blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 18
18 I MATUR
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöiö
1%
Grillað að hœtti sannra föðurlandsvina
Að mati margra Suðurríkjamanna er aðeins ein ieið til þess að grilla svfnarif. John
Ashcroft, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er því ósammála.
Vertu klór
rir sumarið!
Loftkœlar og varmadœlur
fyrir skrifstofur
og töivurými.
ÍS-hÚSÍð 566 6000
John Snow sagði af sér á dögunum
en varla hefur það verið vegna þess
að hrásalatið hans sé svona vont.
Stjórnmálaskýrendur telja líklegra
að ástæðuna sé að finna i getuleysi
hans í að vinna ákveðnum stefnu-
málum forsetans fylgi.
Takið hálfan kálhaus, hálfan haus af rauð-
káli og slatta af radísum og skerið niður.
Blandið saman tveim bollum af majónesi,
hálfum bolla af radísum, einni matskeið
af sykri, einni matskeið af sítrónusafa, rífið
smá lauk og baetið við einni teskeið af salti
(helst koher salti).
Blandið saman og hellið yfir kálið.
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
sími 552 5744
Giró- og kreditkortþjónusta
Ted Nugent er ekki frá Ohio en hinsvegar er mjög gott að hlusta á tónlist hans
þegar grilla á nautasteik að hætti heimsborgara í Ohio
Grilluð nautasteik að
hœtti heimsborgara í Ohio
Því miður láta margir stjórnmála-
skoðanir ráða matarsmekk sínum
og sökum þess hve umdeildur Ge-
orge Bush er hér á landi vilja ekki
ef til vill allir grillarar prófa grill
að hætti hans. En engin ástæða er
til þess að hætta að grilla þótt að
George Bush geri það. Eins og fyrr
segir er grillmenning Bandaríkj-
anna með þeim hætti að allir geta
fundið eitthvað sitt hæfi. Þessi
uppskrift er ættuð úr bænum
Greenville í Ohio,
Klæðið ykkur í bol merktan
bandarísku hljómsveitinni Lynard
Skynard og setjið uppáhalds Ted
Nugent plötuna ykkar á fóninn.
Takið slatta af „rib eye” steikum
sem eru búnar að standa í ólivíu-
olíu í stofuhita í tæpan klukkutíma
og smellið á sjóðheitt grill. Snúið
steikunum ótt og títt við og passið
að það kvikni ekki í þeim. Piprið
eftir smekk. Takið steikurnar af
grillinu og látið þær hvílast i það
minnsta tíu mínútur. Ekki gera
neitt við kjötið því að þegar það
hvílist er safinn að festast í því. Að
loknum tíu mínútum má salta það
eftir smekk. Þessi steik er borin
fram með mais-stönglum og rán-
dýru Malbec-víni frá Argentínu
sem er hellt í plastmál.
Fleiri en íslendingar fagna þjóðhátíðardeginum með því að slá upp grilli. Hvergi í heiminum er grillið jafn órjúfan-
legur hluti af menningunni og í Bandaríkjunum. Þess vegna er vel við hœfi aðfá grilluppskriftirnar úr Hvíta húsinu.
Meðlæti:
Bandaríkin eru ekki einungis heims-
veldi þegar kemur að efnahags- og
hernaðarmætti. Færa má rök fyrir
því að engin þjóð í mannkynssög-
unni hafi haft jafn mikla yfirburði
þegar kemur að því að grilla mat
utandyra. Grillmenning Bandaríkj-
anna er gríðarlega flókið fyrirbæri
og bæði uppskriftir og aðferðir mis-
munandi eftir því hvar í landinu
grillað er. I sumum ríkjum leggja
menn meiri áherslu á að grilla
vænar steikur yfir miklum hita en
annars staðar snýst allt um að grilla
svínakjöt í langan tima við óbeinan
hita. En hvort sem menn upplifa
að borða Porterhouse nautasteik af
grip frá Omaha-ríki einhvers staðar
á sléttum Miðvesturríkjanna eða
gæða sér á svínarifjum sem hafa
eldast yfir hægum, óbeinum hita í
langan tíma er hægt að fullyrða að
upplifunin er einstök.
Það að kynnast bandarískri grill-
menningu er andleg vegferð sem
tekur alla ævi. Fyrir þá sem vilja
taka fyrstu skrefin er ekki úr vegi
að byrja á að kynna sér hvernig nú-
verandi valdhafar í Washington
D.C bera sig að þegar kemur að því
að grilla á 4. júlí, þjóðarhátíðardegi
Bandaríkjanna. Á vef Hvíta hússins
er að finna nokkrar áhugaverðar
uppskriftir frá forsetahjónunum og
ráðherrum sem hafa setið í valdatíð
George W. Bush. Vissulega er gras-
rótin í bandarískri grillmenningu
hjá almúganum en uppskriftirnar
eru eigi að síður áhugaverðar fyrir
þá fjölmörgu sem hafa áhuga á góðu
grilli og bandarískum stjórnmálum.
Aðalréttir:
„Simply BBQ” að hœtti
John Ashcroft fyrrum
dómsmálaráðherra
John Ashcroft, fyrrum dómsmála-
ráðherra, er maður einfaldra llfs-
gilda og þar af leiðandi fer ekki
mikið fyrir tilþrifum þegar kemur
að svínarifjum að hætti hans.
Sjóðið svínarif á lágum hita í rúma klukku-
stund.
Setjið rifin á heitt grill í smá tíma og snúið
nokkrum sinnumvið.
Penslið rifin með uppáhalds BBQ-sósunni
ykkar undir lokin og fjarlægið svo af
grillinu.
Borðið.
Það verður að viðurkennast að upp-
skrift Ashcroft er eins og óspenn-
andi og hugsast getur og beinlínis
móðgandi við hráefnið. Til þess að
bæta hana má stinga upp á því að
sjóða rifin í kröftugu soði. Einnig
notast enginn grillari sem vill láta
taka sig alvarlega við tilbúnar sósus.
Þeir búa til sínar eigin grillsósur.
Uppistaðan í þeim eru tómatar, edik,
sinnep og andagift.
„Bratwurst ofLiberty” að
hcetti Tommy Thompson
heilbrigðisráðherra
Frelsispulsur að hætti Thompson
eiga rætur sínar að rekja til Wis-
„Land ofthe Free Cole
Slaw,” að hcetti John W.
Snow, fjármálaráðherra
consin, enda eru þýsk áhrif á menn-
ingu þess ágæta ríkis greinileg. Og
rétt eins og í svo mörgum öðrum
málum eru skilaboð Hvíta hússins:
einfaldleiki er allt.
Takið þýskar bratwurst pulsur og látið þær
marinerast í hvítlauk, lauk og öllum uppá-
haldskryddum ykkar.
Grillið pulsurnar.
Setjið pulsur í þar til gert brauð.
Setjið sinnep og fleira meðlæti og borðið.
Thompson mælir með því að með
þessu sé drukknar ákveðna kældar
afurðir frá Wisconsin, en vilji menn
feta þá þröngu slóð skulu menn
hugsa til boðskapar söngs banda-
rísku pönk hljómsveitarinnar Flogg-
ing Molly: What Made Milwaukee
Famous (Made a Loser out of Me).
„Deviled Eggs,” að hcetti
George ogLauru Bush
Djöflaeggin eru vinsæl í heimaríki
forsetans, Texas. Eggin eru kennd
við djöfulinn að því að þau eru ansi
sterk og bragðmikil eins og fleira frá
því ágæta ríki.
Takið tólf harðsoðin egg, skerið f tvennt og
skafið rauðuna úr.
Takið eggjarauðuna og setjið í matvinnslu-
vél ásamt einni matskeið af smjöri og
annarri af majónesi og þá þriðju af Dijon-
sinnepi.
Setjið svo heilmikið af piparsósu út í
blönduna og setjið vélina (gang. Þegar
blandan er tilbúin eru hún sett aftur ofan
í eggin. Það eru til margar leiðirtil þess að
gera það en forsetinn sjálfur kýs að nota
rjómasprautupoka.
Að þessu loknu eru eggin sett I kæli f
klukkustund.
Athugið að George Bush mælir sér-
staklega með Yucatan Sunshine Ha-
banero piparsósu 1 þennan rétt. Fá-
ist hún ekki hjá kaupmanninum er
hægt að notast við Tabasco-sósu.
orn@bladid.net
Laura og Barbara Bush veifa til Ijósmyndara. Þær hafa báðar sinnt því ábyrgðahlutverki að skipuleggja grillveislur fyrir stórmenni.
Reuters