blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöið
Vegið að réttindum samkynhneigðra
Alþjóðleg mannréttindasamtök á
borð við Amnesty International og
Human Rights Watch eru meðal
þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum
sínum af réttarstöðu samkyn-
hneigðra og skorts á umburðar-
lyndi í þeirra garð í nokkrum
ríkjum Austur-Evrópu. Samkyn-
hneigðir hafa mætt miklu mótlæti
í nokkrum af fyrrum kommúnista-
ríkjum í Austur-Evrópu, víða hafa
borgaryfirvöld reynt að koma í veg
fyrir samkomur þeirra og nýlega
var ráðist á þátttakendur í sam-
komu samkynhneigðra í Rússlandi
og í Rúmeníu.
I Póllandi gætir mikillar óvildar
í garð samkynhneigðra i röðum
stjórnmálamanna sem fara ekki í
launkofa með hana. Á síðasta ári
líkti til dæmis Kazimierz Marc-
inkiewicz forsætisráðherra Póllands
samkynhneigð við sjúkdóm sem
þyrfti að koma í veg fyrir að breidd-
ist út. „Ef einhver reynir að smita
annan með samkynhneigð sinni
verður ríkið að grípa inn i,“ sagði
Marcinkiewicz. „Samkynhneigð er
ekki eðlileg. Fjölskyldan er eðlileg
og ríkinu ber skylda til að vernda
hana,“ bætti hann við.
Robert Biedron talsmaður rétt-
indasamtaka samkynhneigðra í Pól-
landi segir að ástandið hafi versnað
eftir að hægri flokkurinn LPR gekk
til liðs við samsteypustjórn landsins
í síðasta mánuði.
Þriðjudaginn 20. júní
blaðiðu.
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnaisdóttii • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is
Mannkynið í útrýmingarhættu?
Stjórnmálamaðurinn Wojchiech Wi-
erzejski sem kemur úr röðum LPR
hefur gengið lengst og meðal annars
farið fram á að gerð verði rannsókn
á því hvort tengsl kunni að vera
milli samtaka samkynhneigðra og
barnaníðinga og skipulagðrar glæpa-
starfsemi. Hafa réttindasamtök sam-
kynhneigðra og fleiri fordæmt þessi
ummæli.
Forseti Póllands Lech Kaczynski
sem áður var borgarstjóri í Var-
sjá bannaði samkomur samkyn-
hneigðra í borginni í fyrra og hitt-
eðfyrra. „Ég hef ekki í hyggju að
ofsækja samkynhneigða eða standa
í vegi fyrir því að þeir komist áfram
í samfélaginu. Það er samt engin
ástæða til að hvetja til hennar (sam-
kynhneigðar) því að það hefði í för
Réttarstaða samkynhneigðra í nokkrum fyrrverandi kommúnístarikjum Austur-Evrópu er ekki jafnsterk og vestar í álfunni. Sums staðar hafa yfirvöld komið í veg fyrir samkomur
þeirra og komið hefur til alvarlegra átaka þar sem göngur hafa farið fram. Myndin er frá Hinsegin dögum í Reykjavík í fyrra.
með sér að mannkynið myndi smátt
og smátt deyja út,“ sagði hann þegar
hann var í opinberri heimsókn í
Þýskalandi í mars á þessu ári.
Þrátt fyrir orð sín og gerðir hafa
bæði Marcinkiewicz og Kaczynski
heitið því að vinna gegn mismunun
í garð samkynhneigðra.
Skoðanir andstæðinga samkyn-
hneigðra í Austur-Evrópu fá ekki
aðeins hljómgrunn meðal stjórn-
málamanna heldur einnig innan
kirkjunnar sem hefur styrkt sig
mjög í sessi víðast hvar í kjölfar
hruns kommúnismans snemma á
tíunda áratugnum.
Staða kaþólsku kirkjunnar er til
að mynda afar sterk í Póllandi og
afstaða hennar til samkynhneigðra
á nokkurn þátt í því að efla óvild í
þeirra garð.
Brýtur gegn
mannréttindasáttmálum
Nokkrir stjórnmálamenn frá
ríkjum í Vestur-Evrópu tóku þátt
í göngu samkynhneigðra í Varsjá á
dögunum. Með því vildu þeir sýna
samstöðu með þeim og jafnframt
láta í ljósi áhyggiur sínar af stöðu
þeirra í landinu. I þeim hópi var Mi-
chael Cashman breskur þingmaður
á Evrópuþinginu. „Pólverjar hafa
gengið í Evrópusambandið. Sömu
reglur eiga við í öllum 25 ríkjum
þess, þar á meðal er kveðið á um
virðingu fyrir minnihlutahópum,”
sagði Cashman og bætti við að
nokkuð vantaði upp á í þeim efnum
í Póllandi.
Jafnframt hafa ýmis mannrétt-
indasamtök lýst yfir áhyggjum
sínum af ástandinu og bent á að
Pólland eigi aðild að alþjóðlegum
mannréttindasáttmálum sem beri
að virða.
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILANNA
Ráðist á göngufólk
I Varsjá, höfuðborg Póllands, var
gleðiganga samkynhneigðra heim-
iluð í ár en undanfarin tvö ár hafa
borgaryfirvöld bannað hana. Þús-
undir tóku þátt í samkomunni sem
var tiltölulega friðsamleg í saman-
burði við göngur samkynhneigðra
í öðrum borgum í Austur-Evrópu.
Ekki kom til alvarlegra átaka milli
göngumanna og mótmælenda og
vilja sumir þakka það heimsmeist-
arakeppninni í knattspyrnu sem
hófst sömu helgi og gangan fór
fram.
Hópar hægri sinnaðra andstæð-
inga samkynhneigðra höfðu boðað
mótmæli á sama tíma og gangan
fór fram en hætt var við þau á síð-
ustu stundu vegna keppninnar.
Göngumenn grýttir
Sömu sögu er ekki að segja af
göngu samkynhneigðra í Búkarest,
höfuðborg Rúmeníu, en þátttak-
endur í henni sem voru um 500
talsins urðu fyrir aðkasti óeirðas-
eggja sem köstuðu meðal annars í
þá eggjum, steinum og flöskum.
Skömmu áður en gangan fór
fram fordæmdu fulltrúar réttrún-
aðarkirkjunnar og íhaldssamra
hópa samkynhneigð sem þeir segja
vera í senn siðlausa og óeðlilega.
í Moskvu var einnig ráðist á hóp
samkynhneigðra sem sniðgekk
bann borgaryfirvalda við sam-
komu þeirra í lok síðasta mánuðar.
Lögreglumenn, nýnasistar og þjóð-
ernissinnar ásamt fleirum börðu
og áreittu fjölda homma og lesbía
sem tóku þátt í samkomunni. Eftir
að þeim hafði verið neitað um leyfi
til að halda opinbera samkomu
Gleðiganga samkynhneigðra í Varsjá var friðsamlegri en óttast var og vilja margir
þakka það heimsmeistarakeppninni (knattspyrnu sem hófst sömu helgi og gangan
fór fram. Sömu sögu er ekki að segja um sams konar göngur í Moskvu og Búkarest.
ákváðu þátttakendur að leggja auknum réttindum ætti margt
blóm að leiði óþekkta hermanns- sameiginlegt með baráttunni
ins. Með því vildu þeir sýna fram gegn uppgangi fasismans i síðari
á að barátta samkynhneigðra fyrir heimsstyrjöldinni.