blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 20
20 I SAGA LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöið Frá fslendingadeginum í Gimli í Manitoba árið 1996. Á meðan ungar leikkonur bregða sér í hlutverk fjallkonunnar hér á landi fellur hlutverkið í skaut eldri kvenna í Kanada sem hafa tvær yngismeyjar sér á hvora hönd. Fjallkonan í Vesturheimi Sá siður að kona í gervi fjallkonunnar komi fram við hátíðleg tækifæri og flytji ávarp eða kvæði á í raun rætur að rekja til Vesturheims. í byrjun 20. aldar skapaðist sú hefð að Fjallkona ávarpaði Þorrablót Vestur-fslend- inga og árið 1924 tók hún fyrst þátt í Islendingadeginum í Winnipeg og hefur skipað heiðurssess á hátíð- inni síðan. Tvær hvítklæddar yngis- meyjar fylgja Fjallkonunni en þær áttu upphaflega að tákna Kanada og Ameríku. Vesturheimska Fjallkonan hefur á sér nokkuð annað yfirbragð en sú íslenska. Hér á landi eru einkum ungar leikkonur sem taka að sér hlut- verk hennar á meðan eldri konur sem njóta virðingar í samfélaginu eru valdar til starfsins í Kanada. Þar líkt og hér þykir mikill heiður og upphefð fyrir konu að vera útnefnd Fjallkona. Guðmundur Oddur Magn- ússon prófessor við Listaháskóla íslands segir ihugunarvert hvernig fslendingar annars vegar og Vestur- íslendingar hins vegar líti á fjall- konuna. Á meðan við höfum litið á hana sem tákn fyrir hið unga ísland væri hún tákn fyrir gamla fsland í augum Vestur-fslendinga. Fjallkonan kemurtil íslands íslendingar tóku upp siðinn við stofnun lýðveldis árið 1944 og síðan hefur það verið fastur liður í hátíð- arhöldum í Reykjavík á 17. júní að kona í skautbúningi flytji ættjarðar- ljóð eða ávarpi þjóðina. íslendingadagurinn er næstelsta menningarhátíð sem haldin er í Kanada. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur í Winnipeg í Manitoba árið 1890 en frá árinu 1932 hefur hann farið fram í smábænum Gimli. Haldið er upp á daginn fyrstu helg- ina í ágúst þar sem fyrstu hátíðahöld íslendinga í Vesturheimi fóru fram vegna nýrrar stjórnarskrár íslands. Eldgamla ísafold Eldgamla Isafold, ástkæra fósturmold, fjallkonanfríð. Mögum þín muntu kær, meðan löndgirðir sær oggumar girnast mær, gljáir sól á hlíð. Eldgamla Isafold ástkæra fósturmold, Fjallkonanfríð. Agætust auðnan þér upp lyfti biðjum vér, meðan að uppi er öll heimsins tíð. Bjami Thorarensen ' Sumarhúsið °9 garðurinn Íl Sumarhús nfip 1 I? Q‘V<,tyarðut a AhureyU CÓIWSÆTt Á C^fLLiq Honnunarlifppnj Sum,„ ;o06 586 8 Fjallkonan er holdgervingur landsins og hafa ýmsir hópar sem bera hag lands og þjóöar gert hana að tákni sínu í gegnum tíðna. Upphaflega var hún tákn sjálfstæðissinna, síðar héldu herstöðvaandstæðingar merki hennar á lofti og á síðustu árum hefur hún verið algengt tákn umhverfisverndarsinna. Hin mörgu andlit Fjallkonunnar Stundum er talað um að ofurstjarnan Silvía Nótt sé eins konar Fjallkona okkar tíma og sameingingartákn þjóðarinnar. Erfitt er að ímynda sér hátíðar- höld þann 17. júní án Fjallkon- unnar svo samofin er hún þjóðhá- tíðardegi okkar íslendinga. Konan sú hefur birst í ýmsum myndum í gegnum tíðina og þó að okkur sé tamt að líta á hana sem séríslenskt fyrirbæri á hún sér í raun margar systur í öðrum löndum. Blaðið rýnir í sögu þessarar merkiskonu, uppruna hennar og merkingu. Skáldið Eggert Ólafsson mun fyrstur hafa persónugert ísland sem konu í kvæði sínu Ofsjónir árið 1752 en hann notaði þó aldrei orðið fjall- kona svo vitað sé. Orðið kom fyrst fram í kvæðinu Eldgamla Isafold eftir Bjarna Thorarensená fyrsta ára- tug 19. aldar og hefur síðan orðið hefð- bundið tákn í íslenskum skáldskap. Árið 1864 birtist Eiríki Magnús- syni, prófessor í norrænum fræðum við Cambridge-háskólann í Englandi, sýn af íslandi sem prúðbúinni konu. Eiríkur fékk þýska myndlistarmann- inn J.B. Zwecker til að gera mynd eftir sýninni og birtist hún á kápu bókar með enskum þýðingum á íslenskum þjóðsögum sem kom út í London árið 1866. Árið 1874 notaði Benedikt Grön- dal þá mynd sem hluta af sérstakri þjóðhátíðarmynd sem hann gaf út og var algeng á heimilum bæði hér á landi og í Vesturheimi. Mynd þýska myndlistarmannsins J.B. Zwecker af Fjallkonunni sem birtist á bókarkápu enskrar þýðingar á íslenskum þjóðsögum. Zwecker var sá fyrsti sem gerði mynd af Fjallkonunni svo vitað sé. Svívirt og kúguð Þar sem Fjallkonan er holdger- vingur landsins varð hún mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Á síð- ari tímum hafa aðrir hópar sem bera hag lands og þjóðar fyrir brjósti gert hana að tákni sínu og vísað í hana í ræðu og riti. Má þar meðal annars nefna and- stæðinga við veru erlends hers í landinu og umhverfisverndarsinna. Fjallkonan ber oft á góma í umræðu um landeyðingu og ofbeit og þá hefur hún einnig komið við sögu í mótmælum þeirra sem berjast gegn virkjanaáformum á hálendinu. Á þeirri mynd sem umhverfis- verndarsinnar draga upp af Fjall- konunni er hún hvorki stolt né sterk landsmóðir heldur miklu fremur bæld, kúguð og svívirt kona rétt eins og landið sjálft. Við mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun snemma árs 2003 frömdu til dæmis leiklistar- nemar gjörning þar sem Fjallkonan var kefluð og vafinn í ál. Hörundsdökk Fjallkona Þó að sú Fjallkona sem flytur ljóð á Austurvelli sé yfirleitt klædd á hefð- bundin hátt hefur hún birst okkur í ýmsum myndum í gegnum tíð- ina. Það vakti athygli þegar íslensk stúlka af asískum uppruna brá sér í hlutverkið á þjóðhátíðarskemmtun í Hafnarfirði fyrir fáeinum árum. Þá vakti mynd sem birtist á forsíðu tímaritsins The Reykjavík Grape- vine árið 2004 af hörundsdökkri fjallkonu nokkra umræðu og jafnvel deilur i samfélaginu. Þá hefur Fjall- konan ennfremur verið skrumskæld og skopstæld á ýmsan máta í gegnum tíðina og er skemmst að minnast gervi stórstjörnunnar Silvíu Nóttar þegar hún hélt til Aþenu til að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í vor.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.