur hafa heyrst efasemdir um þær hugmyndir, að sjálfstæðismenn leiti út fyrir borgarstjórnarflokk sinn til þess að skipa í stjórn OR. Segja gagn- rýnisraddir að með þeim hætti muni minnihlutinn í borgar- stjórn fá varanlega forgjöf í allri umræðu um OR í borgarstjórn. Ekki hefur enn verið gengið frá endanlegri skiptingu flokk- anna í fagráðin og formanns- stóla þeirra, en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gærkvöldi, að hún hefði heimildir fyrir því að framsókn- armenn fengju formennsku í Borgarráði, íþrótta- og tóm- stundaráði, Velferðarráði og Menningar- og ferðamálaráði, meðan sjálfstæðismenn fengju í sinn hlut Framkvæmdaráð, Menntaráð, Skipulagsráð og Umhverfisráð. sérmerkt þér! ) Heiöskírt. Léttskýjað *A. Skýjað Alskýjað' Rlgning, litilsháttai i^J^JRignlng^B^Súld Snjókoma^^j styddaS|^> SnJúél^fe^S iitlíojll' Algarve 26 Amsterdam 16 Barcelona 22 Berlín 12 Chicago 20 Dublin 19 Frankfurt 16 Glasgow 19 Hamborg 16 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 15 London 17 Madrid 31 Mallorka 21 Montreal 16 New York 19 Orlando 22 Osló 19 París 17 Stokkhólmur 15 Vín 15 Þórshöfn 09 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.