blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 12
12 I GARÐAR ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaAÍ6 Grœnt og vel gróið gras Það er hreint ekki eins einfalt að rækta góðan grasbala og þeir sem óvanir eru garðrækt gætu haldið. Oftlega má sjá skallabletti í grasblettum, sem og miklar mis- hæðir í grasinu, sem myndast þar sem mosavöxtur er mikill. Til að koma í veg fyrir slíka útlitsgalla á grasblettinum er nauðsynlegt að fara eftir nokkrum einföldum ráðum. Vaxtartími grasplöntunnar á ís- landi er no - 130 dagar. Að vori er grasið viðkvæmt en þá er orkuforði grasplöntunnar á þrotum og hún mjög viðkvæm fyrir traðki, hita- sveiflum, vindkælingu og þurrki. I maí og júní, eða framan af vaxtar- tímanum, getur grasvöxtur verið mikill vegna góðra birtuskilyrða. Pétur Pétursson, sölu-og markáðs- stjóri hjá Áburðarverksmiðjunni, V, ÞÓR HF Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 J segir að ef menn kalkbera svörðinn strax að vori og dreifa í hann áburði sé ekki vandasamt að rækta fallegan blett. „ Það þarf að huga að því þegar jarð- vegur hefur náð 5 gráðum að byrja að bera á. Ef það er mikill mosi í grasrótinni þá borgar sig á að byrja á að bera Turbokalk í svörðinn. Það er gert vegna þess að kalkið fer illa í mosann, það hemur hann og heldur vextihansí lágmarki. Fimmtilsjö dögum síðar hefur köfnunarefnið í kalkinu örvað grasvöxtinn umfram vöxt mosans. Þá er gott að gefa gras- inu Blákorn sem inniheldur öll nauð- synleg efni fyrir grasvöxtinn," segir Pétur. Lokagjöf um verslunarmannahelgi Það getur þó verið ástæða til að bera aftur á svörðinn í júnímánuði en þá dvínar rótarvöxtur á kostnað blaðvaxtar og nýir blaðsprotar ná há- marki.Grassvörðurinn nær mestum þéttleika á þessum tíma. „Ef menn ná ekki árangri strax, vegna þess að það er mikill mosi í sverðinum eða eitthvað annað, er ástæða til að dreifa aftur áburði um um miðjan júní.“ Pétur segir algengt að fólk hafi það fyrir reglu að gefa áburð þrisvar sinnum yfir sumarið. „Það er algengt að fólk gefi þriðju og síð- ustu gjöfina í lok júlí, svona rétt áður en haldið er af stað í fríið um verslunarmannahelgina. Þá hefur dregið úr birtumagni og blaðvöxt- urinn dregist saman og því ber að varast að nota of mikið af áburði en dreifa þess í stað létt yfir. Þetta er mikilvægur vaxtartími rótarkefis- ins þegar ræturnar stækka og safna forða til að undirbúa grasplöntuna fyrir veturinn." Rótarvöxturinn heldur svo áfram fram eftir hausti séu veðurskilyrði góð en í október- mánuði er plantan fallin í dvala sem varir fram í aprílmánuð. Þá nýtir hún orkuforða rótarkerfisins. Ekki óttast grassprettuna Pétur segir að menn þurfi ekki að óttast að áburðargjafirnar auki gras- sprettuna þannig að menn verði að vera oft á ferð með sláttuvélina. „Það er í sjálfu sér ekki vandamál. Með áburðargjöf ertu að byggja upp rótina svo þú fáir ekki skallabletti í grasið. Ef þú gefur ekki áburð áttu á hættu að grasið líti illa út. Með áburðargjöf færðu betri sprettu og fallegra gras. Þetta fer einnig mikið eftir því hvaða grastegund þú ert með. Túnvingulstegundir eru bestar en það eru til blöndur eins og skrúðgarðsfræ frá Fóðurblöndunni sem henta vel í garða. Það er þá líka ágætt að gefa grasinu fræ ef hann er orðinn slöllóttur og leiðinlegur og svo áburð á eftir“, segir Pétur. íslenskar aðstæður Blákorn er sérhannaður áburður fyrir íslenskar aðstæður en í ís- lenskum jarðvegi er mikill fosfór- skortur vegna þess hversu jarðvegur- inn hér er ungur. I Blákorni er því mikið magn fosfórs ólíkt því sem stundum á við um erlenda áburði. „Þessar erlendu blöndur innihalda oft lítið af fosfór og stundum er verið að ýta að fólki einhverju sem ekki hentar fyrir íslenskar aðstæður“, segir Pétur og bætir við að bændur í Þykkvabænum hafi notað þennan áburð í áraraðir við góðan orðstír. „Að sama skapi hentar þessi áburður vel í sáningu í skrúðgarða, á tréin og þau blóm sem eru í beðum fólks. ígpfgf g ý* : ÉL. % Grasblettur í góðri rækt er mikil garðaprýði, en hann má rækta ef farið er eftir einföldum leiðbeiningum. Keykjanesbraut ’kóoRAn: 'r* •^4. mss-. Fallegar, gróskumiklar plöntur Tré, sumarblóm, skrautrunnar, berjarunnar, limgerðisplöntur, rósir, fjölærar plöntur, grænmetisplöntur og kryddjurtir. Mikið úrval af hengiplöntum. Fagleg ráðgjöf um val á plöntum! Annað nauðsynlegt í garðinn Hengikörfur, ker, pottar, mold, áburður, smáverkfæri o.fl. GROÐRARSTÖÐIN Dalvegi 30 - Kópavogur - Sími 564 4383 - stord@stord.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.