blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 24
32 I MEWWIWG ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöiö lan Rankin.„Nokkrum vikum seinna hrasaði hann, skall á höfuðið og dó rétt fyrir utan eftirlætiskrána mína. Þar var bölvun Rebusar að verki. Þeir sem gagnrýna bækur mínar verða að gæta sín." Bölvun Rebusar ,Ég vil skrifa sögur um þjóðfé- lagsmál og vandamálin sem blasa við heiminum í dag. Allt rúmast í glæpasögu. Þar er til dæmis hægt að fjalla um spilltar ríkisstjórnir, eiturlyfjavandamál og kynþáttahatur. Þess vegna valdi ég mér þann vettvang," segir skoski rithöfundurinn Ian Rankin sem var staddur hér á landi á dögunum í boði Pennans Eymundssonar. Rankin nýtur gríðarlegra vinsælda víða um heim fyrir bækur sínar um Re- bus lögregluforingja en nokkrar þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu. Rebus er svo vinsæll í heimalandi sínu Skotlandi að hann hefur komið til umræðu í skoska þinginu. „Einn aðdáandi bóka minna er skosk þing- kona,“ segir Rankin. „Hún hafði áhyggjur af því að söguhetja mín, Rebus, sem er 58 ára gamall, er að nálgast eftirlaunaaldur en í Skot- landi verða rannsóknarlögreglu- menn að láta af störfum við setugs- aldur. Hún lagði fram fyrispurn á þinginu um það hvort hægt væri að hækka eftirlaunaaldur rannsókn- arlögreglumanna í Edinborg svo tilbúin söguhetja mín gæti haldið áfram störfum. Dómsmálaráðherr- ann svaraði því til að ekki væri möguleiki að Sreyta reglunni vegna hagsmuna skáldsagnapersónu. Mér fannst þetta skemmtilegt." Enn eins og hellisbúar Rankin segist vera ósammála því viðhorfi að glæpasögur séu einungis afþreying og verði ekki flokkaðar til fagurbókmennta. „Sumar glæpa- sögur byggja eingöngu á ráðgátu sem á að leysa og þegar því er lokið hefur sagan ekkert meira að segja lesendum sínum. En í mörgum löndum, þar á meðal Bretlandi, fjallar glæpasagan um raunveru- legan heim og þau vandamál sem blasa við. Margar þessara bóka eru pólitískar i eðli sínu. Þar er fjallað um þjóðfélagsmál og varpað fram siðferðilegum spurningum um kynþáttahatur, stjórnmálaástand, atvinnuleysi, eiturlyfjavanda og vændi. Svokölluð bókmenntaverk fjalla ekki ætíð um þessa hluti. Bók- menntalega skáldsagan í Bretlandi fjallar yfirleitt um einn einstakling og líf hans meðan góð glæpasaga fjallar um allt þjóðfélagið.“ Heldurðu að allir einstaklingar geti framið morð? „Já, ég held að allir geti framið morð við vissar aðstæður Ef ein- hver brýst inn í húsið þitt og ógnar maka þínum eða börnum þá drep- urðu bann. Á yfirborðinu erum við siðfáguð en undir yfirborðinu höfum við einungis komist einu eða tveimur skrefum frá hellinum. Við erum enn eins og hellisbúarnir. Ég gerði eitt sinn heimildarmynd um illsku. Þar tók ég viðtöl við morð- ingja og fólk sem sat á dauðadeildum í Ameríku. Mér virtist þetta ekki vera vont fólk en það hafði framið illvirki. Fólk iðrast, fólk breytist. Ég skrifa ekki um raðmorðingja og skrímsli heldur fólk sem lendir í að- stæðum sem það hefur ekki stjórn á. Við gerð myndarinnar tók ég viðtal við dauðadæmdan fanga í Texas. Hann hafði verið á dauða- deild í fimmtán ár. Á hverjum degi í fimmtán ár hugsaði hann: „1 dag getur verið að ég verði tekinn af lífi“. Hann hafði verið eiturlyfjaneytandi í glæpaklíku og braust inn í bús og drap mann vegna peninga. 1 fangelsi lærði hann að tefla og fór að yrkja ljóð og mála myndir. Hann sagði mér að fangelsið hefði bjargað lífi hans. Hann sagði að ef hann hefði haldið áfram því lífi sem hann lifði hefði hann verið dauður eftir sex mánuði. Einhver í glæpagenginu hefði skotið hann eða hann hefði verið stunginn til bana í slagsmálum. Hann vildi ekki deyja. Hann vildi lifa en í Am- eríku eru menn teknir af lífi fyrir glæpi." Endalok Rebusar Rankin skrifar venjulega eina bók á ári. Þegar hann er spurður hvort því fylgi ekki mikið álag segir hann: ,Á þeim árum sem mér gekk ekkert of vel skrifaði ég tvær bækur á ári vegna þess að ég þarfnaðist pening- anna. Þegar maður er með sömu aðalpersónu í bókum sínum þá krefj- ast lesendur þess að fá eina bók á ári. Það er mjög erfitt að þurfa að standa undir því. Ég vinn mikla heimildar- vinnu fyrir hverja bók og hún tekur kannski hálft ár. Lögreglumenn lesa bækur mínar og smáátriðin varð- andi lögregluna verða að vera rétt og stjórnmálamenn lesa líka bækur mínar og þar verð ég líka hafa smá- atriðin rétt.“ Ertu ekki hrœddur við að endur- taka þig? „Meðan raunveruleikinn sér mér fyrir sögum þá mun ég ekki endur- taka mig. En þú verður að athuga að ég á bara eftir að skrifa tvær bækur um Rebus.“ Ertu harðákveðinn í því að þœr verði ekkifleiri? „Ég er nokkuð viss. Ég skrifaði fyrstu bókina fyrir tuttugu árum þá var hann fertugur. Nú er hann að nálgast sextugsaldur. Hann verður að fara á eftirlaun.“ En þú cetlar ekki að láta hann deyja í lokin? „Nei, ég held ekki. Ég spurði Colin Dexter, höfund bókanna um Morse lögreglufulltrúa af hverju hann hefði látið Morse deyja í síðustu bók- inni. Hann sagði að það væri vegna þess að annars hefðu aðdáendurnir sífellt beðið um nýja bók. Nei, ég held að ég muni ekki drepa hann. En þegar ég skrifa síðustu síðuna í síðustu bókinni þá er aldrei að vita hvað ég geri ef ég verð í vondu skapi þann daginn.“ Neikvæð sýn Rebusar Ertu nógu góður við þessa sögu- hetju þína. Viltu að Rebus sé óhamingjusamur? „Það er í eðli hans að vera óham- ingjusamur. Skotar eru bölsýnis- menn með kalhæðnislegan húmor. Svo er Rebus ekki í starfi þar sem hann á samskipti við hamingjusamt fólk. Hann á samskipti við afbrota- menn, fórnalömb og fjölskyldur fórnarlamba og afbrotamanna. Þess vegna er sýn hans í lífið mjög nei- kvæð. Hann býr í einni fallegustu borg í Evrópu en hann kemur ekki auga á það. Hann sér hana bara sem vettvang glæpa.“ Fcerðu alltaf góða gagnrýni? „Nei, ekki alltaf. Fyrsti skoski for- sætisráðherrann gagnrýndi eina af bókum mínum í útvarpi og var ekki ýkja hrifinn. Hún fjallaði um stjórn- mál þess tíma og honum fannst hún of melódramatísk. Nokkrum vikum seinna hrasaði hann, skall á höfuðið og dó rétt fyrir utan eftirlætiskrána mína. Þar var bölvun Rebusar að verki. Þeir sem gagnrýna bækur mínar verða að gæta sín. Það einkennilega við að vera rit- höfundur er að maður man ekki já- kvæðu gagnrýnina, bara þá slæmu. Og jafnvel þótt dómur sé jákvæður þá er kannski ein setning í honum sem er neikvæð og það er hún sem maður man.“ I leit að hugmyndum Ég las fyrir ekki löngu í bresku blaði að þú teldir að vinkona þin, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, myndi skrifa sakamálasögu þegar hún hafði lokið við bókaflokkinn um Potte. Hvernig bók heldurðu að það myndi verða? „Rowling er mikill aðdáandi sakamálasagna og hún sagði mér að þegar hún væri búin að skrifa síðustu Harry Potter bókina lang- aði hana til að skrifa glæpasögu. Ég held að hún gæti skrifað góða glæpasögu. Nágrannarnir kalla götuna sem ég bý við Writer’s Block því þar bý ég, J.K. Rowling og Alexander McCall Smith. Við þrjú höfum ekki hist en við höfum hist sitt í hvoru lagi. Ég sé mikið af McCall því við drekkum viskí saman. Síðast þegar ég sá Roweling var hún með barna- vagn á leið í stórmarkaðinn. Hún er vinsælasti höfundur í heimi en með henni var enginn aðstoðarmaður og engir lífverðuir. Bara hún og barnið. Mér fannst það flott.“ Hvað tekur við þegarþú ert búinn að skrifa síðustu Rebus bókina? „Ég veit ekki hvað ég geri þá. Ég var að ljúka við næstsíðustu Rebus bókina. Ég veit ekki einu sinni um hvað síðasta Rebusbókin verður. Ég fer að hugsa um hana í júlí og byrja vonandi að skrifa hana í nóvember. Núna er ég í leit að hugmyndum." kolbrun@bladid.net SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 6 8 2 7 7 6 2 4 1 6 8 3 4 1 2 3 6 3 4 1 8 5 1 8 7 9 5 3 8 2 5 6 4 Lausn siðustu gátu 7 3 2 6 9 4 8 1 5 4 8 1 7 3 5 2 6 9 5 6 9 8 1 2 4 7 3 8 1 5 9 7 6 3 2 4 2 7 3 1 4 8 5 9 6 9 4 6 2 5 3 7 8 1 1 9 4 3 8 7 6 5 2 6 5 7 4 2 1 9 3 8 3 2 8 5 6 9 1 4 7

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.