blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 GOLF I 27 Ekki bara fyrir karla Golf er orðin mjög vinsæl íþrótt á íslandi og heillar unga sem aldna. Þetta er ekki bara karlasport heldur er mikilvægt að börnin fái að vera með vegna þess að þetta er fjölskylduíþrótt og allir geta verið saman á golfvellinum. Það þarf að gera börnunum spenn- andi tilboð og bjóða þeim með á út völl,“ segir Ragnhildur Sigurð- ardóttir, íþróttamaður Reykja- víkur og margfaldur fslandsmeist- ari í golfi. Margir bíða spenntir eftir sumr- inu því þá geta menn, konur og börn spreytt sig á vellinum. Það hefur færst í vöxt að fólk standi tímunum saman á köldum vetrardögum og æfi sveifluna. „Það þarf ekki annað en að kíkja í heimsókn í Bása um kvöld- matarleytið til að átta sig á því, þar er yfirleitt allt fullt út úr dyrum og bílastæðin full,“ segir Ragnhildur. Kurteist og vel siðað fólk „Golfnámskeið fyrir börn og ung- linga eru mjög vinsæl og mætti vera meira framboð á þeim. Flestir golfklúbbar bjóða upp á námskeið og það er mjög gott fyrir börn sem og alla nýliða að koma sér þannig af stað og læra undirstöðuatriðin. Á námskeiðunum læra börnin þær siðareglur, aga og kurteisi sem nauð- synleg er til að geta stundað golfið sitt árekstralaust. Börn og unglingar sem hafa lært og stundað golf eru yfirleitt kurteisin uppmáluðsegir Ragnhildur. Igolfskólanum læra börnin margt fleira en kurteisi og góða siði. Á nám- skeiðunum er farið í leiki og ýmis- legt skemtilegt brallað. „Ég kenndi á golfnámskeiðum í mörg ár hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur og einnig úti á Nesi. Einnig er orðið ansi algengt að fjölskyldur, stórar sem smáar, komi saman í tíma. Golf hefur góð áhrif á hreyfiþroska og sérstaklega samhæf- inguna. Svo er það auðvitað útiveran „Golfið er mikil áskorun og það er meðal ann- ars þess vegna sem mér finnst það svona skemmtileg íþrótt, sem gerir öllum gott. Allir geta verið með því forgjöfin jafnar út getumun og sá sem er að byrja getur unnið þann sem lengra er kominn. Engum ætti því að finnast hann utanveltu,“ segir Ragnhildur sem sjálf byrjaði í golfi 13 ára. ,,Maður verður alveg vitlaus" .Golfið er mikil áskorun og það er meðal annars þess vegna sem mér finnst það svona skemmtileg íþrótt, maður verður alveg vitlaus þegar keppnisskapið kemur upp í manni. Svo er það líka samveran við aðra, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, góðir kylfingar eða nýliðar. Golf er líka mjög fjölbreytt íþrótt, það er eng- inn dagur eins og enginn hringur eins. Þú ert engum háður og getur farið þegar þér hentar, einn eða með öðrum. Þú skráir þig einfaldlega í rástíma og getur lent með hverjum sem er. Maður kynnist alltaf nýju og nýju fólki sem er mjög skemmtilegt,“ segir Ragnhildur. Klár í sumarið „Keppnistímabilið er að byrja og nú er ég að fara að snúa mér að því. Ég er búin að vera að kenna mjög mikið undanfarið en nú eru stífar æfingar framundan svo ég verði klár í mót sumarsins,“ segir Ragnhildur. kristin@bladid.net Hvað þarf að vita og eiga til að byrja að spila golf? Til þess að vera klár á golfvöllinn er mikilvægt að hafa nokkur und- irstöðuatriði á hreinu. Það eru ákveðnar reglur, bæði skráðar og óskráðar, sem gilda á öllum golf- völlum og mikilvægt er að virða þær. Bannað að vera ber að ofan Margar sérstakar reglur gilda á golfvöllum og almennt í golfíþrótt- inni. Þetta eru reglur sem vönum golfurum finnast mjög eðlilegar en koma byrjendum ef til vill spánskt fyrir sjónir. Til dæmis er bannað að vera í gallabuxum á golfvöllum og strangar reglur gilda á flestum völlum um klæðaburð. Inni á golf- völlum er bannað að tala í gsm-síma og það er illa séð ef menn eru berir að ofan, þó að veður sé mjög gott. Það er góð regla að tala ekki á meðan verið er að slá boltann og sá sem er lengst frá gríni slær alltaf fyrstur. Þetta eru almennar virðingarreglur sem mjög mikilvægt er að kunna og það eru mjög margar slíkar. Mikil- vægt er að kynna sér þetta áður en á völlinn er haldið. Útbúnaður Að sjálfsögðu er mikilvægt að hafa golfkylfur. Það er þó ekki nauðsyn- Börn i golfið -Nokkur góð ráð frá Ragnhildi Sig- urðardóttur fyrir foreldra til þess að fá börnin með sér í golf: • Bjóðið þeim með á völlinn og gerið þeim spennandi tilboð: „Viltu koma með mér upp á golf- völl og læra að spila golf eins og Tiger Woods?“ • Ef þau vilja ekki fara með, skaltu ekki neyða þau. Áhug- inn er nauðsynlegur viljirðu að þau eigi framtíð með þér á vellinum. • Ef þau fara með skaltu reyna að gera dvölina skemmtilega. Passaðu að þau hafi nóg að drekka og nóg að sýsla. Game boy leikjatölva getur t.d. stytt stundir milli stríða á æfinga- svæðinu, sé hún til á heimilinu. Veðurfar á Islandi getur líka sett strik í reikninginn. Pass- aðu þig að gríslingunum verði ekki kalt eða þau verði neikvæð vegna veðursins, þá er ekki víst að þau vilji koma með ykkur næst. • Lofaðuþeimaðslánokkrabolta á æfingasvæðinu en passaðu þig á því að tía upp alla bolta. Passaðu þig á því að halda heim á leið áður en smáfólkið hefur fengið nóg. • Gættu að því að viðfangsefnin séu við hæfi, láttu þau pútta stutt pútt á æfingaflötinni, pútt sem þau eiga auðvelt með að setja niður, hrósaðu þeim. Gættu að því að þau leiki stuttar holur, spili t.d. frá 100 m hælnum. Taktu stubbinn á háhest ef hann verður þreyttur. • Það gæti verið sniðugt að bjóða vini eða vinkonu smáfólksins með, góður félagsskapur og sameiginlegar ánægjustundir eru öflugt hjálpartæki í áhugamótuninni. • Flestir krakkar eiga auðvelt með að ná hreyfingunum strax og geta sveiflað mjúkt og átaka- laust. Ekki leiðrétta of mikið, lofið þeim að leika sér. • Leggið ríka áherslu á öryggi og siðareglur, en ekki vera of smá- munasöm þannig að reglurnar verði ekki yfirþyrmandi. • Ef þeim finnst gaman, skráið þau á námskeið. Ekki er verra að viðkomandi golfkennari hafi gaman af því að umgang- ast börn. • Keyptu 5/7 tré, wedge 7 járn og pútter. Ekki nota styttar kylfur, sköftin eru of stíf fyrir börn, enda er mikið úrval til af góðum barnakylfum og verðið lækkar með hverju árinu sem líður. • Öryggisatriði skipta miklu máli og það er mikilvægt að kynna börnunum þau vel. Kveðja Ragnhildur Sigurðardóttir legt að byrja með heilt sett og hægt er að fá hálf-sett sem eru góð til þess að nota fyrst um sinn. Golf- kúlur eru vitanlega einnig nauðsyn- legar en það er hægt að fá kúlur á flestum æf- ingasvæðum í þartil- gerðum sjálf- sölum. Það er einnig gott að hafa með sér tí en á það er kúlunni stillt upp í upphafshögg- inu. Gott er að eiga s é r - staka golfskó sem eru með tökkum á botninum og gera að verkum að maður stendur vel í fæturna og heldur betra jafnvægi. Til þess að fá gott grip um kylfuna eru margir sem nota sérstaka hanska en þá rennur kylfan síður til í höndum golfarans. Orðabók golfarans Mörg skrítin og skemmtileg orð eru í orðabók golfarans. Fugl er til dæmis eitt högg undir pari á holu en skolli eitt högg yfir pari á holu. Örn er svo tvö högg undir pari á holu. Bönkari, glompa eða sandglompa eru svæði eða reitur með sandi í til að gera leikinn erfiðari. Par er sá fjöldi högga sem góður kylf- ingur u á að leika hverja h 0 1 u eða allan völl- inn á. Óræktað svæði utan brautar er kallað kargi og lúði er næsta svæði við % braut, sem er hálfslegið, milli brautar og karga. Teigur er reiturinn þar sem upphafshöggið á hverri braut er slegið. Mörg fleiri skemmtileg orð og orðatiltæki eru notuð sem vanir golfarar slá um sig með en þetta lær- ist fljótt. kristin@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.