blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 21
blaðið LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 SAGA I 21 Rœtur Fjallkonunnar Þó að Fjallkonan sé holdgervingur Islands og gjarnan sé talað um að hún eigi sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál fer því fjarri að hún sé sérís- lenskt fyrirbæri. Þvert á móti á hún sér margar systur í öðrum löndum. Þannig er Fjallkonan íslenska til að mynda náskyld Brittanníu þeirri bresku, Helvetíu þeirri svissnesku og Germaníu þeirri þýsku. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla íslands segir að frummynd þeirra allra sé Maríannan franska sem megi bæði tengja við gyðjuna Pallas Aþenu (sem Rómverjar kölluðu Mínervu) og Frelsisstyttuna í New York. Mar- íannan er afsprengi frönsku bylting- arinnar og stendur fyrir þau þrjú meg- ingildi sem franska lýðveldið byggist á: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Tákn lýðveldissinna Guðmundur Oddur segir að allar þessar konur hafi verið tákn lýð- veldissinna og baráttunnar gegn kon- ungsveldinu. „Þetta var klárlegabar- áttutákn u p p h a f- lega enda sér maður að þeir sem taka það upp á Islandi eru þeir sem berj- ast gegn d a n s k a konungs- ve 1 d i n u og fyrir sjálfstæði íslendinga. Þeir voru að berjast gegn hnattvæðingu þess tíma og nýlendustefnunni,“ segir Guðmundur Oddur og bætir við að menn virðist vera búnir að gleyma uppruna táknsins nú á dögum. Oft megi sjá skopstælingar eða nýstár- legar útfærslur af þessu gamalgróna tákni. „Það hlægilegasta sem ég hef séð var mynd sem birtist í DV fyrir nokkrum árum af Fjallkonunni í Ár- borg þar sem hún flutti ávarp sitt í sundlauginni í Hveragerði. Þar var Fjallkonan hálf hafmeyja sem var borin af fjórum fermingardrengjum yfir sundlaugina og skátar stóðu heiðursvörð fyrir aftan,“ segir Guðmundur. Fjallkonan utan á öllu Nú á dögum eru margir við- kvæmir fyrir notkun þjóðlegra tákna á vörum og í auglýsingaskyni og hefur notkun þjóðfánans og skjaldarmerkisins meðal annars valdið deilum. Fjallkonan er fáséð á munum og söluvarningi nú til dags en svo hefur þó ekki alltaf verið. Á millistríðsárunum var algengt að mynd hennar prýddi umbúðir utan um alls kyns varn- ingog segir G u ð - mundur að það h a f i t e n g s t þjóðarvit- undþjóðar semhafiný- fengið full- veldi. „Það er stundum sagt að Disn- eyland sé til að Ameríkan- anir trúi því að þeir séu til og það má segja að Fjallkonan hafi gegnt svip- uðu hlutverki fyrir okkur. Eftir 1918 og fram að lýð- veldisstofnun var hún nán- ast utan á öllu svo sem kaffibaunum, leðurfeiti, súkkuðlaðiumbúðum og kaffibaunum,“ segir Guðmundur en bendir jafnframt á að þess háttar þjóðarvitund hafi mátt greina á öðrum sviðum samfélagsins, ekki síst í list og skáldskap. „Það var skylda þessarar kynslóðar að hjálpa þjóðinni að trúa að hún væri til. Það fóru allir í það verk, hvort sem menn voru tónskáld, myndlistarmenn eða ljóðskáld," segir Guðmundur Oddur. Fjallkonan hefur birst í ýmsum myndum í gegnum tíðina og þetta gamla tákn hefur verið notað í ólík- um tilgangi eftir tíðarandanum. Fyrir tveimur árum vakti ritstjórn tímaritsins Reykjavík Grapevine upp umræðu um fjölmenningarlegt samfélag á Islandi með því að birta mynd af hörundsdökkri stúlku i gervi Fjallkonunnar fríðu. Fjallkonan á sér margar hliðstæður hjá erlendum þjóðum svo sem Brittaníu, Helvetíu og Maríönnu sem hér sést á frægri mynd franska málarans Eugéne Delacroix. Fjallkonan efur komið fram á þjóðhátíðarhöldum hér á landi frá upphafi. Hér flytur Anna Kristín Arngrímsdóttir ávarp hennar á Austuvelli árið 1975. Kökubox með mynd af Fjallkonunni sem nú er á Árbæjarsafni. Á millistríðsárunum var mynd Fjallkonunnar notuð utan á varning af öllu tagi og segir Guðmundur Oddur Magnússon að það hafi tengst þjóðarvitund Islendinga sem hafi nýfengið fullveldi. Brittanía, tákngefingur Bretlands og systir íslensku Fjallkonunnar Margar af okkar helstu leikkonum hafa brugðiö sér í gervi Fjallkonunnar í gegnum tíðina og hvílir alla jafna mikil leynd yfir því hver verður fyrir valinu. Hér er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, í gervi Fjallkonunnar á Austurvelli 2000.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.