blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 TÍLVERAN I 25 Hœ hó jibbý jei! i Það er engum ofsögum sagt að þegar hátíð eins og i7.júní knýr á dyr fyllumst við íslendingar aukinni gleðiorku og viljum taka á rás í skemmtanalífinu. Yfirleitt eru hinar ýmsu veigar hafðar um hönd og ósjaldan fyllist ísskápur þeirra hörðustu af ýmsu gúmmelaði - yfirleitt í formi lítratals drykkjar- fanga. Ég hef reyndar aldrei skilið þessa drykkjusiði okkar íslendinga þegar kemur að því að fagna þjóðhátíðardeginum i7.júní. Ég er auðvitað ekki að setja á mig englamynd og segja að dagurinn sé eins heilagur og sjálfur aðfangadagurinn, en engu að síður er þetta virðingaverður dagur sem gaman er að upplifa án þess að vera með hangandi haus. Reyndar verður að taka það fram að berserksgangurinn er sérstaklega bundinn við unglinga, sem flestir iða í skinninu þegar líða tekur á júnímánuð og fara að leggja drög að áfeng- iskaupum, eða kaupum á hinum miður skemmtilega drykk „landa“, eins og mér skilst að algengt sé. Ég þakka allavega mínum sæla fyrir að vera ekki nokkrum árum eldri og komin með ungling sem tekur af mér geðheilsuna þetta kvöld. Ég man þá daga að maður skundaði í bæinn á i7.júní ásamt kunn- ingjunum eftir harkalegt rifrildi við foreldrana um útivistartímann. 1 öllu óðagotinu vorum við vinkon- urnar orðnar svo pirraðar á ofverndun foreldranna (og eftir eigin tilfinningu knúnar til einhverrar stórfenglegrar uppreisnar gegn tvíeykinu) að oft varð Bakkus á endanum sá sem réð úrslitum það kvöldið. Allskyns látalæti gerðu vart við sig, sem látið verður liggja milli hluta í bili, og litlu sætu stelpurnar voru allt í einu ekki eins sætar... En upphlaup á hátíðisdögum eru einmitt svo- lítið einkennandi hjá mörgum Islendingnum. Það kemur gamlárskvöld, verslunarmannahelgi eða þjóðhátiðardagur og allir hlaupa upp til handa og fóta eins og enginn sé morgundagurinn. Við ætlum okkur að mála bæinn svo yfirgengilega rauðan að afraksturinn verður þéttsetin sjúkrahús, uppfullar fangageymslur og óbilandi timburmenn. Hvort það er svona hrikalega leiðinlegt hérna ef ekki væri fyrir þessa hátíðisdaga veit ég ekki, en . einhverra hluta vegna skundum við öll í ÁTVR, setjum í fimmta gírinn og spenn- umst upp eins og smákrakkar í nammi- búðinni á laugardögum. Maður má bara þakka fyrir að þurfa ekki að blása lífi í þá sem fallið hafa í yfirlið vegna spennu- falls. Nei, þetta eru nú kannski aðeins of miklar ýkjur, en það má spyrja sig hvort ekki sé betra að syngja bara „Hæ hó jibbý jei“ í góðu tómi og væta kverkarnar á hóflegan hátt með snyrtimennskuna í fyrirrúmi. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr! halldora@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ferðu í taugarnar á öðrum? Bresk rannsókn sýndifram á að þriðjungur breskra starfsmanna hefur hugleitt að hcetta í vinnunni vegna sam- starfsmanna sem skaprauna þeim á degi hverjum. Ertþú ein/n afþeim sem ert líkleg/ur til þess að hrekja vinnufé- laga úr starfi? Ertu kannski svolítið leiðinleg/leiðinlegur? Á skrifborðinu þínu má finna: a) Tölvu með persónulegri skjámynd og gamlan banana. b) Harla fátt, nema þau verkefni sem þú ert að vinna að hverju sinni. c) Urklippur úr slúðurblöðum af uppáhalds leikurunum þínum, skrípamyndir af þekktum stjórn- málamönnum, innrammaða mynd af gæludýrunum þínum, lítil leik- föng sem ganga fyrir rafhlöðu og gera ýmislegt sem þér finnst mjög sniðugt, Idol brúðu, litla bangsa og gestaþrautir. 2Hversu oft tekur þú að þér að laga kaffi fyrir samstarfs- menn þína? a) Þú lagar aldrei kaffi handa öðrum heldur læðist að kaffikönn- unni og lagar þér nokkkra bolla þegar enginn sér til. Þú neitar hins vegar aldrei bolla ef einhver annar býður þér. b) Þú lagar aldrei kaffi handa neinum þar sem þú drekkur það ekki sjálf/ur. c) Allavega tvisvar á dag og þú býður alltaf öðrum ef þú ert að laga þér kaffi á annað borð. Hvort fer meira í taugarnar áþér? a) Vinnufélagar sem kvarta daglega yfir sóðaskapnum í kaffistofunni. b) Vinnufélagar sem mæta alltaf of seint og koma sér undan öllu. c) Vinnufélagar sem segja aldrei neitt. Það eru samskot í vinnunni vegna afmælis vinnufélaga, þú: a) Sérð um samskotið, gengur um með bauk og hneykslast þegar fólk neitar að taka þátt, þó að það þekki ekkert til afmælisbarnsins. b) Ef þú þekkir afmælisbarnið þá borgar þú en ef ekki finnst þér það óþarfi. c) Þú sérð þann sem sér um sam- skotið nálgast þannig að þú stendur upp og gengur hröðum skrefum á salernið þar sem þú felur þig um tíma. 5Hressir starfsmenn nota sniðug orðatiltæki óspart á skrifstofunni, þér finnst: a) Það frábært og gerir slíkt hið sama. Þér finnst þetta gera andrúms- loftið á skrifstofunni léttara. b) Það glatað. Sérstaklega ef menn endurtaka eitthvað oftar en einu sinni. Ef þú þarft að endurtaka eitt- hvað fyndið oftar en einu sinni þá er það greinilega ekki fyndið. c) Það getur alveg verið fyndið en stundum er það ferlega þreytandi. Það fer eftir því hver á í hlut. Uppáhalds kaffikannan þín er horfin af skrifborðinu þínu, þú: a) Sendir fjöldapóst á alla starfs- menn innan fyrirtækisins og krefst þess að sá sem tók bollann ófrjálsri hendi skili honum aftur þar sem bollinn hefur tilfinningalegt gildi í þínum huga. b) Þú átt þér ekki uppáhalds bolla, telur að fólk sem á sér uppáhalds kaffibolla sé leiðinlegt. c) Þú drekkur bara kaffið þitt úr öðrum bolla í rólegheitum.. Þetta er fyrsti dagurinn þinn í vinnu eftir tveggja vikna frí á Spáni. Þú: a) Sendir sem fyrst nokkra tölvu- pósta um allt og ekkert svo aðrir starfsmenn taki örugglega eftir því að þú ert kominn til baka. b) Setur stóran konfektkassa á borðbrúnina og hvetur alla til þess að fá sér mola. c) Talar með spænskum hreim og kemur að spænskum orðum hvenær sem tækifæri gefst. Vinur þinn sendir þér kostu- legan tölvupóst. Þú: a) Hressist við og áfram- sendir þetta til samstarfsmanna þinna. b) Sendir vini þínum tölvupóst til baka með álíka sniðugu efni. c) Andvarpar og eyðir póstinum. Þú kærir þig ekki um truflun á vinnutíma. 9Hvernig brýtur þú ísinn ef þú hittir vinnufélaga sem þú þekkir lítið við kaffivélina: a) Þú slúðrar um vinnufélaga og býrð jafnvel til grófar sögur. b) Baktalar samstarfsmann. c) Talar um veðrið. Það bregst aldrei. Teldu stigin saman 1. a)1 b)2 03 1-9 stig: 10-18 stig: 2. a) 3 b) 2 01 Þú ert draumavinnufélagi. Þú ert oftast Þinn helsti galli er sá að þú átt það til að 3. a) 1 b) 3 02 í góðu skapi og ert alltaf tilbúinn að láta andrúmsloftið á vinnustaðnum draga 4. a) 3 b) 1 03 aðstoða vinnufélaga þina. Þrátt fyrir að þig niður. Þú ferð þó ekki (taugarnar á 5. a) 3 b) 2 01 þú sért yfirleitt mjög iðin/n þá ertu ekki vinnufélögum þfnum og skilur yfirleitt skap 6. a)3 b) 2 01 höfðingjasleikja og ert ekki að reyna að ið eftir heima eða lætur ekki of mikið á því 7. a) 2 b) 1 03 koma þér á framfæri á kostnað annarra. bera þó að vissar aðstæður fari í taugarnar 8. a) 3 b) 1 0 2 Þú átt líklega góð samskipti við flestalla í á þér. Það eru þó nokkrir í vinnunni sem 9. a) 3 b) 2 01 fyrirtækinu og lætur hvorki vinnuna eða þér líkar ekkert sérstaklega vel við og það vinnufélagana fara i taugarnar á þér. Haltu hefur jafnvel komið fyrir að þú hafir skeytt áfram að standa þig svona vel í mannleg- skapi þinu á þeim. Þú átt þína daga þar umsamskiptum. sem þú nennir kannski ekki að leggja þlg fram við að eiga góð samskipti við helstu samstarfsmenn þína. Annars ertu á góðri leið en reyndu að vera duglegri að taka þátt (því sem fram fer á vinnustaðnum. 19-27 stig: Þú ferð liklega í taugarnar á mörgum vinnu- félaga þinna. Þú átt það til að reyna að vera einum of hress og eljusemi þín fer oft úr böndunum. Vegna þessa finnst samstarfs- fólki þínu þú jafnvel þreytandi á köflum og þess vegna verður þú að gaeta þess að fara ekki fram úr þér. Reyndu að vera meira í takt við það sem er í gangi á vinnustaðn- um og ekki skipta þér of mikið af öðrum. Hafðu hemil á framkvæmdaþörfinni og ræktaðu frekar félagsleg samskipti á rólegu nótunum og leggðu þitt af mörkum til þess að gera vinnustaðinn að betri og þægilegri vinnustað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.