blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 8
8 i FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöiö Ölvaður á traktor Ökumaður traktors, sem grunaður var um ölvun við akstur, náði að sleppa undan eftirför lögreglunnar á Hvolsvelli með því að synda yfir Ytri-Rangá aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt fréttavefnum Suðurland. is var maðurinn á leið frá veitinga- stað á Hellu á traktor sínum þegar lögreglan gaf honum merki um að stöðva ökutæki sitt. Maðurinn sinnti því ekki en ók þess í stað í átt að Ytri- Rangá, yíir mela og mýrar, þar sem hann yfirgaf farartæki sitt og synti niður eftir ánni. Kallað var á björgun- arsveit til að hafa uppi á manninum en hann fannst ekki þrátt fyrir leit. Maðurinn gaf sig fram á sveitabæ ekki langt frá ánni síðar um nóllina. Skróning skuldobréfo i Kauphöll Islonds hf. Straumur Fjárfestingabanki hf. 1. flokkur 2006 1.000.000.000 kr. Nafnverö útgáfu: Heitdarnafnverð ftokksins er t .000.000.000 kr. og hafa öll skutdabréfin þegar verið setd. Skilmálar skuldabréfa: Skutdabréf 1. ftokks 2006 eru fimm ára óverðtryggð eingreiðslubréf, skutdabréfin bera enga vexti. Ávöxtun skutdabréfanna er háð vísitöiukörfu sem samanstendur af þremur ertendum vísitötum. Karfan er sett saman úr 20% Tokyo Stock Exchange REIT Index, 30% Dow Jones US Reat Estate Index, 50% EPRA Europe Price Index EUR. Skutdabréfin eru gefin út í ISK og höfuðstóll fæst endurgreiddur á tokagjalddaga í ISK. Breyting fasteignavísitölukörfu er hins vegar mæld í USD og fæst ávöxtun tengd fasteignavísitöiukörfunni annað hvort greidd í ISK eða USD á lokagjatddaga, að vati hvers eiganda skuldabréfsins. Höfuðstótt fasteignavísitölukörfu ræðst af viðmiðunargengi USD/ISK 12.04.2006. Krossgengi USD/ISK á útgáfudegi, 12.04.2006, nam 72,2. Krossgengi á afhendingardegi ávöxtunar (12.04.2011) ákvarðast af Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. kl. 11:00 þann dag. Gjaiddagi skuldabréfanna er 12. apríl 2011 og greiðist þá höfuðstóll þeirra. Þremur viðskiþtadögum eftir gjatddaga kemur tit greiðsia tengd hækkun ofangreindrar vísitötukörfu. Útgáfudagur var 12. apríl 2006 og eru skuldabréfin rafrænt skráð hjá Verðbréfaskráningu ístands hf. í 10.000.000 kr. einingum. Auðkenni flokksins í Kauphölt ístands hf. verður STRB 06 1. Skráningardagur: Kauphötl íslands hf. mun taka skuidabréfin á skrá þann 9. júní 2006 Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Straumi-Burðarási Fjárfestinga- banka hf„ Borgartúni 25,105 Reykjavík, sími 580 9100, fax 580 9101, www.straumur.net. Strdumur-Burddrás FJÁRFESTÍNGABANKI Sumarið er hættulegur tími fyrir ungmenni Niðurstöður kannana benda til þess að áfengis- og vímuefnaneysla unglinga stóraukist yfir sumartímann, slysa-og dánartíðni vegna umferðarslysa einnig og kynferðisofbeldi sé sífellt grófara. Ölvunarakstur ungmenna margfaldast við það að sækja útihátíð. Áfengisneysla ungmenna eykst um allt að helming milli ío. bekk í grunnskóla og fyrsta bekk í fram- haldsskóla samkvæmt könnun Lýð- heilsustöðvar á heilsu- og lífstíl ís- lenskra ungmenna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Saman-hóp- urinn hélt nýlega til að vekja athygli á sumrinu sem áhættutíma í lífi ungs fólk. Meðferðaraðilar finna fyrir aukinni áfengis- og vímuefna- neyslu meðal ungmenna á sumrin að sögn Hildar Bjargar Hafsteins, verkefnistjóra hjá Lýðheilsustöð. Vaxandi ofbeldi Saman-hópurinn hefur nú verið starfandi í tæp sex ár en hann sam- anstendur af fjölmörgum félagasam- tökum og stofnunum. I síðustu viku stóð hópurinn fyrir blaðamanna- fundi á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík þar sem markmiðið var að vekja athygli á sumrinu sem áhættutíma í lífi ungs fólk. Á fundinum voru m.a. lagðar fram fjölmargar rannsóknir og kannanir sem varða lífstíl íslenskra ungmenna. Imáli Margrétar Blöndal, hjúkrun- arfræðings á Neyðarmóttöku vegna nauðgana, kom fram að hópnauðg- anir færu vaxandi sem og grófara ofbeldi. Benti hún á að mikil tengsl væru milli áfengisneyslu og kynferð- islegs ofbeldis. I könnun Lýðheilsustöðvar um heilsu- og lífstíl íslenskra ungmenna kemur fram að þeir grunnskóla- nemar sem neyta áfengis séu lík- legri til að stunda kynlíf. Samkvæmt könnuninni notuðu 15% þeirra sem voru að stunda kynlíf engar getnað- arvarnir og 5% treystu á rofnar sam- farir. Könnunin sýndi ennfremur að áfengisneysla ungmenna eykst um allt að helming sumarið milli xo. bekk í grunnskóla og fyrsta bekk í framhaldsskóla. Þá var rifjuð upp á fundinum skýrsla sem Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa stóð að á sínum tíma en þar kom fram að 25% ökubærra framhaldsskóla hafa ekið undir áhrifum áfengis. Samkvæmt henni hafa þar að auki tæplega helmingur allra framhaldsskólanema setið i bíl sem farþegar þar sem ökumaður var ölvaður. {könnuninni kom fram að hætta á ölvunarakstri margfaldast við það að sækja útihátíð og er sum- arið lang hættulegasti tíminn en þá verða flest banaslys. I flestum til- vikum eru það ökumenn á aldrinum 17 til 20 ára sem valda slysunum. Foreldrar eiga ekki að sleppa aðhaldi Hildur Björg Hafstein, verkefnis- stjóri Lýðheilsustöðvar, segir sum- arið vera áhættutíma fyrir ungt fólk. Hún bendir á að meðferðaraðila finni fyrir aukinni vímuefna- og áfengisneyslu unglinga yfir sum- artímann. „Margt bendir til þess að að veruleg aukning eigi sér stað í áfengis- og vímuefnaneyslu ung- menna yfir sumartímann. Með- ferðaraðilar og þeir sem vinna við ráðgjöf finna fyrir aukinni neyslu ungmenna yfir þennan tíma en það hefur þó ekki verið vísindalega kannað.“ Hildur segir mikilvægt fyrir for- eldra að sleppa ekki reglum og að- haldi þótt sumarið sé komið. „For- eldrar eiga ekki að slaka á reglum yfir sumartimann. Það er mikil- vægt að þeir séu ekki að leyfa þeim að fara eftirlitslausum í partý, ferða- lög eða útilegur. Að sjálfsögðu ber þeim að virða reglur um útivistar- tíma og þeir eiga ekki að útvega ung- mennum áfengi né aðstöðu til að drekka. Langmikilvægast er þó að foreldrar verji tíma með börnunum og séu til staðar komi eitthvað upp á.“ Að sögn Hildar eru ýmis verkefni í gangi þar sem reynt er að draga úr líkunum á því að unglingar hefji áfengisneyslu. Bendir hún m.a. á óvissuferðir í lok samræmduprófa sem hafa skilað góðum árangri. „Þá er samstarf t.d. í kringum menn- ingarnóttina í Reykjavík og hvenær sem líklegt þykir að unglingar fari að drekka. I Hafnarfirði er t.d. sam- starfshópur sem vinnur beint með þá sem teljast í áhættuhóp og það starf hefur gefist mjög vel.“ Gengið um Viðey í sumar í sumar verða gönguferðir með leið- sögn öll þriðjudagskvöld í Viðey og meðal leiðsögumanna eru Örvar B. Eiríksson, verkefnisstjóri Viðeyjar, félagsmenn úr Myndhöggvarafélag- inu í Reykjavík, Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndagerðarmaður, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur, Jóhann Óli Hilmarsson fugla- fræðingur, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Örlygur Hálfdanarson Viðeyingur og síðast en ekki síst Sr. Þórir Stephensen fyrrverandi staðarhaldari. A inni Önnur ganga sumarsins næst kom- andi þriðjudag verður með Örvari B. Eiríkssyni sagnfræðing sem sérhæft hefur sig í sögu Viðeyjar. Verður gengið um þorp Milljónafélagsins í Viðey sem stóð í 36 ár. Einnig verður landbrotið í Viðey skoðað og nokkur af listaverkum Site-ations munu verða á vegi þátttakenda. Allar göngurnar hefjast klukkan 19:00 með siglingu úr Sundahöfn og taka rúma tvo tíma. Það er ókeypis í göngurnar utan ferjutolls sem er 750 kr. fyrir fullorðna og 350 kr. fyrir börn. Að auki er göngumönnum boðið upp á Kristal af Ölgerðinni. Ekki glata minningum! Settu bestu Ijósmyndirnar þínar á Ijósmyndapappír, til varöveislu um aldurog ævi. Þaö hefuraldrei verið auöveldara! Hvort sem myndir eru á CD, minniskorti, minnislykli eöa í blátannar síma. Þú skoöar og velur á snertiskjá og færð myndirnar á Fujifilm Crystai Archive endingarbesta Ijósmyndapappír í heimi. Verö aöeins frá 29.- kr. myndin! Skipholti 31, sími 568-0450 Ijosmyndavorur.is tíÉtHÉ FUJIFILM OFFICIOL imOGinG SPOnSOR LJOSMYNDIRNAR LIFNA VIÐ!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.