blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 14
blaðið____ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. STJÓRNIR OG KYNJAKVÓTI Aráðstefnunni Tengslanet III - Völd til kvenna sem fór fram í há- skólaþorpinu á Bifröst á dögunum var samþykkt ályktun þar sem löggjafinn er hvattur til þess að setja lög sem miða að því jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra fyrirtækja sem eru skráð í Kaup- höll íslands. Lögin eiga að stuðla að því að hlutur annars kynsins fari ekki undir 40%. Umræðan hér á landi undanfarin ár bendir til þess að áhrifamiklir stjórnmálamenn telji þörf á slíkri lagasetningu. Og þegar horft er til þróunarinnar á Norðurlöndum er ástæða til að ætla að þess verði ekki langt að bíða að umræða um nauðsyn þessa magnist mjög hér á landi. Rýr hlutur kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja íslands er áhyggju- efni. Furðu vekur að fleiri konur veljist ekki í framvarðarsveitir þeirra. Þrátt fyrir það eru hugmyndir um lagasetningu til þess að bæta ástandið ekki hin rétta nálgun. Hlutabréfamarkaðurinn er býsna lýðræðislegt fyrirbæri. Völd einstak- linga og áhrif þeirra á stjórn fyrirtækja þeirra er í beinu sambandi við hlutafjáreign i viðkomandi fyrirtæki. Þrátt fyrir að hlutafjáreigendur komi yfirleitt ekki að daglegum rekstri fyrirtækja sem eru skráð í kaup- hallir kjósa þeir stjórnir þeirra og refsa og umbuna stjórnendum fyrir frammistöðu með ákvörðunum sínum á hlutafélagsfundum. Hagsmunir hlutafjáreigenda felast meðal annars í því að kjósa þá sem þeir telja hæf- asta hverju sinni til að stýra fyrirtækjunum. Þetta ferli er kjarninn í því sem að austurríski hagfræðingurinn, Jósef Schumpeter, kallaði „hinn skapandi eyðileggingarmátt" fjármagnsins. Lagasetning stjórnvalda sem takmarkar val hlutafjáreiganda á stjórn- endum gerir hlutabréfamarkaðinn óskilvirkari og dregur úr hagkvæmni hans. Auk þess felur slík lagasetning í sér óþolandi inngrip ríkisvaldsins í ákvarðanatöku einstaklingu. Sé það vilji eigenda tiltekins hlutafélags að eingöngu karlar eða konur stjórni því þá verða þeir að standa og falla með þeirri ákvörðun. Það að auka hlut kvenna í atvinnurekstri er bæði göfugt og æskilegt takmark. Hagkerfið hefur ekki efni á því að nýta sér ekki allan þann mannauð sem býðst hverju sinni. Hins vegar er lagasetning í þessu sam- hengi ekki réttlætanleg. Hér er ekki verið að krefjast þess að þeir sem fara með ríkisvaldið sitji aðgerðarlausir. Þeir geta gengið fram með góðu fordæmi með mannaráðningum í opinberar stofnanir og í stjórnsýsl- unni. Slíkt fordæmi væri mun líklegra til árangurs en að setja lög sem takmarka í raun valmöguleika hlutafjáreigenda þegar kemur að því að kjósa stjórnir fyrirtækja. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. www. nuddpotta r. is Glæsilegir rafhitaðir nuddpottar frá Californiu verð frá 399.000 til 490.000 Rúmgóðir og djúpir nuddpottar frá 13001. til 17001. Njóttu sumarsins í nuddpotti frá nuddpottar.is Hvað er betra en að liggja í heitum nuddpotti og njóta sumarkvöldsins 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 blaöið 3A/ R-Soo , i -púMPu A flZYNÞ * A Framsókn erindi til þjóðarinnar? Mér hefur lengi verið það alvörumál að gamla framsóknarstefnan eigi er- indi við íslensku þjóðina. En það læð- ast enn og aftur að mér efasemdir um að Framsóknarflokkurinn eigi það. Á þeim dögum þegar samfélag okkar sporðreisist með vaxandi hraða í átt að borgríki þar sem öll áhersla er lögð á peningahyggju ætti svosem ekki að vera til efs að sjóaður landsbyggðarsinnaður miðjuflokkur á erindi sem erfiði. Landsbyggðarmenn hafa fyrir löngu tapað völdum í hinum stóra Sjálfstæðisflokki og fyrir Samfylk- ingu er guðsvoluð landsbyggðin ekki annað en atkvæði til að brjóta landinu leið inn í Evrópusambandið. Þar með væri óþarft um sveitir og landsbyggð að tala. Ónefndur er að mörgu leyti hugnanlegur vinstri flokkur Steingríms J. sem margir alvöru framsóknarmenn flýja nú til. Stærsti galli þess flokks er samt holur tónn grænfriðunga sem ekki eru byggðum íslands hótinu betri en það Greenpeacelið sem á sínum tímum sló af hvalveiðar við Islands strendur. Sá hávaðakór fer stækk- andi og harla ólíklegt að þeir pólit- ísku flóttamenn úr framsókn sem setjast að hjá VG hafi þar roð við. Öll völd í bæinn? En hvað er þá að framsókn? Flokk- urinn er allt að einu fylgi rúinn á suðvesturhorninu eins og nýlegar sveitarstjórnarkosningar sýna og ætti því að vera hægur vandi fyrir al- vöru landsbyggðar- og framsóknar- menn að leggja flokksrústir þessar að fótum sér. Nú þegar Halldór Ás- grímsson er á förum hafa margir séð hilla undir betri tíð. Eða sáu! Þær bollaleggingar eru uppi um að láta flokkinn í hendur á gömlum samverkamanni Halldórs gera þær vonir að litlu. Sá sem hér ritar hefur reyndar um margt haft mætur á Finni Ingólfssyni. Vandaðri og dug- meiri stjórnmálamenn eru fáir. En hann tilheyrir reykvískri hægri slag- síðu flokksins. Viðhorf Bjarni Harðarson Fátt hefur raunar orðið Framsókn- arflokkinum eins skeinuhætt á und- anförnum árum eins og fálm til að gera flokkinn að Reykjavíkurflokki. Það hefur ekki dregið að honum at- kvæði á mölinni þar, en slegið stór- lega á vægi hans og trúverðugleika um land allt. Mín tilfinning er að Framsóknarflokkur sem stæði heill að þeirri stefnu að vera landsbyggð- arflokkur gæti átt verulegt fylgi meðal Reykvíkinga, svo mikið sem þar er af landflótta sveitamönnum. Finnur ekki svarið Finnur Ingólfsson er auðvitað ekki á neinn hátt andsvar við auðhyggju og hægri slagsíðu flokksins á undan- förnum árum. Að evrópuveikinni slepptri, sem ég vil trúa að hann sé laus við, stendur hann fyrir þá helft Halldórs Ásgrímssonar sem þjóðin vildi helst gleyma. Hann er í ofanálag holdgervingur þess hluta í óvinsælu einkavæðingarferli sem aldrei hefur tekist að skýra til fulls hvernig var varið. Sú saga öll mun fylgja honum og gera honum sam- skiptin við fjölmiðla hálfu verri en þau þó voru í hans ráðherratíð fyrir nokkrum árum. Fyrir Framsóknar- flokkinn mun þetta þýða fólksflótta í atkvæðatölum af þeirri gerð að jafnvel afskekktustu krummaskuð blikna. Um daginn lögðu kastljósmenn sig í líma við að segja brandara af því að Guðni Ágústsson ætti að verða ut- anríkisráðherra. Þetta þótti einkar vel heppnað enda meðal margra stéttarbræðra minna talin firn og móðgun við rétttrúnað samtímans að ómenntaður maður komist í ráð- herrastól. Slíkt er menntasnobb þess- arar þjóðar orðið. Ég hef hálfpartinn verið að vona alla hvítasunnuna að einhver upp- lýsi mig um að fréttin um Finn Ing- ólfsson væri líka brandari en skrifa þetta nú þegar sú von er svo gott sem úti. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson hjólar vitaskuld í vanda framsóknar á bloggi sínum {ossur.hexia.net) og öllum að óvörum tekur hann upp þykkjuna fyrir Guðna Ágústs- son, landbúnaðarráðherra og varaformann Framsóknarflokksins: „Affregnum ermorgunijóstað Finnurhefur gertþað að skilyrði fyrir endurkomu sinni í stjórnmálin að Guðni Ágústsson - vinsælasti stjórnmáiamaður Framsóknar - verði hrakinn einsog hundur úr embætti. [...]Muni ég rétt var Finnur Ingólfsson misserum saman óvin- sælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Iþví Ijósi er skiljanlegt að Finnur leggi ekki I aðkoma aftur sem ráðherra, og eiga yfir höfði sér að skíttapa fyrir Guðna. Heldur Framsókn að það sé gæfuleg byrjun fyrir nýjan formann að byrja með því að sýna slíkt kjarkleysi?" En það má líka telja Ijóst að Össur mun ekki harma endur- komu Finns Ingólfssonar ákaflega. Hermt er að stjórn- arandstöðuna klæji í fingurna eftir að geta læst klónum í Finn. Þeir eru þegar farnir að rifja upp langt syndaregistur hans og telja ákjósanlegt að eyða árinu fyrir kosningar í að rifja upp sölu Búnaðarbankans, VlS og það allt. Ekki finnst þeim svo verra, að allt mun það líka klínast á samstarfsmennina (Sjálfstæðis- flokknum, án þess að þeir þurfi að hafa fyrir því að ráðast sérstaklega á þá. Hinn pennalipri sjáv- ■■mbh arútvegsráðherra, i Einar K. Guðfinns- p son ræðir áskoranir „Islands- vina" um að drekkja Valgerði Sverrisdóttur, en þó ekki síður hina algjöru þögn sem um málið hefur ríkt meðal hinna talandi stétta. Spyr hann hvort menn séu orðnir „svo samdauma hraklegum siðferðisgildum, að telja réttlætanlegt að drekkja fólki sem er manni ekki sammála?" Svo bætirhannvið: „Ogslðaneittenn. Það varnöturlegtað horfaá talsmann þeirra, sem að mótmælunum stóðu, koma I sjónvarpið, yppta þar öxlum, brosa og segja; mér kemur þetta ekki við. Þetta er forkastanlegt viðhorf. - Stúlka góð: Þér kemur þetta við, þér kemur þetta vlst við." ) I ! I I I I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.