blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöiö 16 I BÍLAR Fyrsti bíll Henry Ford 100 ára Þegar við setjumst upp í bifreið og ökum til vinnu að morgni hugsum við líklega fæst um upp- runa farartækisins eða sögu þess. Um þessar mundir er hins vegar ágæt ástæða til þess að minn- ast þeirra manna sem sköpuðu þennan þarfa þjón því sl. sunnu- dag voru liðin no ár síðan Henry Ford reynsluók fyrsta bílnum sem hann hannaði. Bræðurnir Frank og Charles Duryea Fyrsti bensínbíllinn var ekki runn- inn undan rifjum Henry Ford. Hann leit dagsins ljós í Ameríku árið 1893 en hann var smíðaður af bræðr- unum Frank og Charles Duryea. Þeir prufukeyrðu hann stoltir á götum Springfield 21. september árið 1893. Bræðurnir keyptu gamlan hestvagn fyrir 70 dollara og settu í hann eins sílendra bensínvél. Þessi bifreið fór aldrei í fjöldaframleiðslu. Þremur árum síðar kom Ford fram með sinn fyrsta bensínknúna bíl. Ford hafði klambrað bílnum saman í garðskúr heima hjá sér og hann hafði hvorki bremsur né gíra. Þá starfaði hann sem verkfræðingur í Detroit og hafði lengi verið afar upptekinn af því að reyna að koma saman ökuhæfri bifreið. Sveitapiltur þreifar fyrir sér við bílasmíði Henry Ford fæddist árið 1894 og var sonur fátækra írskra innflytjenda. Faðir hans var bóndi og var Henry ætlað að starfa við hlið föður síns. Hann sýndi þó snemma að hann var ekki sérlega mikið gefinn fyrir Henry Ford við Módel T bifreið sína bústörf og þegar hann var r5 ára tók hann föggur sínar og hélt af stað til Detroit þar sem hann reyndi fyrir sér sem vélasmiður. Henry Ford fór að þreifa sig áfram við bílasmíði og skömmu eftir að hann reynsluók sínum fyrsta bíl árið 1896 hafði hann selt bíl fyrir 200 dollara. Hann notaði peningana til þess að smíða annan bíl og með fjárhagslegri aðstoð frá borgarstjóra Detroit og annarra auðugra borgarbúa stofn- aði hann eigið fyrirtæki árið 1899. Það fyrirtæki náði þó ekki að fjölda- framleiða neina bíla og var leyst upp árið 1901. Tveimur árum síðar bauð Henry Ford fyrsta fjöldaframleidda bílinn til sölu. Ford náði að skapa bíl- tegund sem hentaði bandarískum aðstæðum við upphaf tuttugustu aldar einkar vel þar sem lítið var um verkstæði og vegir bágbornir. Þetta var Módel T sem náði ótrúlega fljótt hylli almennings. T-módelið var framleitt í 15-16 milljónum eintaka og var það met ekki slegið fyrr en árið 1972. Færibönd breyta heiminum Ford var sá fyrsti til þess að nota færibönd og flæðilínur í sinni framleiðslu og margfalda þannig framleiðslu sína. Það var ekki síst því að þakka að hann náði þessari miklu forystu í bílaiðnaðinum. Að- ferðir þær sem Ford beitti við fram- leiðsluna ollu byltingu í efnahagslífi heimsins á tuttugustu öld. Með þessum aðferðum urðu bifreiðar í fyrsta sinn nægilega ódýrar til að almenningur gæti keypt þær. Ekki leið á löngu uns bíllinn breytti ásýnd Ameríku. Fyrsti ökuhæfi bíll Henry Ford Henry og Clara Ford á 50 ára afmæli fyrsta bílsins áriö 1946 Varahluttr AuHahlutlr BMW - Benz - Opel www.blfreld.ls Bestu fáanlegu gæóí frá Þýzhalandl # vaaOnnai Besta verðld mlöað vlð sambærlleg gæðl Ehta xenonsett í alla bila Gúmmívinnustofan Saa[íij«(á(ikfc Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Polar rafgeymaþjónusta Rafgeymar fyrir fellihýsi og mótorhjól Frí ísetning og mæling %»' Sm"******* T nriMiiiilillli IffZTTTTTWWTTl Michelin dekkar allt ' - Gúmmívinnustofan - SP dekk • Skipholti 35,105 RVK sími 553 1055 • www.gummivinnustofan.is MUNIÐ BÍLBELTiN Hvatt til bíl- beltanotkunar Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur annast gerð auglýsinga fyrir Umferðastofu sem eiga að hvetja fólk til þess að spenna beltin á ferðum sínum um landið í sumar. Þessa dagana eru að hefjast sýn- ingar á nýrri sjónvarpsauglýs- ingu á vegum Umferðarstofu. I kjölfarið munu fylgjaauglýsingar í prentmiðlum og á opinberum auglýsingaskiltum. Stuðst er við norskar auglýsingar sem vega- gerðin þar í landi lét gera og fékk Umferðarstofa leyfi hjá þeim til að útfæra hugmyndina fyrir ís- lenskar aðstæður. Algeng orsök banaslysa 25% þeirra sem fórust í umferð- inni árið 2005, og voru ökumenn eðafarþegaríbifreiðum, reyndust ekki hafa verið í bílbeltum. Þetta er mun hærra hlutfall en fjöldi þeirra sem almennt nota ekki bíl- belti í umferðinni. 1 rannsóknum sem gerðar hafa verið m.a. á vegum Umferðarstofu kemur í ljós að úti á þjóðvegum landsins reyndust 8% ökumanna ekki vera með bílbelti og 16% aftursæt- isfarþega. Því er ljóst að líkurnar á því að slasast alvarlega eða láta lífið í umferðinni eru margfalt meiri meðal þeirra sem ekki nota bílbelti. í auglýsingunum er því lögð áhersla á notkun bílbelta hvort sem um er að ræða farþega eða ökumann. 2,51 boxer- vél Subaru hlýtur alþjóð- leg verðlaun Framleiðandi Subaru-bifreiða til- kynnti fyrir skömmu að 2,5 lítra lárétt liggjandi boxervél þeirra hefði hlotið alþjóðleg verðlaun sem vél árins í flokki 2-2,5 lítra bílvéla. Verðlaunaafhendingin fór fram á sýningunni Engine Expo í Stuttgart í Þýskalandi á dögunum. Þessi verðlaunavél er notuð í bifreiðum af gerðinni Su- baru Impreza og Subaru Forester sem nú eru á markaði í Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu. Einnig knýr hún Saab 9-2X, sem seldur er í Norður-Ameríku sam- kvæmt samningi við Saab. Þetta er í fyrsta sinn sem lárétt liggjandi bílvél hlýtur þessi mikil metnu . verðlaun sem veitt eru á hverju ári. Dómnefndin var skipuð 61 blaða- manni frá 28 löndum. Þeir áttu vandasamt starf fyrir höndum en þeir einblíndu einkum á akst- urseiginleika, lipurð, sparneytni og mýkt þeirra véla sem komu til greina. Dómnefndin valdi svo bestu vélarnar í átta stærð- arflokkum. Verðlaunavélin frá Subaru hefur notið mikillar hylli og er það einkum kraftur hennar og sparneytni sem heilla hagsýna bílakaupendur. Einnig hefur tek- ist að draga töluvert úr mengun í útblæstri en á þessum síðustu og verstu hlýtur það að teljast mikill kostur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.