blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 14
blaðiö Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. MEIRA AF ÞVÍ SAMA? Menn þurfa ekki að hafa dúxað í stjórnmálafræði 101 til að gera sér ljóst að staða Sjálfstæðisflokksins er gríðarlega sterk í ís- lenskum stjórnmálum nú um stundir. Völd flokksins eru al- mennt og yfirleitt í ágætu samræmi við það fylgi sem hann nýtur; Sjálfstæð- isflokkurinn er „þjóðarflokkur” fslendinga þótt ekki hafi hann (ennþá) náð því eftirsótta takmarki að geta talist þjóðlegastur flokka. Þá kórónu ber Framsóknarflokkurinn. Yfirburðastaða Sjálfstæðisflokksins í höfuðstaðnum kemur ekki á óvart. Nýr borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, er maður virtur og vinsæll. Merkilegra er hversu sterk staða Sjálfstæðisflokksins er á landsvísu. Þrátt fyrir langa setu í ríkisstjórn sýndu úrslit sveitarstjórnarkosninga fram á gíf- urlegt fylgi við þetta stjórnmálaafl. Skoðanakannanir hafa ítrekað leitt í ljós að flokkurinn hefur bætt við sig fylgi frá því í síðustu alþingiskosningum. Mikið rétt; skoðanakannanir eru aðeins skoðanakannanir og eina skoðana- könnunin sem mark er á takandi er sú sem kemur upp úr kjörkössunum, eins og stjórnmálamennirnir segir þegar andinn kemur yfir þá. Engu að síður hlýtur sterk staða Sjálfstæðisflokksins að teljast umtalsvert afrek. Nú hefur leiðtogi flokksins, Geir H. Haarde, tekið við embætti forsætis- ráðherra. Enginn sanngjarn maður getur efast um að hann er vel að því embætti kominn. Þar fer sérlega hæfur og reyndur stjórnmálamaður. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefur að vísu takmarkaðan tíma. Senn fer í hönd harður kosningavetur og hugsanlegt er að samstarf við Framsókn- arflokkinn og „helmingaskiptafyrirkomulagið” svonefnda, sem staðfest hefur verið enn á ný, eigi eftir að skaða Sjálfstæðisflokkinn. Það verður bara að koma í ljós, eins og stjórnmálamennirnir segja þegar andinn kemur yfir þá. Ýmsir binda vonir við að sjónarmið umburðar- og frjálslyndis fái nú aukið vægi þegar Geir H. Haarde er kominn til valda innan flokks og stjórnar. Hófleg bjartsýni er ráðleg í því efni. Davíð Oddsson kvartaði undan sífellt aukinni forræðishyggju og lífsháttastjórnun í eftirminnilegu viðtali þegar hann var á hátindi valda og áhrifa. Þrátt fyrir gríðarlegan skriðþunga tókst þeim ágæta manni ekki að hefta markvissa þróun í átt til barnfóstrusamfélagsins. Eftirlitshyggja og vantrú á dómgreind og getu alþýðu manna til að ráða eigin lífi er sameinandi fyrirbrigði í íslenskum stjórnmálum. En nú ætti að vera lag fyrir málsvara frjáls- og umburðarlyndis að láta til sín taka innan Sjálfstæðisflokksins. En meðal annarra orða; er þá að finna innan fyrirtækisins? Asgeir Sverrisson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur GRÓANDINN |,fi, <‘KASKER Ofí kÍHRÍl t lt innvERmim Ahugavert og fræðandi tímarit um garðyrkju, grænmeti, skógrækt og W$\ skreytingar h'i ík(íh unm HIPPAUtfí T fíRÓoVllHÍS 'U«r,Ki r jossi,áuui \ MfíSuuAKm i tMMVw’ I* ; Mör«'«tliMnMVMH„,, Hi.' og nuummnc '"MUl ' *"B,un amiúii’. . Áskriftarsími Auglýsingar 51 0 3744 b at >ið— 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöiö MfiTDflV, MaydAY// ViÐ mrn * UPP&ÖtVa-v HöpuvStövWR TENGSMNETS ísler/skra KxKlmannA. f’Errfl ER JAFNVEÍ- EWN SVUGGfíLU&Rfl EiV í \ S, >lEFfiPI77Vl 02 RÁtU/M WK]M'tCi/RtMnz Inn og út úr ráðuneyti Það eru takmörk fyrir því hversu margar innáskiptingar mega vera í knattspyrnuleik en það virðast engin takmörk fyrir innáskipt- ingum í ríkisstjórn Islands. Niður- staðan getur ekki orðið góð. Það er satt að segja orðið æði erf- itt að halda í við ríkisstjórnina þegar kemur að mannabreytingum innan hennar. Ráðherrar skjótast inn í ráðuneyti og eru svo reknir úr þeim aftur og aðrir settir í þeirra stað. Erf- itt er að skýra þessar breytingar á þann veg að þarna sé ríkisstjórnin að huga að þjóðarhag. Það er farið að hvarfla að manni að ríkisstjórnin hafi engan tíma til að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar og líklegt er að hún sé búin að steingleyma því að einmitt það á að vera eitt af höf- uðverkefnum hennar. Dyntir, geð- vonskutilburðir og þreyta eru farin að setja ískyggilegt mark á störf hennar. Leiðtogar stjórnarflokk- anna ættu að hafa sitthvað þarfara að hugsa um en það hvaða ráðherra þeir eigi að henda út úr ráðuneyti þann daginn og hvern þeir eigi að fá í hans stað. Þetta sífellda rennerí er orðið ansi þreytandi. Ég þori varla að hugsa til vesalings starfsmanna nokkurra ráðuneyta sem eru sífellt að fá nýja yfirmenn. Ef mér væri boðið upp stöðugar innáskiptingar á mínum vinnustað myndi ég fórna höndum og veina: Er virkilega engin stjórn á þessum vinnustað? Og ég myndi sannarlega hafa þó nokkuð til míns máls. Stjórnlaust land Landið virðist nokkurn veginn stjórnlaust. Nýr forsætisráðherra er að læra á starfið. Hann virðist reyndar eiga erfitt með að muna að hann er ekki lengur utanríkisráð- herra því hann hefur tekið að sér verkefni sem nýr utanríkisráðherra ætti að vera að sinna, sem er varnar- viðræður við Bandaríkjamenn. Þær munu taka tímann sinn og starfs- menn forsætisráðuneytisins fá því kannski ekki oft tækifæri til að líta yfirmann sinn augum það tæpa ár sem hann hefur til að sanna sig í embætti. En sennilega tók Geir Ha- Kolbrún Bergþórsdóttir arde þetta verk að sér af hugulsemi við Valgerði Sverrisdóttur. Hún er illa farinn eftir hótanir umhverf- isverndarsinna sem sögðust vilja drekkja henni. Haukarnir í Wash- ington myndi sennilega leggja sálar- líf hennar endanlega í rúst. Tættur stjórnarflokkur Ég hef alltaf haldið að það væri mikið vandaverk að vera ráðherra í ríkisstjórn. Þegar maður horfir á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gæti maður haldið að það væri lítið verk og löðurmannlegt. Auðvitað er ekki svo. Svo að segja hver einasti þegn þess lands sem hefur verið út á vinnu- markaði veit að það er enginn leikur að hefja nýtt starf. Það tekur sannar- lega tímann sinn að ná tökum á því. Þess vegna mega menn ekki stunda sífellda tilraunastarfsemi í ráðherra- skiptingum. Og þegar menn verða ráðherrar vegna þess eins að það þarf að friða ákveðna kjarna innan stjórnarflokks þá verður manni óneitanlega um og ó. Flokkur sem vinnur á þann veg þarf að draga sig í hlé og fara í endurhæfingu fjarri heimsins glaumi. Hinn dæmigerði ráðherra Fáir stjórnmálamenn eru jafn bros- mildir og nýir ráðherrar á fyrstu embættisdögunum. Þá hugsar maður, eins og saklaust barn: Þarna er manneskja sem vill virkilega gera gagn og vinna fyrir þjóð sína. Svo líða dagar, vikur og mánuðir og nýi ráðherrann hefur gjörbreyst. Hann er orðinn afundinn, móðgun- argjarn og þumbaralegur. í hvert sinn sem hann sést í fjölmiðlum ber hann með sér að hann vilji vera alls staðar annars staðar. Enda svarar hann flestum gagnrýnum spurn- ingum fjölmiðlamanna með orð- unum: Þetta er nú bara alls ekki rétt hjáþér... Ráðherrar Islands eiga að vinna fyrir fólkið í landinu en manni finnst ansi oft að þeim standi ná- kvæmlega á sama um fólk. Af hverju á þjóðin að þola slíka ráðherra? Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið klipptogskorld@vbl.is Undarleg fréttaskýring birtist í Morg- unblaðinu á fimmtudag. I henni full- yrðir blaðamaðurinn, Halla Gunn- arsdóttir, að Mahmoud Ahmadinejad, forseti (rans, hafi ekki krafist þess að ísrael yrði eytt. Halla er að vfsaíummælisemvorulátin falla á ráðstefnu í Teheran sem bar nafnið: „Veröld án síonisma," og skaut mörgum skelk í bringu. Halla segir að vandræði með túlkun úr pers- nesku hafi orðið til þess að orð Ahmadinejad hafi verið oftúlkuð. Hann hafi ekki sagt að það ætti að þurrka (srael út af kortinu en hafi eingöngu verið að tjá ósk sína um að ísraelsk stjórnvöld ættu að hverfa af spjöldum sög- unnar. Blaðamaðurinn vísar til skrifa banda- ríska prófessorsins Juan Cole um málið. Af einhverjum ástæðum minnist Halla ekk- ert á hversu umdeild túlkun Cole á ummælum Ahmadinejad er. Þekktir íranskir þýðendur eins og Sohrab Mahdavi eru ósammála túlkun Cole og vert er að benda á, eins og kemur fram í nýlegri grein í New York Times, að í opinberri enskri þýðingu á ræðu forsetans er ávallt talað um að þurrka fsrael út af kortinu. Breski blaðamað- urinn Christopher Hitchens hefur beinlínis rökstutt áskanir sínar um að Cole hagræði sannleikanum í rökstuðningi fyrir túlkun sinni á orðum forsetans. Nú er umræðan um túlkun á orðum Ahmad- inejad afar áhugaverð. Þess vegna erfurðulegt að Morgunblaðið fjalli aðeins um eina hlið málsins og birtir fréttaskýringu sem byggir að- eins á orðum umdeilds bandarísks prófessors. Þetta er ekki síst furðulegt í Ijósi annarra um- mæla forsetans um (srael. Enginn styr stendur um túlkun þeirra. Rétt er að vara þá lesendur Blaðsins sem þykir Bítlalagið „When lm Sixty Four" leiðinlegt við því að skrúfa frá útvarpinu á morgun, sunnu- dag. Sérstaklega er varasamt að stilla á Rás2 og Bylgjuna. Ástæðan er einföld. Paul McCartney verður sextíu og fjögurra ára og í Ijósi þess yf- irgengilega frumleika sem einkennir íslenskt dagskrárgerðarfólk má búast við þvf að lagið verði leikið látlaust allan daginn. orn@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.