blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaðið Bílaleigubílar erlendis - sparaðu tíma, peninga 03 fyrirhöfn. '*v 375.000 bíla floti ÍMri eri 00 löridurn urn allar) rieirn. Meira en 3000 afgreióslustaðir meöal annars á öllum stærri flugvöllum. Fara Svíarnir alla leið? Reulers Stuðningskonur sænska landsliðsins heilsast fyrir leik Svía gegn Paragvæ í HM á fimmtu- dag. Ljóst er að sænskir stuðningsmenn þurfa að sýna mikla samstöðu i komandi átökum. Óljóst er hvort knattspyrnulandsliðið komist áfram í 16-liða úrslit á HM og handboltalandsliðið þarf sigur gegn í íslendingum í Laugardalshöllinni f dag ætli það sér að taka þátt í næsta stórmóti. VOLVO • FOR D • MAZDA • TOYOTA BÍLHUSIÐ www.bilhusid.i5 Véla- og hjólastillingar. Tímareimaskipti, bremsuviðgerðir, smurþjónusta og allar almennar viðgerðir. Smlð|uvcgi 60 (Rauð gota). Kópavogl • S(ml 5S7 7540 - 554 6350 í'i STÓRKOSTLEGRIFRAMMISTÖÐU FAGNAÐ Besti knattspyrnumaður allra tíma fagnar meistaratöktum argentíska landsliðsins í Gelsenkirchen í gær. Argentínumenn lögðu Serba með sex mörkum gegn engu og Ijóst er að erfitt að verður að stöðva þá í næstu leikjum. Reuters Fjörugar forsetakosn- ingar hjá Real Madrid Þeir sem telja að hefðbundin stjórn- mál einkennist af undirferli, lygum og prettum í garð andstæðinga hafa ekki kynnt sér stjórnmál knattspyrn- unnar. Framundan eru kosningar um forseta frægasta knattspyrnu- liðs heims, Real Madrid, og er bar- áttan vægast sagt skrautleg. Um sjötíu þúsund manns eru með- limir í félaginu og hafa þeir allir kosn- ingarétt. Á fimmtudag tilkynntu fimm menn um framboð sitt til for- seta félagsins. Sumir frambjóðendur hafa lofað stuðningsmönnum að nýjar stórstjörnur gangi til liðs við félagið fái þeir brautargengi á meðan aðrir lofa miðum á rokktónleika og aðgangi að vinsælum næturklúbbum gegn stuðningi. Juan Miguel Villar, forrikur verk- taki sem hefur auðgast á að umbreyta fyrirtækjum sem stóðu á barmi gjald- þrots, er talinn hafa stuðning stjórnar Real Madrid í forsetaembættið. Auk hans eru í framboði athafnamaður- inn Juan Palacio, lögfræðingarnir Ramon Calderon og Arturo Baldas- ana og svo Lorenso Sanz, sem var for- seti félagsins frá 1995 til 2000. Miðar á tónleika The Who Kosningabaráttan hófst þegar Villar lýsti því yfir að hann ætti samn- ingaviðræðum við Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, um að hann kæmi til Madrid og sæi um knattspyrnustjórn liðsins. Þetta varð til þess að Calderon lofaði því að brasilíski leikstjórnandinn Kaka myndi ganga til til liðs við Madrid yrði hann kosinn auk þess sem hann myndi fá Fabio Capello, sem er nú hjá Juventus, til þess að stjórna lið- inu. Baldasono þurfti að svara þessu og lofaði að hann myndi kaupa hinn eftirsótta miðjumann hjá franska liðinu Lyon, Mahamadou Diarra, og á veggspjöldum sem hanga uppi um miðborg Madridar lofar hann stuðn- ingsmönnum miða á tónleika með listamönnum eins og Shakiru, Ge- orge Michael, The Who og spænsku rokkhljómsveitinni E1 Canto del Loco. Spænsku rokkararnir voru reyndar ekkert of hrifnir af uppátækinu enda eru þeir gallharðir stuðningsmenn Atletico Madrid og hafa hótað Bald- asano lögsókn. Calderon brást við þessu með því að reisa mikið tjald fyrir framan Santiago Bernabeu, leikvang liðsins, þar sem menn geta fylgst með leikjum spænska lands- liðsins á HM. Hann lofar einnig stuðningsmönnum miða á diskótek og ókeypis lagaaðstoð fyrir hvern og einn sem samsvarar um 40 þúsund krónum á ári. Rýr uppskera Á sama tíma og frambjóðendurnir yfirbjóða hver annan ganga ásak- anir um svindl og óheiðarleika á víxl. Real Madrid hefur hvorki unnið spænsku deildina né Meistaradeild Evrópu í þrjú ár þrátt fyrir að fyrrum forseti, Florentino Peres, hafi keypt „galacticos” eins og Zinedine Zidane, Roberto Carlos, Ronaldo og David Beckham til liðsins. Þetta þykir ansi rýr uppskera hjá Real Madrid og vilja stuðningsmenn liðsins sjá breytingar. Það styttist í leikslok ferilsins hjá helstu stórstjörnum liðsins og þess vegna liggur á að byggja upp liðið á ný. Endalaus kaup á stórstjörnum hafa ekki borið árangur en miðað við loforðaflauminn hjá forsetaframbjóð- endunum verður að telja líklegt að litlar breytingar verði þar á í náinni framtíð. Tékkland - Gana Kl. 16 Leikstaður: Köln Veðbankarnir: Sigur Tékka á HM: 25/1 Sigur Gana á HM: 300/1 Staðreyndir um leikinn: • Tveir helstu framherjar Tékka, Milan Baros og Jan Koller, eru meiddir og því mun reynslubolt- inn Vratislav Lokvenc fylla skarð þeirra. • Ganamennirnir Asamoah Gyan and Sulley Muntari fara í leik- bann fái þeir spjald í leiknum. Ítalía-Bandaríkin II E-riðill Kl.19 Leikstaður: Kaiserslautern Veðbankarnir: Sigur Itala á HM: 10/1 Sigur Bandaríkjanna á HM: 200/1 Staðreyndir um leikinn: • Francesco Totti verður með Itölum og hugsanlegt er að Genn- aro Gattuso verði leikfær. • Landon Donovan verður hugs- anlega færður á miðjuna eftir að hafa leikið í fremstu víglínu á móti Tékkum. - bókaðu bílinn heima: 0461 6010 Kl.13 Leikstaður: Frankfurt Veðbankarnir: Sigur Portúgals á HM: 22/1 Sigur írans á HM: 750/1 Staðreyndir um leikinn: • Miðjumaðurinn Deco verður með í leiknum en hefur glímt við meiðsli á ökkla. • Reyndasti leikmaður Irana, Ali Daei, hefur lýst því yfir að hann sé klár í slaginn þrátt fyrir að hafa fundið fyrir bakeymslum í leiknum á móti Mexíkó. BILALEIGA AKUREYRAR Alamo þínar þarfir - okkar þjónusta. ■ HM-leikir dagsins Portúgal - íran Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is c h it v s 1. E K .1 E EI* DOnii E SKODA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.