blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 10
10 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaðið Hver vinnur með hverjum? Finnur á leióinni? 99 Það var eðlilegt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leitaði til Frjálslyndra með að mynda meirihluta eftir kosningar og jafn undarlegt að þeim viðræðum skyldi slitið með þeim hætti sem það var gert og meðan Ólafur Magn- ússon beið eins og ungmey í festum þá var Vilhjálmur að mynda meirihluta með Framsóknar- flokknum. En þannig mun það hafa verið eftir þessar kosn- ingar að það voru allir nema ef til vill Samfylkingin reiðubúin til að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þá geta menn spurt, var það mögu- legt fyrir Frjálslynda að ganga í björg með kvótaflokknum Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík. Já það var mögulegt af þvi að kvótinn er ekki til umræðu í stjórn borgarinnar og kvótaandstæðingar gátu því kosið Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni þó margir gerðu það með nokkru óbragði. Það hefði verið gaman að sjá meirihluta Frjálslyndra og Sjálf- stæðisflokksins verða að veruleika í Reykjavík en af því varð því miður ekki og Vilhjálmur Vilhjálmsson kaus að verða borgarstjóri með stuðningi minnihluta kjósenda þó hann hafi átt þess kost að verða borg- arstjóri með stuðningi meirihluta kjósenda. Magnús Þór Hafsteinsson alþing- ismaður sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði gert alvarleg og afdrifarik mistök þegar hann sleit viðræðum um meirihlutasamstarf með Ól- afi F. Magnússyni hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Ég er Magn- úsi sammála um þetta. Síðan segir Magnús “Hafi Sjálf- stæðisflokkurinn einhvern tímann haft tækifæri til þess að eiga ein- hvern möguleika á því að fá okkur úr Frjálslynda flokknum aftur inn í Sjálfstæðisflokkinn þá gekk það tækifæri úr greipum í gær.” Mér komu þessi ummæli Magnúsar á óvart. Hvað á hann við. Hefur það komið til tals að Frjálslyndi flokkur- inn verði lagður niður og þingmenn hans fylgi Gunnari Örlygssyni yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Mundu þeir þá fallast í faðma Árni Mathiesen og Magnús Þór Hafsteinsson? Á hvaða forsendum gæti slík samein- ing átt sér stað. Er þá baráttan gegn kvótamisréttinu dauð. Er eitthvað annað mikilvægara í hugum þeirra í Frjálslynda flokknum sem hyggja á sameiningu við Sjálfstæðisflokkinn. Mér satt að segja brá við að heyra þessi ummæli varaformanns Frjáls- lynda flokksins. Ég sé ekki að þeir sem eru and- stæðingar Iraksstríðsins, á móti gjafakvótanum, okri, skattpíningu og spillingu geti átt nokkra samleið með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæð- isflokkurinn er í dag í landsmálum, holdgervingur spillingarinnar og misréttisins í þjóðfélaginu ásamt Framsóknarflokknum og hvorki Frjálslyndir né við í Nýju afli getum látið okkur til hugar koma að sam- einast flokknum á þeim forsendum sem hann starfar í landsmálum í dag. Höfundur erformaðurNýs afls, þjóðmálafélags www.nyttafl.is Mjög sérkennileg umræða fer nú fram um hugsanlega endurkomu Finns Ingólfssonar í forystusveit Framsóknarflokksins og hugsanlega á ráðherrastól. Þessar hugmyndir eru með miklum ólíkindum. Hugs- anlegt brotthvarf Halldórs Ásgríms- sonar úr pólitík er sagt tengjast lán- leysi Framsóknar í nýafstöðnum . sveitarstjórnarkosn- ingum, sem án efa tengist þeirri stefnu sem flokkur- inn er orðinn holdg- ervingur fyrir á landsvísu: Ofuráherslu á álvæðingu landsins, einkavæðingu og fylgi- spekt við þá Bush og Blair. Ef nafn einhvers stjórnmálamanns tengist fyrrnefndu tveimur þáttunum, ál- væðingunni og einkavæðingunni, meira eða jafnmikið og nöfn þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Val- gerðar Sverrisdóttur, þá er það nafn Finns Ingólfssonar. Þess vegna er það með ólíkindum að láta sér koma til hugar að velja hann til endurreisn- arstarfs í Framsóknarflokknum. Á myndinni hér að ofan má sjá þá félaga Ólaf Ólafsson, sem á sínum tíma var kenndur við Samskip, koma úr Ráðherrabústaðum sæla og Sú spurning gerist mjög áleitin hvers konar fyrírbærí Fram- sóknarflokkurínn eiginlega er orðinn. Er hann stjórnmála- flokkur eða er hann ef til vill orðinn þröngt hagsmunabandalag sem nýtir sér ítök í stjórnmálum, fjármála- klíkum innan flokksins til framdráttar? hróðuga eftir að gengið hafði verið frá því að S-hópurinn eins og Fram- sóknarhópurinn var kallaður, hafði fengið Búnaðarbankann í sinn hlut. Þeir sem högnuðust á þessum við- skiptum hafa nú margir hverjir millj- arða upp á vasann. Fyrir réttu ári greiddi sessunautur Finns á mynd- inni rúma fimm milljarða upp úr eigin buddu í einni af mörgum transaksjónum sem síðast náði há- marki í því að Ólafur seldi stórt í ársbyrjun og flutti auð sinn úr landi. Finnur hefur legið lágt en eins og einn lesandi bendir á í bréfi hér á síðunni verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig hann gerir grein fyrir eignum og ítökum ef hann kemur inn í pólitíkina að nýju. Fyrir flokksmenn í Framsóknar- flokknumhlýturaðveraundarlegtað fylgjast með því hvernig embættum í Framsóknarflokknum virðist vera ráðstafað rétt eins og lýðræðislegar kosningar komi flokknum hreint ekkert við. Kannski er það líka svo. Sú spurning gerist mjög áleitin hvers konar fyrirbæri Framsóknarflokk- urinn eiginlega er orðinn. Er hann stjórnmálaflokkur eða er hann ef til vill orðinn þröngt hagsmunabanda- lag sem nýtir sér ítök í stjórnmálum, fjármálaklíkum innan flokksins til framdráttar? Til þess að skilja hrær- ingarnar innan flokksins er nauð- synlegt að kunna svörin við þessum grundvallarspurningum. Erflokkur- inn að leita eftir forsvarsmönnum til að tala fyrir hugsjónum framsóknar- manna eða eru menn ef til vill fyrst og fremst að leita eftir ábyggilegum hagsmunagæslumönnum? Höfundur er alþingismaður ogfor- maðurBSRB www.ogmundur.is 99.............................................. Ég sé ekki að þeir sem eru andstæðingar íraksstríðs- ins, á móti gjafakvótanum, okri, skattpíningu og spillingu geti áttnokkra samleið með Sjálfstæðis- flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn erí dag í lands- málum, holdgervingur spillingarinnar og misrétt- isins í þjóðfélaginu ásamt Framsóknarflokknum • Kúlulegur • Keflalegur • Keilulegur FÁLKINN búkkalegur siom.nm ÞEKKING REYNSLA ÞjÓNUSTA Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Simi 540 7000 • www.falkinn.is VILTU AÐ AUGLÝSINGIN ÞÍN SJÁIST blaðið= r ' vn Jón Magnús- son Upplýsingar og skróning ó netinu: www.ulfljotsvatn.is - Kassaklifur - GP5 ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöi/í - Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífscBvintýri - fjör og hópeflisandi! II #/ INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.