blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 18
26 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöiö Brjóstagjöf með aðstoð hómópatíu Ofnœmi Börn sem hœtta snemma á brjósti eru líklegri til aðfá ofnœmi. -seinni hluti í pistlinum í dag mun ég halda áfram þar sem frá var horfið í síðustu viku en þar fjallaði ég um hvernig hómópatíulausnir geta oft reynst vel þegar vandamál koma upp við brjóstagjafir. Það skal lögð á það áhersla að neð- angreint er lagt fram sem tillögur til að sýna fram á hvernig er hægt að nálgast hómópatíu. Sárar og sprungnar geirvörtur Farið varlega með öll krem, sápur og þvottaefni sem geta valdið ofnæmi. Berið Calendulu- eða Rescue Re- medíu krem á svæðið. Leyfið lofti og sól að leika um geir- vörturnar eins mikið og hægt er. Geirvörtur sem eru aumar, sprungnar og mjög viðkvæmar, verða fljótt sárar ef ekkert er að gert. Chamomilla: Geirvörtur bólgnar og afar viðkvæmar. Sepia: Sprungur eru djúpar og sárar og geta verið þvert yfir geirvörtuna. Silica: Innfallnar geirvörtur sem eru sprungnar, aumar og blæðandi. Sulphur: Þurrar sprungur með stingandi, brennandi verkjum. Yfirlit yfir hvað remedíurnar gera í. Belladonna, Bell: Brjóst þrútin, rauð, hörð, heit, bólgin, með slætti í og sársauka, sérstak- lega hægra brjóstið. Of mikil mjólkurframleiðsla. 2. Bryonia, Bry: Eins og Belladonna en brjóstin eru föl og verri við hreyfingu. Brjóstabólga. 3. Calcarea Carbonica, Calc-c: Brjóst virðast vera full og eru aum en það kemur litil mjólk eða of mikil og gæðin eru léleg. Móð- irin getur verið viðkvæm, hrædd og hefur tilhneigingu til að fá kaldan svita. 4. Castor Equi: Aumar/sprungnar geirvörtur og geta orðið sárar. Brjóstið getur orðið þrútið og ldáði í húð. BYLGJA SVARARSPURNINGUM UMÓHEFÐBUNDNAR LÆKNINGAR b ¥ 5. Ignatia, Ign: Þunglyndi, samvisku- bit, vonbrigði eða sorg, sérstak- lega þegar allt gengur ekki eins og óskað er eftir. 6. Phytolacca: Brjóstin geta verið bólgin, hnúðótt og það koma verkir þegar barnið er lagt á brjóst. Geirvörtur sprungnar og aumar og verkur fer um allan lík- amann. Einnig gegn sýkingu og kýlum. 7. Pulsatilla, Puls: Lítil mjólk og þunn hjá mildum, grátgjörnum konum eða of mikil en breytileg eins og tilfinningar þeirra. Pulsa- tilla hjálpar til við að koma jafn- vægi á hormónakerfið. 8. Urtica Urens, Urt-u: Þegar mjólkin er of lítil eða mikil og engin skýr- ing er á því. Venjulega tekur móðirin inn remed- íur og fær þvi barnið remedíuna í gegnum brjóstamjólkina, en stundum fær þó barnið remedíur i fljótandi formi. Best er að tala við hómópata og fá ráðleggingar um hvernig heppilegast er að haga þessu. Hómópatía hefur líka reynst mjög vel fyrir þá sem vilja eignast börn, á sjálfri meðgöngunni, í fæðing- unni og eftir fæðinguna. Hvar finnur þú hómópata? Auð- veldasta leiðin er að fara á www. homopatar.is. Kveðja Bylgja Þegar fólk fær ofnæmi fyrir einhverju þá birtast oft óþægileg, óæskileg og stundum hættuleg viðbrögð ónæmiskerfisins. í dag- legu tali er vanalega átt við óþol þegar talað er um ofnæmi og þá er oft um að ræða óþol gegn t.d. fæðutegundum, frjókornum eða dýrum. Oftast eru ofnæmisviðbrögð fremur hvimleið, en þau geta hrein- lega líka verið hættuleg, til dæmis þegar fólk hefur ofnæmi fyrir bý- flugnastungum eða lyfjum. Þá getur orðið mjög víðtæk svörun sem lýsir sér með skyndilegri útvíkkun æða og lífshættulegu blóðþrýstingsfalli. I langdregnu ofnæmi er oftast um að ræða svörun annars hluta ónæm- iskerfisins, svokallaðra T-eitilfruma. Þær gefa ekki frá sér mótefni en framleiða ýmis efni sem valda bólgu- einkennum. Þess háttar ofnæmi er algengt til dæmis gegn málmum, þegar fólk fær bólgur og útbrot undan t.d. skartgripum. Fólk hefur hins vegar aldrei ofnæmi fyrir ein- hverju sem það hefur aldrei komist í snertingu við. Fyrst þarf það að ger- ast og síðan hefur kerfið minni sem getur enst ævilangt. Ættgengt Tilhneigingin til að fá ofnæmi getur verið ættgeng. Sumt fólk hefur meiri tilhneigingu til að ræsa þær frumur sem framleiða mótefni en hjá öðrum ræsast frekar T-eitilfrumur sem valda svo bólgueinkennum. Þessi munur getur til dæmis komið fram í mismun- andi sjúkdómsmynd þótt sýkillinn sé sá sami. Umhverfið getur einnig haft áhrif á ofnæmistilhneigingu og ung- börnum er hollast að fá móðurmjólk sem lengst þar sem ofnæmisviðbrögð eru yfirleitt tíðari hjá börnum sem byrja snemma að drekka kúamjólk og neita annarra mjólkurafurða. Tilbodsdagar 20% afsláttur Rafstillanleg rúnn með 9 svæða pokafjaórakerfi frá kr. 148.800.- c rúmco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 • Opið virka daga 11-18 smaauglysingar@bladid.net sími: 510 3737 blaðiö=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.