blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 . . wMlmm Beinn sími söludeildar: 580 3232 www.aburdur.is Jaiðarber Flestum finnst jarðarber gómsæt og girnileg og vilja geta gripið í þau hvenær sem er dagsins, alltaf fersk og fín, það er ekki slæm tilfinning. Hvers vegna þá ekki að eiga sinn eigin jarðarberjareit í garðinum. Maður þarf ekki margar plöntur til að fá sæmilega uppskeru fyrir sum- arið. Jarðarberin dreifa mikið úr sér á einu sumri, t.d. til að þekja einn fer- metra þyrfti ekki nema ca. 9 plöntur og 25-30 cm á milli plantna. Hér kemur aftur lífrænn áburður til sögunnar, t.d hænsnaskítur og svo blákorn tvisvar sinnum yfir sumarið, strax eftir útplöntun og svo aftur eftir blómgun. Strax fyrsta sumarið fær maður kannski ekki rífandi uppskeru, en þá er meira mikilvægt að hlúa vel að plöntunum. Sniðugt er að smíða ramma, festa plast á boga, og búa þannig til opnanlegan plastglugga sem hægt er að opna og loka eftir þörfum. Þetta verndar jarðar- berin bæði gegn veðrum og vindi og fuglum sem virðast vera mjög sólgnir í berin. Einnig er hægt að setja fuglanet yfir rammann. Auð- velt er að fjölga jarðarberjunum með hjálp smáplantna sem hafa myndast hér og þar á renglunum. Þær eru þá skornar frá þegar sést í 2-4 blöð og gróðursettar í sér reit með 10 cm millibili. Skipta ætti svo út móður- plöntunum á 3-4 ára fresti, því upp- skera minnkar með árunum. Óværur gera oft vart við sig eins og sniglarnir en í Garðheimum er fáanlegt vistvænt sniglakyrni sem gott er að strá í kringum beðið. Þetta þurrkar hann upp ef hann kemst í snertingu við kyrnið. Mikil- vægt er þá að strá því í þéttar rásir í kringum beðið. Jarðarber í potti. Góð lausn fyrir svalir eða verönd. Auðvelt er að rækta jarðarber í pottum eða venjulegum kerjum. í Garðheimum fást svokallaðir jarð- arberjapottar, þetta eru pottar með vösum utan á, sem upplagt er að planta berjunum í og leyfa þeim að vaxa svo niður. Þessi aðferð hindrar einnig snigla- heimsóknir en fugla- netið er alltaf gott að hafa við hönd- ina. Einnig er hægt að fá ræktunar- poka með vösum sem hægt er að hengja svo upp á vegg eða stólpa á veröndinni. Hægt er að velja um nokkrar tegundir. 1 Garðheimum eru fáanlegar nokkrar tegundir af jarðarberjum þ.á.m. ‘Senga Sengana’, ‘Zephyr’og ‘Glima’ sem allar koma með stór og bragðgóð ber. Öll þessi yrki þrífast ágætlega hér úti, sérstaklega 'Gli- man’ sem talin er vera sterkust. ‘Zep- hyr’ er fljótust að koma með ber, svo ‘Glima’ og ‘Senga Sengana’ dregur svo lestina. Einnig erum við með ís- lenskt afbrigði Fragaria vesca, sem er þá meira skrautafbrigði, ekki HELGA STEINGRIMSDÓTTIR beint ræktuð vegna uppskeru heldur má meira lita á hana sem góða þekjuplöntu. Áburður í efna- fræðitáknum Næringarefni eru þau 18-20 frumefni sem eru lífsnauð- synleg fyrir jurtir til vaxtar og fjölgunar og við köllum áburðarefni. Við ræktun skortir sum af þessum efnum þannig að nauðsy nlegt er að bæta þeim við með áburði til að tryggja góða uppskeru og fallega grænt gras. Til að auð- velda umfjöllun um áburðar- efnin eru notuð efnafræðitákn fyrir þessi efni. Köfnunarefni eða nitur(N) Næringarefni sem grasplantan þarf mest af og er mikilvægt í blaðgrænu við Ijóstillífun. Það er einnig mikil- vægt í amínósýrum sem mynda öll prótein og er það næringarefni sem hefur mest áhrif á vöxt grasblaðanna. Fosfór(P) Fosfór er í erfðavísum allra lífvera. Hann hefur jákvæð áhrif á rótarvöxt pg er einnig mikilvægur við fræspír- un.Nytjajurtir taka árlega upp 8-20 kg /hektara af fosfór. Mikilvægt er að fosfórinn leysist upp í áburðinum þ.e að hann sé vatnsleysanlegur. Kalí(K) Þörf jurta fyrir kalí er mikil. Rótar- vöxtur eykst í samræmi við kalf. Hita-,kulda og þurrkþol eykst einnig og ekki má gleyma traðkþolinu ef til að mynd fótboltaleikur er leikinn á grasinu. Við ræktun á káli, gulróf um og kartöflum þarf kalí að vera til stað- ar svo uppskeran bregðist ekki. Ef grös verða gulgræn og lin og jafnvel visna, þá vantar kalí. Oft er talað um þrígildan NPK áburð og þá er átt við þessi þrjú mikilvægu efni hér að ofan sem plantan þarf nauðsynlega. Kalsíum/kalkfCa) Nauðsynlegt næringarefni sem gefur plöntuvefjum styrk.Gott fyrir frumuveggi grasplöntunar og frumu- skiptingu og frumulengingu.Kalsíum myndar kalk, ásamt kolefni.súrefni og í sumum tilfellum vetni. Kalk hækkar sýrustig í jarðvegi en við það losna mikilvæg næringarefni og eitr- uð efni bindast. Þess vegna verður jarðvegurin frjórri. Magnesíum(Mg) Mikilvægt í viðhaldi á blaðgrænu grasplöntunar og hefur þvi áhrif á Ijóstillífun og þar af leiðandi blað- vöxt. Brennisteinn (S) Mikilvægur hluti af sumum amínó- sýrum sem mynda flest prótein i grasplöntunni. BórJB) Gulrófur, kál, gulrætur, kartöflur eru viðkvæm fyrir bórskorti. Molybden(Mo) Skortur á molybden kemur oft fram á fslandi hjá jurtum af krossblómaætt, t.d káli. Einnig gætir skorts hjá gulrót- um. Blómkál er einnig viðkvæmt fyrir molybdenskorti. Auk þessara efna eru sólarljós, vatn, koltvísýringur og súrefni plöntunni nauðsynleg við Ijóstillifun og öndun. Er garðurinn þinn áburðarþurfi? -tæé: :■%! -.‘V'S1-’ - * '' ■x* 'V*'"' ■ * ■',' ' 'V-ji-;' ■' ' s -'i'-'.'•;■..■’■ "''■' ■■■.■;' «'«■>: TURfiO KALK MtTRA váXTItRAFt., PeiWXKT crAsmattxkauci FUcker tm Oltom'_ I? 5KC3 ■ p ÍS * mssz O AburúatverKsml Po m AOuíMtv&rnBirMlon WflP o Aburdoruerksmiðjon

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.