blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaAÍA
íslenska
þjóðin má
vera stolt
Ey j ó 1 f u r
Sverrisson,
þjálfarikarla-
landsliðsinsí
knattspyrnu,
segir að ís-
lenskaþjóðin
megi vera
stolt af því
að eiga knatt-
spyrnumann
eins og Eið Smára Guðjohnsen.
„Það er búið að vera skemmtilegt
að fylgjast með þessu. Þetta er
glæsilegur áfangi á glæsilegum
ferli Eiðs og allt gott um það
að segja. Það er draumur allra
knattspyrnumanna að spila
með liði eins og Barcelona."
Eyjólfur segir Barcelona vera
besta félagslið í heimi þessa
stundina. „Islenska þjóðin
getur verið stolt af því að eiga
leikmann í slíku félagsliði.
Eiður er mjög hæfileikaríkur
og það er alltaf erfitt að bera
leikmenn saman. Hins vegar
liggur fyrir og um það deilir
enginn, að Eiður er einn besti
knattspyrnumaður íslands
frá upphafi. Það er ánægjulegt
að sjá að að Eiður hefur verið
að bæta sig sem knattspyrnu-
maður og ætlar sér að bæta sig
enn frekar,“ segir Eyjólfur.
Spænski
boltinn
hentar
Eiði betur
Þórður Guðjónsson, sem spilaði
um tíma með liði Las Palmas
á Spáni, telur að spænski bolt-
inn henti Eiði
Smára betur
en sá enski
ef eitthvað er.
„Menn með
góða tækni
njóta sín mun
betur á Spáni.
Þar er spilaður
meiri fótbolti þórður Guðjónsson
með stuttu spili.
Eiður er snill-
ingur í stutta spilinu, þríhyrn-
ingsspili. Hans eiginleikar eiga
eftir að njóta sín mun betur á
Spáni, og hvað þá í liði eins og
Barcelona, heldur en þeir gerðu
nokkurn tíma á Englandi."
Þórður segir það vera stórkost-
legt að Eiður skuli vera á leið til
Barcelona. „Að ganga til liðs
við Evrópumeistarana er meira
en stórt skref. Margir höfðu
á orði að stjarna Eiðs væri að
falla, en hún virðist hafa skotist
enn hærra á stjörnuhimininn
ef eitthvað er. Ég held að Eiður
hafi alla burði til að standa sig
vel á Spáni."
Að sögn Þórðar verða mestu
viðbrigðin þau að mun meira er
um löng ferðalög á Spáni, sam-
anborið við á Englandi. „Hann
á þó eftir að venjast því. Svo
þarf hann náttúrlega að læra
bæði spænsku og katalónsku.
Það eru þó nokkrir Hollend-
ingar þarna og Eiður er hálf-
gerður Hollendingur svo þetta
verður ekki mikið vandamál
fyrir hann,“ segir Þórður.
Eyjólfur Sverrisson
Mjög erfitt að yfirgefa Chelsea
Eiður segir að með Barcelona muni hann spila framar en hjá Chelsea. Hann hlakkar til að
sýna hvað í honum búi. í samningnum kemur fram að Eiður verði að læra katalónsku.
Eftir Atla fsleifsson
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði
knattspyrnulandsliðsins, segir það
vera mjög erfitt að yfirgefa Chelsea,
en telur þó að þetta hafi verið rétti
tíminn til að leika með öðru félags-
liði og upplifa nýja hluti. Eiður Smári
hélt blaðamannafund í gær þar sem
hann svaraði spurningum íslenskra
blaðamanna um þá ákvörðun hans
að ganga til liðs við Barcelona. Eiður
var seldur frá Englandsmeisturum
Chelsea til Evrópumeistaranna í vik-
unni. „Það er ekki langt síðan við
hófum viðræður við Barcelona og
það tók ekki langan tíma að ganga
frá þessum samningi," segir Eiður.
Eiður segir að Frank Rijkaard,
knattspyrnustjóri Barcelona, hafi
fyrst tekið eftir því á Netinu að
Chelsea hefði hugsanlega áhuga á að
selja Eið til annars liðs. „Stjórnar-
menn Chelsea voru mjög hjálp
samir og sýndu mér mikla
virðingu í öllu þessu ferli
enda er ég búinn að vera
þarna í um sex ár. Það
var greinilegt að þeir
voru tregir til að selja
mig til annars liðs á
Englandi."
Ekki slæmur
félagsskapur
Að sögn Eiðs fann
José Mourinho
fyrir þvi í lok tíma-
bilsins að Eiður
hefði áhuga á að
róa á önnur mið.
„Ég veit að síðasta
tímabil var ekki mitt
besta á ferlinum og
því var ég ánægður og
róaðist mikið þegar ég
fann fyrir áhuga stórliða
í Evrópu á að fá mig til liðs
við sig. Það hafa nokkrir fé-
lagar mínir í Chelsea, sem eru
flestir að spila á HM núna, sent
mér skilaboð og þeir samgleðjast
mér,“ segir Eiður.
Frank Rijkaard hefur sagt Eiði að
hann vilji að Eiður spili framarlega
á vellinum en ekki á miðjunni þar
sem hann spilaði mest undir lokin
hjá Chelsea. „Við verðum líklega
fimm að berjast um þrjár framherja-
stöður í Barcelona. Rijkaard hefur
sagt að allir muni fá tækifæri með
liðinu svo ég hlakka til að sýna hvað
í mér býr. Ég vona að ég eigi nokkur
ár eftir á toppnum. Saviola mun ekki
snúa aftur til liðsins og Maxi Lopez
verður lánaður svo að eftir eru Ron-
aldinho, Eto’o, Messi, Giuly og ég.
Eiður Smári Guðjohnsen á fundi með blaðamönnum í gaer.
Blaóió/SleinarHugi
Þ e 11 a
er ekki
slæmur félagsþ-
apur,“ segir Eiður og hlær.
Góður samningur
Eiður heldur að spænski boltinn
muni henta sér ágætlega. „Ég held
það, þó að það eigi náttúrlega eftir
að koma í ljós. Ég tel þetta hins vegar
veraskrefuppáviðhjámér. Éghlakka
mikið til og tel að þetta hafi verið
r é t t i
tíminn til
að prófa eitthvað
nýtt. Það verður þó mjög erfitt
að skilja við Chelsea. Tíminn hjá
Chelsea er mér mjög kær. Ég hef lært
mikið, bæði sem knattspyrnumaður
og sem manneskja. Það hefur verið
mjög góður mórall hjá liðinu, enda
hefur Mourinho ætíð lagt mikla
áherslu á þann þátt. Ég vil hins
vegar horfa fram á við núna og það
er ein af ástæðum þess að ég segi
skilið við treyju númer 22,“ segir
Eiður sem mun spila í treyju númer
7 í liði Barcelona.
Arnór Guðjohnsen, faðir og um-
boðsmaður Eiðs, segir að hann
hafi verið í sambandi við nokkur
lið, meðal annars Real Madrid og
nokkur stóru liðanna á Englandi.
„Þegar Barcelona kemur inn í málið
tók við stutt en strembið samninga-
ferli. Ég er mjög stoltur af stráknum
og tel að hann geti bætt sig enn
frekar sem knattspyrnumaður. Fái
hann tækifæri hjá Barcelona þá er
alveg ljóst að nafn hans mun ekki
gleymast," segir Arnór. Eiður og
Arnór vildu ekki ræða launamálin,
en Arnór fullyrti að þetta sé besti
samningur sem Eiður hefur gert
á sínum atvinnumannsferli.
Mun læra katalónsku
Eiði líst vel á að breyta
um umhverfi. „Við
erum öll mjög ánægð.
Þaðverðurskemmti-
legt að læra nýtt
tungumál, bæði
spænsku og kata-
lónsku. Það
kemur m.a.s.
sérstaklega
fram í samn-
ingnum að ég
verði að læra
katalónsku
en íbúar Barc-
elona og ná-
grennis eru
mjög stoltir af
tungu sinni og
mér skilst að
skap íbúanna
hverju sinni ráðist
af því hvernig lið-
inu gekk um helgina,“
segir Eiður.
Hann segist fara sáttur
frá Chelsea. „Ég vann tvo
Englandsmeistaratitla með
liðinu. Ég hefði viljað spila
meira með liðinu á síðasta tíma-
bili, en ég lék þó stórt hlutverk. Mo-
urinho gaf mér stórt hlutverk hjá
liðinu svo það verður mjög erfitt að
yfirgefa liðið. Það er samt frábært
að ganga til liðs við Barcelona. Fyrir
mér er hálfur draumurinn búinn að
rætast. Ég á eftir að fara í búning-
inn, labba út á völlinn, sýna hvað í
mér býr og vonandi skora sem flest
mörk,“ segir Eiður.
atlii@bladid.net
„Karlapolitik að finnast borgarráð merkilegra”
Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, mun sitja í borgarráði síðustu þrjú ár kjörtímabilsins.
Eftir Atla fsleifsson
Svandís Svavarsdóttir, borgarfull-
trúi, mun skipa sæti Vinstri-grænna
í borgarráði síðustu þrjú ár kjörtíma-
bilsins, en Árni Þór Sigurðsson
fyrsta árið. Össur Skarphéðinsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
skrifar um það á heimasíðu sinni
að furðulegt sé að Vinstri-grænir,
sem skilgreina sig sem femínista-
flokk, hafi ákveðið að láta Árna Þór
Sigurðsson skipa sæti flokksins í
borgarráði.
Svandís segir þetta einungis vera
vinnufyrirkomulag sem hentar borg-
arstjórnarflokknum. „Við erum
tveir borgarfulltrúar VG og það voru
tvær stöður sem þurfti sérstaklega
að skipta á milli okkar tveggja; sæti
í borgarráði og að stýra borgarstjórn-
arflokknum. í því að stýra borgar-
stjórnarflokknum felst verkstjórn
þeirra sem sitja í borgarstjórn og í
nefndum og ráðum. Niðurstaðan
varð sú að ég myndi halda þræð-
inum frá því í kosningabaráttunni
og halda utan um hópinn fyrsta árið
okkar í borgarstjórn.“
Svandís síðustu 3 árin
Vinstri-grænir buðu fram í Reykja-
vík í fyrsta sinn undir eigin
merkjum i maí. „Við erum að stíga
okkar fyrstu skref inn í borgar-
stjórn sem sjálfstætt afl og ég vildi
gjarnan halda utan um hópinn
áfram með því að vinna áfram inn
á við gagnvart félaginu. Ég hef verið
framkvæmdastjóri Vinstrihreyfing-
arinnar- græns framboðs og kem
beint úr grasrótinni. Það er svolítið
minn vettvangur,“ segir Svandís.
Árni Þór Sigurðsson sat í borgar-
ráði fyrir R-listann á síðasta kjör-
tímabili. „Við sömdum um þetta
þannig að hann myndi sitja fyrsta
árið í borgarráði og ég færi með for-
mennsku í borgarstjórnarflokknum.
Að ári liðnu myndum við svo skipta
þannig að ég yrði í borgarráði síð-
ustu þrjú ár kjörtímabilsins. Árni
Þór mun þá taka við stjórn borgar-
stjórnarflokksins,“ segir Svandís.
Týpísk karlapólitík
Á heimasíðu Össurar kemur fram
að VG hafi átt kost á því að sýna jafn-
rétti og femínismann i verki með
því að kjósa Svandísi í merkustu og
voldugustu nefnd borgarinnar. „Þar
á VG nefnilega einn fulltrúa, og eðli-
legasti hlutur í heimi hefði verið að
Svandís, efsti maður listans, yrði
kjörin þar. Viti menn - „konan“ sem
þar situr fyrir VG er hins vegar með
kollvik og skeggrót ogheitir Árni Þór
Sigurðsson," segir á heimasíðunni.
Svandís tekur ekki undir þessi
orð Össurar. „Þetta er týpísk karla-
pólitík að finnast borgarráð merki-
legra og að það sé þar sem allir
valdaþræðirnir komi saman. Við
Árni Þór vinnum þó þannig að við
hittumst fyrir alla fundi og berum
saman bækur okkar. Þetta breytir
því litlu. Þetta er einungis vinnu-
fyrirkomulag sem hentar okkur og
Vinstri-grænum,“ segir Svandís.
atlii@bladid.net