blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR ‘«wsa Gunnar áfram bæjarstjóri í Garðabæ Gunnar Einarsson var sam- hljóða ráðinn bæjarstjóri Garða- bæjar til næstu fjögurra ára á bæjarstjórn- arfundi á fimmtudaginn. Gunnar tók upphaflega við embætti bæjarstjóra fyrir rúmu ári, þegar Ásdís Halla Bragadóttir lét af því starfi. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafull- trúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Á þessum sama fundi var Páll Hilmarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar. Mikil verð- bólga á íslandi Frá maí 2005 til jafnlengdar árið 2006 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,4% að meðaltali í ríkjum EES, 2,5% á evrusvæðinu og 4,8% á Islandi. Á þessu tólf mánaða tímabili var mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu 7,1% í Lettlandi og 4,8% í Slóvakíu og á Islandi. Minnst var verðbólgan 1,5% í Pól- landi og 1,7% í Finnlandi. Gunnar Einarsson Breytinga tæpast von á ársfundi hvalveióiráðsins Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í gær á eyjunni St. Kitts í Karíbahafi. Árlegur fundur Alþjóða hvalveiði- ráðsins hófst í gær á eyjunni St. Kitts í Karíbahafi. Fréttastofa breska rík- isútvarpsins, BBC, segir ástæðu til að ætla að til tíðinda kunni að draga á fundinum. Þetta mat er ekki í samræmi við álit formanns sendi- nefndar íslendinga á fundinum og virðist ekki taka mið af því að auk=«-^' ins meirihluta er þörf innan ráðsins til að fá banni við hvalveiðum í atvinnu- skyni hnekkt. BBC segir að í fyrsta skipti í 20 ár séu nú teikn á lofti þess efnis að þjóðir sem hlynntar eru hvalveiðum hafi meirihluta í ráðinu. Er þessi breyting einkumrakintil Japanasem mörg undanfarin ár hafi þrýst á þróun- arríki um að ganga í hvalveiðiráðið. Um- hverfisverndarsamtök hafa mörg hver sakað þessi ríki um að greiða atkvæði með Japönum gegn þróunaraðstoð. Þessu neita jap- stæðrar skoðunar og telur að nýta beri hvalastofna fara Japanar. Joji Morishita, fulltrúi Japana í ráðinu, segir að verndarsjónarmið hafi verið úr hófi fram ráðandi innan samtakanna. Hófleg nýting og undir eftirliti sé ekki aðeins rétt- lætanleg heldur beinlínis æskileg. Undir þennan málflutning hafa Is- lendingar löngum tekið. Nú hafa fjögur ríki bæst í hóp hvalveiðiráðsþjóða og líklegt þykir að þrjú þeirra komi til með að styðja Japana á fund- inum. Þar með hafa þjóðir hlynntar hvalveiðum náð meirihluta í ráð- inu, að sögn BBC. Um 70 ríki eiga aðild að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Aukinn meirihluti vartfyrir hendi Þetta gæti haft margvíslegar breyt- ingar í för með sér. Japanar hafa látið að því liggja að á fundinum hyggist þeir beita sér fyrir því að hvalveiðibanninu sem komið var á árið 1986 verði aflétt. önsk stjórnvöld. Alkunna er að innan ráðsins hafa þjóðir sem andvígar eru hvalveiðum verið í meirihluta. Þar fara fremstir í flokki Ástralar, Nýsjálendingar og Bretar. Fyrir hópnum sem er and- Ekki er þó talið líklegt að látið verði á það reyna hvort meirihluti sé fyrir því innan ráðsins að banni við hval- veiðum i atvinnuskyni verði aflétt með sérstakri atkvæðagreiðslu. Til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði heimilaðar á ný þarf þrjá fjórðu hluta atkvæða 70 aðildarríkja ráðs- ins. Afar ólíklegt er að slíkur meiri- hluti sé fyrir hendi á fundinum. Innan hvalveiðiráðsins er það svo, að fulltrúar sumra aðildarþjóða láta ekki sjá sig á ársfundum þess. Staðan innan ráðsins verður því ekki ljós fyrr en fyrir liggur hverjir verða fjarverandi og ályktanir eru bornar undir atkvæði. Umhverfisverndarsamtök hafa að undanförnu látið til sín taka í nokkrum þeirra smærri þróunar- ríkja sem yfirleitt styðja Japana. Hafa þau með þessu leitast við að þrýsta á stjórnvöld um að styðja ekki þær breytingar sem Japanar mæla fyrir. Formaður íslensku sendinefnd- arinnar á fundinum er Stefán Ásgrímsson þjóðréttarfræðingur. Hann hefur sagt að engar Hkur séu á því að tillögur um takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni með sér- stökum skilyrðum verði samþykktar á ársfundinum. Uppsafnaður vikulestur á Blaðinu mælist 72,6% í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Lestur á íslenskum dagblöðum hefur aukist frá því í janúarmánuði ef marka má niðurstöðu nýjustu könn- unar Gallup sem birt var í gær. Meðal- lestur á tölublað Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hefur aukist og Blaðið bætir einnig við sig. Uppsafnaður lestur á Blaðinu yfir vikuna hefur aukist um tæp fjögur prósentustig, mælist nú 56,4% en var 52,8% í janúar. Uppsafnaður lestur yfir vikuna á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 95% af upplagi Blaðsins er dreift mælist 72,6%. Meðallestur á landsvísu á hverju tölublaði Blaðsins mælist nú 32,9% en var 32,4% í janúar- könnun Gallup. Meðallestur á hverju tölublaði Fréttablaðsins mælist nú 68,3% en var 62,6% í janúar. Uppsafnaður lestur yfir vikuna telst vera 90% en var 85,2% í janúar. Á höfuðborgar- svæðinu er uppsafnaður lestur 95% envar88,9% íjanúar. Lestur Morgunblaðsins hefur einnig aukist. I janúarkönnuninni mældist meðallestur á hverju tölu- blaði Morgunblaðsins 50,2% en hefur nú aukist um fjögur prósentustig. Uppsafnaður lestur yfir vikuna mæl- ist nú 79% en var 71,5%. Uppsafnaður lestur á Morgunblaðinu hefur einnig aukist um tæp sjö prósentustig á höf- uðborgarsvæðinu og er nú 83,2%. 7”sjónvarp tilvalið í bílinn, húsbílinn, fellihýsið eða tjaldvagninn *3,2sm þykkur flatskjár > innbyggðir hátalarar + eyrnatól > 12V rafmagnstengi fyrir bíla • spennubreytir fyrir 220V > hægt að nota sem skjá - AV tengi Ármúla 19 • 108 Reykjavík • Sími 568 1620 • www.gloey.is Pútín gefur ekkert upp um eftirmann Rússlandsforseti þvertekur fyrir að hann hyggist knýja fram breyt- ingar á stjórnarskránni þannig að hann geti boðið sig fram árið 2008. Tilnefnir að öllum líkindum eftirmann sinn. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, ítrekaði í gær að hann myndi ekki knýja fram breytingar á rússnesku stjórnarskránni og bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Pútín lét þessi ummæli falla á fundi með blaðamönnum í Sjanghæ í Kína. Þrátt fyrir að Pútín njóti mikilla vin- sælda meðal rússneskra kjósenda segir hann ótækt að breyta stjórnar- skránni til þess að hann geti haldið áfram að gegna embætti. Rússar munu kjósa sér nýjan for- seta í mars árið 2008 og talið er að líklegt að annaðhvort Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra, eða Dmítríj Medvedev, aðstoðarforsætisráð- herra muni taka við af Pútín. Forset- inn hefur lýst því yfir að hann muni tilnefna arftaka sinn, rétt eins og Boris Jeltsín fyrrum forseti tilnefndi hann á sínum tíma. Stjórnmálaskýrendur segja vin- sældir Pútíns slíkar að tilnefningin ein gæti fleytt annað hvort ívanov eða Medvedev í forsetaembættið. Hinsvegar gefur Pútín ekkert upp hvorn hann muni velja og lét í veðri vaka í gær að hugsanlega kæmi til greina að hann styddi einhvern annan en þá tvo. Hann sagðist ekki útiloka neinn í þessu sambandi og var ekki tilbúinn að nefna nein nöfn. Aðrir sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir eftirmenn Pútíns eru Sergei Sobíjanín, skrifstofustjóri forsetans, og Vladímír Jakúnín, yfir- maður lestakerfis landsins. Stjórnmálaumræðan í Rússlandi mótast mikið þessa dagana af vanga- veltum um hver muni taka við af Pútín. Stjórnmálaskýrendur segja þó að forsetinn muni ekki gefa upp um hvern hann vilji sjá taka við af sér fyrr en seint á næsta ári. Með því sjái hann til þess að hann sé í auga stormsins í stjórnmálaumræðunni í Rússlandi. En burt séð frá því hvern Pútín velur er líklegt að eftirmaður hans muni ekki marka nýja stefnU hjá stjórnvöldum Kreml og líklegt þykir að litil breyting verði á þeim áherslum sem Pútín hefur markað I innanríkis- og utanríkismálum. Dagblöðin í sókn samvæmt könnun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.