blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöiö 6 I FRÉTTIR Garcia kjörinn forseti Perú Sigraði fyrrum hershöfðingjann Ollanta Humala með tæpum 10% mun. Alan Garcia fagnar sigri í forsetakosningunum í Lima í gær. Hann segir landsmenn hafa ástæðu til að vera bjartsýnir. Samdráttur á fasteigna- markaði Fasteignaviðskipti í Reykjavík drógust saman um tæp 25% síðustu vikuna í maí miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Fast- eignamats ríkisins á íjölda þinglýstra kaupsamninga í maí. Alls voru gerðir 91 kaup- samningur í lok maí en i fyrra voru þeir 122. Á höfuðborgar- svæðinu öllu voru samning- arnir 175 í ár en 190 í fyrra. Mestu viðskiptin áttu sér stað með eignir í fjöl- býli eða 122 samningar. Þá voru 28 samningar gerðir vegna sérbýla og 25 um annars konar eignir. f samantekt Fasteignamats ríkisins kemur ennfremur fram að heildarvelta á fast- eignamarkaðinum í lok maí nam tæpum 5 milljörðum og jókst um 700 milljónir milli ára. Meðalupphæð á samning var 28,4 milljónir samanborið við 22,7 milljónir í fyrra. Alan Garcia var í gær kjörinn for- seti Perú með tæpum 55% greiddra atkvæða, en andstæðingur hans, 011- anta Humala, hlaut um 45%. Garcia, sem gegndi forsetaembættinu á árunum 1985-1990, sagði úrslitin vera mikið áfalí fyrir Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem var dyggur stuðningsmaður Humala í kosninga- baráttunni. Fyrrum hershöfðinginn Humala hafði lofað því að feta í fót- sport Chavez og Evo Morales, for- seta Bólivíu, og vildi hækka skatta á erlend fyrirtæki sem nýta sér nátt- úruauðlindir Perú. Garcia og Humala höfðu átt í afar harðri og tvísýnni kosningabaráttu og skipst á skotum og ásökunum á meðan á kosningabaráttunni stóð. Garcia fullyrti að Humala væri mikil ógn við lýðræði og frið í land- inu. Humala týndi hins vegar til það sem illa fór þegar Garcia var forseti fyrir tveimur áratugum en þá var ofbeldistíðni há og árásir uppreisn- armanna tíðar. Garcia hlaut meiri- hluta atkvæða í höfuðborginni Lima og þróaðri svæðum norðurhluta landsins en Humala hlaut flest at- kvæði sín i suðri og á strjálbýlli svæðum. Sigur á fyrirætlunum Hugo Chavez Hinn nýkjörni forseti fyrirhugar meðal annars að auka alþjóðlegar fjárfestingar, koma á frjálsum versl- unarsamningi við Bandaríkin og skera upp herör gegn glæpum í landinu. Framundan bíður hans svo hið erfiða verkefni að sameina þjóðina sem hefur skipað sér í tvær stjórnmálafylkingar. „íbúar Perú eiga skilið mikið lof. Meirihluti þjóðarinnar hefur sent skýr skilaboð um að valdið eigi að vera í höndum fólksins - að það sé þjóðin öll sem ráði ríkjum. Við höfum sigrast á tilraunum Hugo Chavez til að fá okkur með í hið hern- aðarlega og afturhaldssama kerfi sem hann vill þröngva upp á alla Suður-Ameriku. 1 dag hefur Perú sagt nei!“ sagði Garcia þegar hann talaði fyrir þúsundum fagnandi stuðningsmanna sinna í eftir að úr- slit lágu fyrir. Þá hvatti hann lands- menn til að horfa ekki á mistök for- tíðar, heldur líta björtum augum til framtíðarinnar. Þrír laxar í Norðurá Þrír laxar komu á land í fyrstu veiði í Norðurá núna um helgina en opnað var formlega fyrir ána síðastliðinn fimmtudag. Að venju var það stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) sem tók fyrstu vaktina. Aflinn í ár er töluvert betri en í fyrra en þá veiddist enginn lax í fyrstu veiði. Hvort þetta sé ávísun á gott veiðisumar skal ósagt látið enda var sumarið í fyrra afar gott þrátt fyrirlélegabyrjun. Þorsteinn Ólafs, stjórnarmaður SVFR, með 11 punda hrygnu sem hann veiddi á laugardaginn. Jeppadekk Sendum frítt um land allt! 31" 31xl0.50R15 (hv.stafir) 32" LT265/75R16 (hv.stafir) 33" LT305/70R16 GT Radial Adventuro MT TRIANGLE TR246 GT Radial Adventuro AT 27" 215/75R15 (TR249) 28"235/75R15 30"245/75R16 31" 31xl0.50R15 32" 265/75R16 www.alorka.is 28" 235/75R15 (hv.stafir) 30" 215/85R16 (hv.stafir) 30" 245/75R16 31" 31xl0.50R15 (hv.stafir) 33" 33xl2.50R15 31" 275/70R16 (hv.slafir) 32" 235/85R16 32" 265/75R16 (hv.statir) <gE3/'L 31" heilsársdekk verð frá kr. 11.900 Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 AL®RKA Fjölmiðlar gagnrýna rússnesk stjórnvöld Vel á annað þúsund ritstjórar og yfirmenn dagblaða komu saman í Moskvu i gær og gagnrýndu rúss- nesk stjórnvöld harðlega fyrir að veita fjölmiðlum þar í landi of lítið frelsi. Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, var viðstaddur ráðstefn- una og var hvattur til að beita sér fyrir auknu frelsi íjölmiðla. Pútín svaraði því til að rúss- nesk stjórnvöld myndu ekki auka vald sitt yfir fjölmiðlum landsins, en frelsisaukning yrði mögulega rædd síðar. Þeir 1.700 gestir sem sóttu ráðstefnuna þurftu að bíða í dagóða stund eftir forsetanum því Pútín mætti tveimur klukkustundum of seint. Pútín gaf hins vegar engar útskýringar á seinkom- unni þegar hann loksins kom og baðst ekki afsökunar. Rússneski forsetinn var spurður að því hvers vegna rússnesk stjórnvöld hefðu skapað fjölmiðlum þrúgandi andrúmsloft harðrar rit- skoðunnar og ótta og hvers vegna stjórnvöld skiptu sér af störfum nánast allra fjöl- miðla í Rússlandi. Pútín gaf hins vegar fá svör og þótti snúa út úr spurningunum. Hann játaði þó að frjáls fjöl- miðlun væri lykilþáttur í að tryggja lýðræði í Rússlandi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.