blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 1
Þakmálun Husamálun í síma: 844-1011 eða á www.thakmalun.is Friálst, óháð & ókeypis! 100% eldbökun,100% ísl. ostur, 100%metnaður, 100% Rizzo" Si’mi .5777000 þriðjudagur 6.júní 2006 SfÐA 32 124. tölublað 2. árgangur ■ MENNING: Bölvun Rebusar Viðtal við spennusagna- höfundinn lan Rankin Sérblað um börn og uppeldi fylgir Blaöinu í dag ' í. FASTEIGNALÁN í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is m jpm |pw | 0k | 2,5% Miðaö við myntkörfu 3. Libor vextir 3.4.2006 FRJALSI Þingkonur mót- mæla vændi á HM í fótbolta DORGAÐ VIÐ SUÐURLANDSVEG Það þarf ekki að bregða sér langt til þess að njóta náttúrunnar. Þessi ungi veiðimaður renndi fyrir fisk í læk inni í Heiðmörk um helgina, kippkorn frá Blaðiö/Frikki þjóðveginum. Stórlaxarnir létu bíða eftir sér, en einhverjir bitu nú samt. Verulegar breytingar í ríkisstjórn væntanlegar Halldór Ásgrímsson á útleið og rætt um að framsóknarmenn fái Samgönguráðuneytið. Óásættanlegt er að skipulagt vændi og mansal eigi sér stað í tengslum við heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu í Þýskalandi segir 1 yfirlýs- ingu sem samþykkt var á ráðstefnu vestnorrænna þingkvenna í bænum Qaqorotq á Grænlandi í lok síðustu viku. f yfirlýsingunni er skorað á Al- þjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) að stöðva þetta athæfi enda telja þing- konurnar að FIFA ásamt skipuleggj- endum mótsins bera fulla ábyrgð í þessu máli og þeim beri að stöðva þetta athæfi. Fram hefur komið í fréttum að um 40 þúsund konur verði fluttar frá Mið- og Austur-Evrópu til Þýska- lands til þess að stunda vændi á meðan á heimsmeistarakeppninni fer fram þar í landi. Óánægja með KSl Þingkonurnar vestnorrænu eru hneykslaðar á þeirri takmörkuðu athygli sem þessi mál hafa fengið hingað til. Fjöldamargar stofnanir og samtök hafa gefið frá sér sams- konar ályktun en mikil óánægja er víða með það mansal sem tíðkast og látið er óáreitt í kringum íþróttavið- burði. Fyrir rétt rúmum mánuði mót- mæltu íslenskar kvennahreyfingar þessu sérstaklega með formlegri áskorun til þýskra stjórnvalda að þau beiti sér gegn mansali og kyn- bundu ofbeldi. Prestaþing ályktaði einnig að Knattspyrnusambandið skyldi beita sér gegn vændi á heims- meistaramótinu í sumar. Eggert Magnússon, formaður KSf, svaraði þeirri ályktun í viðtali við ríkisút- varpið að prestunum væri nær að líta í eigin barm. íslenskar þingkonur eru afar óánægðar með viðbrögð Knatt- spyrnusambands fslands. Hvernig sem forystukreppu Fram- sóknarflokksins lyktar er fyrirsjáan- legt að verulegar breytingar kunni að verða á ríkisstjórn íslands í kjöl- farið. Ljóst er að Halldór Ásgrímsson muni víkja úr stóli forsætisráðherra og að hann muni falla Geir H. Ha- arde, formanni Sjálfstæðisflokksins í skaut. Um leið er talið líklegast að framsóknarmenn endurheimti einn ráðherrastól, sem þeir létu af hendi þegar Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þeir munu því að líkindum þurfa að fylla tvo ráðherra- stóla áður en yfir lýkur. Á sínum tíma fengu sjálfstæðis- menn Umhverfisráðuneytið þegar framsóknarmenn tóku við lykla- völdum í stjórnarráðinu og yfirgáfu Utanríkisráðuneytið. Talið er líklegt að framsóknarmenn vilji það ekki aftur og finnist embætti utanríkis- ráðherra ekki henta nýjum forystu- manni flokksins vel. Um það hefur mjög verið rætt, að Finnur Ingólfsson snúi sér aftur að stjórnmálum sem arftaki Hall- dórs og heimildir Blaðsins herma að Guðni Ágústsson hafi verið með í ráðum hvað það varðar með sam- þykki Sivjar Friðleifsdóttur. Rót á ráðherraliði beggja flokka? Komi Finnur inn í ráðherralið Fram- sóknarflokksins hefur nokkuð verið um það rætt að hann yrði fjármála- ráðherra og af hálfu Sjálfstæðis- manna mun því ekki hafa verið tekið ólíklega. 1 skiptum fyrir Utanríkis- ráðuneytið vilja framsóknarmenn hins vegar fá meira aftur en Umhverf- isráðuneytið og munu þeir einkum horfa á Samgönguráðuneytið. Ekki er ljóst hvaða þingmaður Framsóknarflokksins yrði ofan á sem nýr ráðherra, en flestir, sem Blaðið ræddi við, töldu að Magnús Stefánsson, þingmaður Norðvestur- kjördæmis, kæmi sterklega til greina. Kjördæmið væri þeim mikilvægt og sýna þyrfti í verki að suðvestur- hornið hefði ekki tekið öll völd. Þetta hefði vitaskuld líka áhrif á ráðherralið Sjálfstæðismanna. Fari Ármi M. Mathiesen úr Fjármálaráðu- neytinu er ekki sjálfgefið að hann verði utanríkisráðherra, heldur er eins líktlegt talið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra og varaformaður flokksins, fari þangað. Þegar Blaðið fór í prentun í gær- kvöldi stóð Landstjórnarfundur Framsóknarflokksins ennyfir og allt á huldu um niðurstöðu hans. Heim- ildarmenn í Framsóknarflokknum sögðu ekki víst að nýr formaður yrði kjörinn fyrr en á landsþingi flokks- ins í haust, en að það myndi engu breyta um að Halldór myndi draga sig út úr ríkisstjórn. Segi Halldór sig frá þingmennsku mun Sæunn Stef- ánsdóttir, nýráðinn aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, koma í þing- flokkinn í stað Halldórs. m *£>a

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.