blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 12
12 I VERÖLDIW LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöiö / landi lifsháskans Þau sluppu yfir landamærin til Grikklands og létu sig dreyma um að komast alla leið til Ástralíu, þar sem þau áttu ættingja. En lánið lék ekki við þau. Eftir á að hyggja mætti kalla það fjallabaksleið, gegnum Montenegro (Svörtufjöll), Bosníu, Króatíu og Slóveníu til Italíu. Ég ætla að halda áfram að segja ykkur frá Kosova, þessu stríðs- hrjáða héraði Serbíu , þar sem af- leiðingar stríðsins blasa alls staðar við - i rústum húsanna, í augum íbúanna, í minnismerkjum um hina föllnu, sem eru hvarvetna við vegar- brúnir. Kosova er hið stríðshrjáða land, sem lifir í núinu upp á náð og miskunn Sameinuðu þjóðanna og í voninni um skjól hjá Evrópusam- bandinu. En þeir eiga langa leið fyrir höndum, áður en sá draumur verður að veruleika. Það er óneitanlega svolítið merki- leg upplifun að vera allt í einu kom- inn á staðinn og upplifa stríðið í návígi, í stað þess að lesa um það í blöðum og tímaritum, sem maður síðan leggur frá sér og gleymir jafn- harðan. Að vera kominn alla leið og horfast í augu við fólk, sem upplifir ofbeldi hvern einasta dag lífs síns. Og að uppgötva, að þetta er bara venjulegt fólk eins og þú og ég, fólk sem á fjölskyldu, heimili, fólk sem dreymir um að mennta börnin sín, að lifa eðlilegu lífi - en getur ekki dregið andann án þess að óttast um líf sitt og niðja sinna. Og þegar maður stendur and- spænis þessu fólki augliti til auglitis, þá verða örlög þess persónuleg, og manni finnst maður beri persónu- lega ábyrgð. Merkilegast er að finna til andlegs skyldleika við þetta fólk, að finna til samhygðar og samábyrgðar. Að horfast í augu við dauðann. Vinir Kolfinnu og Francescos, ungt fólk í blóma lífs, er allt í kring um okkur. t gærkvöldi var haldið hér boð, og stóð það fram undir morgun - bara alveg eins og hvert annað ís- lenskt partí! Glæsilegt, vel menntað fólk, lögfræðingar, félagsfræðingar, leikkonur, útvarpsstjóri og jasspían- isti, sem er jafnframt kvikmynda- gerðarmaður. Hannermeiraað segja að gera heimildamynd um stríðið. Allt þetta fólk á sér bara einn draum - draum um frelsi og jafnrétti. Frelsi til að eiga vegabréf og að ferðast um heiminn að eigin vild. Þrátt fyrir ungan aldur býr þetta fólk yfir mikilli reynslu. Gamlar sálir í ungum líkömum. Það hefur aldrei lifað eðlilegu lífi, eins og við þekkjum það. Þetta fólk var ofsótt. Heilu fjölskyldurnar, foreldrar, systk- ini og börn voru rekin út á gaddinn. Varnalaus fórnarlömb ítrekaðs of- beldis. Á unglingsárunum var þessu fólki meinað að sækja skóla, bannað að læra á móðurmálinu. Reyndar var skólakerfinu hreinlega lokað. En þeir foreldrar, sem skildu að án menntunar væri engin framtíð, óhlýðnuðust valdboðinu og reyndu að tryggja börnum sínum menntun á laun. Börnunum var kennt í heima- húsum, ofan í kjöllurum eða uppi á hanabjálkum; allt í skjóli myrkurs. Allt sem var sagt þetta kvöld, hafði ógnarmikla mikla dýpt, fullt af sárs- auka og reynslu. Ég var að tala við alvörufólk um eitthvað sem skipti máli. Um grimmdina og lífshásk- ann. Það var ótrúleg upplifun að vera í návist fólks, sem hafði horfst í augu við dauðann við hvert fótmál á uppvaxtarárunum. Fitori og Violetta. Fitori, besta vinkona Kolfinnu, er rúmlega þrítug myndlistarkona. Hún var klædd samkvæmt nýjustu tísku þetta kvöld. Samt er hún bláfá- tæk, fráskilin tveggja barna móðir. Hún hefur lífsreynd augu, full af glettni og forvitni. Afi hennar og faðir voru báðir virkir í andspyrnu- hreyfingunni - fyrst gegn Þjóð- verjum á stríðsárunum og síðan gegn Serbum, þegar þeir byrjuðu þjóðernishreinsanirnar í Kosova. Þeir sátu báðir hvað eftir annað í fangelsi. Eiginlega má segja, að allir, sem við höfum hitt hingað til, hafi setið í fangelsi um lengri eða skemmri tíma. Fitori þurfti að flýja ásamt sonum sínum, eiginmanni og fjölskyldu árið 1999, þegar Serbar hófu hreins- unaraðgerðir í Pristínu. Þau sluppu yfir landamærin til Grikklands og létu sig dreyma um að komast alla leið til Ástralíu, þar sem þau áttu ættingja. En lánið lék ekki við þau. Eftir nokkurra mánaða dvöl í flótta- mannabúðum, sneru þau heim aftur, þar sem allt var á heljarþröm, húsin í rúst og fjölskyldur tvístraðar. Eig- inmaður Fitori, menntaður hagfræð- ingur, átti svo bágt að loknu stríðinu, að hann gafst hreinlega upp, hætti að tala við fólk, hætti að fara úr húsi, hætti að leita sér að vinnu, hætti að sinna fjölskyldunni. Að lokum yfir- gaf Fitori hann - eiginlega til þess að forða sjálfri sér frá samskonar ör- lögum. Nú býr hún ein, og lífið snýst um það að lifa af frá degi til dags. Violetta var þarna líka. Hún er aðeins rúmlega tvítug. Grönn sem tágarviður, klæddist svörtu eins og hárið, sem liðaðist um axlir hennar. Kennaramenntuð, talar bæði ensku og þýsku og fer jafnframt létt með að annast fjármál og daglegan rekstur lögfræðiskrifstofu Franc- escos. Þegar Violetta var barn, réð- ust serbneskir hermenn inn á heim- ili fjölskyldunnar um miðja nótt og ráku alla út, burt af staðnum ásamt þúsundum Kosovabúa. Þeir voru reknir klæðalitlir og kaldir alla leið að landamærum Makedóníu, þar sem fólkið mátti halda kyrru fyrir í marga daga, þar til alþjóðasamfé- lagið sendi hjálparsveitir á staðinn. Um tíma dvaldist Violetta í flótta- mannabúðum í Þýskalandi, þar sem hún lærði þýsku að ráði móður sinnar. Óvenjuleg framsýni! Hún var bara níu ára. Violetta stundaði aldrei venjulega skólagöngu, því að hún var á skólaskyldualdri, þegar Serbar lokuðu skólakerfinu, eins og fyrr er sagt. Öll hennar skólaganga fór fram á einkaheimilum, ofan i kjallara eða uppi á háaloftum, i trássi við vilja ráðamanna. Allt hennar líf hefur verið stríð. Engu að síður er hún lífsglöð og falleg stelpa, sem á kannski einhvern tíma eftir að vera bara venjuleg manneskja í venjulegu samfélagi. Líf og fjör. Hvernig á að byggja upp nýtt þjóð- félag á rústum ógnarstjórnar og stríðs? ótal almannasamtökog stofn- anir hafa verið settar á laggirnar í Pristínu til þess að leggja heima- mönnum lið við það risavaxna verk- efni. Ein slík stofnun er kennd við Soros, ungverskan milljarðamær- ing.sem hefur gefið drjúgan hluta af auði sinum til að kenna ungu kynslóðinni meðal hinna nýfrjálsu þjóða Mið-og Austur Evrópu á stofnanir og vinnubrögð réttarrikis og lýðræðis. Önnur slik stofnun er kennd við Olaf Palme, jafnaðar- mannaleiðtogann sænska, sem var myrtur í blóma lífs á götu í Stokk- hólmi. Kolfinna dóttir mín vinnur á vegum þessara stofnana við að rækta jurtagarð lýðræðisins undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur safnað saman liði ungs menntafólks meðal heimamanna og erlendra sjálfboðaliða, sem bjóða upp á harðsoðin námskeið í stjórnun og rekstri fyrirtækja, stofn- ana og fjölmiðla, þar sem boðið er upp á fræðslu um samrunaferilinn í Evrópu, Evrópurétt og stofnanir Evrópusambandsins, auk þess sem boðið er upp á ráðgjöf um lög og reglur á flestum sviðum þjóðfélags- ins. Hún er umkringd fólki.sem er upptendrað af hugsjónum og spyr ekki endilega um laun að loknu dagsverki. Það er líf og fjör og linnu- laus umræða frá morgni til kvölds. Ef þetta fólk fær að njóta sín, þá á Kosova framtíð. Það var sárt að þurfa að skiljast við Kolfinnu og börnin. Við áttum saman góða daga, enda var vetrarfrí í skólanum, og allir gátu sofið út á morgnana. Þar að auki bættust Snæ- fríður og Marta dóttir hennar í hóp- inn, svo að gleðin varð óstöðvandi. Við fórum víða, hittum fjölda fólks, en við vöktum kannski helst til lengi fr'am eftir nóttum. En kveðjustundin varð ekki um- flúin. Þriðjudaginn, 29. nóvember tókum við stefnuna I norður á gamla volvonum. Við gátum ekki farið sömu leið til baka, af því að Serbar gera alla afturreka, sem hafa komið inn í Kosova án þeirra leyfis.Við komum nefnilega í gegnum Skopje og Make- dóníu. Við urðum þess vegna að fara heim áleið með ströndum fram. Eftir á að hyggja mætti kalla það fjallabaks- leið, gegnum Montenegro (Svörtu- fjöll), Bosníu, Króatíu og Slóveníu til Ítalíu. Það var háskaför, sem ég segi ykkur frá í næsta pistli. Bryndís Schram disschram@yahoo.com ARBÆJARSAFN OPIO ALLA DAGA í SUMAR FRÁ10 -17 Nánari upplýsingar á vefslóðinni www. minjasafnreykjavikur. is Minjasafn Reykjavíkur ÁRBÆJARSAFN FERÐASAGA BRYNDÍSAR XV.KAFLI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.