blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaðið WIÐUR MEÐ SUMARFRÍ Sumarið er ekki að gera góða hluti hjá Smáborgaranum. Endalaus rign- ing og rok er reyndar ekkert til að pirr- ast yfir. íslendingar hljóta að gera sér grein fyrir hvar þeir búa og geta þess vegna ekki látið nokkra dropa og smá hafgolu fara í taugarnar á sér. Enda er staðreynd málsins sú að þetta er sá árstími vetrar sem við ættum að kalla sumar. Fólk og sumarfrí er eitthvað sem flest- ir telja að eigi vel saman, en annað kemur heldur betur á daginn þegar hafa þarf samband við fyrirtæki íland- inu. Flestir virðist algjörlega óhæfir í að sinna starfi sínu á sumrin og Smá- borgarinn kennir sumarfríinu um. Helsta ástæða andleysisins á vinnu- stöðum landsins er að flestir eru á leiðinni í sumarfrí. Þá fer dagurinn að mestu í að þjálfa upp afleysingar- mann en sá sem er á leiðinni í frí er gjörsamlega búinn að stimpla sig út. Aðrir eru nýkomnir úr nokkurra vikna sumarfríi og ennþá að agnúast yfir því hvað tíminn leið hratt. Þeir eru yfirleitt niðurdregnir og fúlir yfir því að vera komnir aftur til vinnu og koma engu í verk. Loks eru þeir sem einfaldlega eru komnir í sumarfríi og búnir að skilja eftir sig handónýtann afleysingarmann sem kemur engu í verk vegna þess að fyrirrennari hans var búinn að stimpla sig út þegar hann átti að sjá um starfsþjálfun. (Ijósi þessa hlýtur það að vera krafa smáborgara þessa lands að sumarfrí verði með öllu lögð niður. Þau hafa skelfilega neikvæð áhrif á hagvöxt í landinu og Ijóst er að þetta sumarfría- stand leiðir okkur aðeins á einn stað: aftur ofan íjörðu í torkofana. HVAÐ FINNST ÞÉR? Haraldur Ólafsson, veðurfrœðingur Rignir alltaf á 17. júní? „Hann hefur oft verið býsna blautur. Það er nú ekki þannig að dag- urinn skeri sig neitt áberandi úr, en það vill nú þannig til að það er að jafnaði blautara á þessum tíma en í maí til dæmis. Ég hugsa samt að ekki sé fjarri lagi að það séu helmingslíkur á því að það sé þurrt á 17. júní sé litið til sögunnar.“ Það er útlit fyrir að regnhlífar verði áberandi fylgihlutur í hátíðarhöldunum í dag eins og oft áður. Blaðið/SteinarHugi 12-16 ára unglingar i Háskóla Islands Skólaslit Háskóla unga fólksins, sem haldinn er á vegum rektors- skrifstofu og markaðs- og sam- skiptadeildar Háskóla íslands, voru í dag. Markmið skólans er að veita nemendum innsýn í undraveröld þekkingarinnar með þvi að bjóða upp á námskeið sem endurspegla þá miklu fjölbreytni í kennslu og rannsóknum sem á sér stað innan Háskóla íslands. Rektor Háskóla Islands ávarpaði samkom- una. I ár voru 203 nemendur í skólanum sem er 37% aukning frá því í fyrra þegar 148 voru skráðir. Fjölskylduskokk Blóðbankans Rúmlega 70 manns tóku þátt í fjöl- skylduskokki Blóðbankans sem fram fór í Laugardalnum á miðviku- daginn. Hlaupið, sem er haldið í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafardeg- inum, fór nú fram í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu var að vekja athygli á Alþjóðlega blóðgjafar- deginum (World Blood Donor Day) sem var síðastliðinn miðvikudag. Sá dagur er sameiginlegt verkefni Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar (Int- ernational Society of Blood Transf- usion). Hann er á sértilboði þessa viku, aðeins 1,6 milljón. HEYRST HEFUR... Dagný Jónsdóttir, hin unga og bráðefnilega þingkona Framsóknarflokks- ins, er ekki í hópi af- kastamestu þingmanna þ e g a r kemur að netskrif- um. Dagný heldur þó úti áhuga- verðri netsíðu http://www. xb.is/dagny) og ritar þar af og til upplýsandi greinar. Ein slík birtist fyrir skemmstu en þar fjallar Dagný um stólaskiptin innan ríkisstjórnarinnar og af- stöðu framsóknarmanna í því efni öllu. Dagný seg- ir stærstu tíðindin vera brott- hvarf Jóns Kristjáns- sonar úr ríkisstjórn. Athyglisvert er hins vegar hvernig Dagný lýsir afstöðu Jóns sem er henni sýnilega mjög að skapi. Dagný segir í pistli sínum: „ Stærstu tíðind- in þar voru að Jón Kristjáns- son óskaði eftir því að láta af störfum sem ráðherra. Hann vildi rýma fyrir nýjum manni sem gæti notað sér embættið til að styrkja sig og flokkinn fyrir næstu kosningar . . . ” Einhverjir hugsjónamenn og vitleysingar hefðu nú kannski látið sér detta í hug að menn nýttu sér ráðherraembætti einkum til að vinna landi og þjóð gagn. Dagný virðist heldur ekki vera með verkaskiptingu stjórnvalda á hreinu þegar hún segir: „Við fáum liðsauka í þingflokkinn, Jón Sigurðs- son en hann verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra." Nú er það svo að Jón Sigurðsson mun ekki koma inn í þing- flokk framsóknarmanna þar sem hann hefur ekki verið kjörinn til þingsetu. En þetta er kannski óskhyggja í þing- konunni ungu því ef fram- sóknarmenn tækju upp á því að tilnefna einungis untan- þingsráðherra, og þeir tækju sæti í þingflokknum eins og Dagný virðist halda, þá gætu þeir tvöfaldað þingmanna- fjölda sinn... Og enn af framsóknar- mönnum. Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspek- ingur hefur rýnt í stjörnurn- ar til þess að fá innsýn í per- sónuleika GuðnaÁg- ústssonar. Niðurstöð- urnarbirt- ust á mbl. isþar sem Guðnibirt- ist okkur sem mað- ur mikilla kosta. Að lokum kemst Gunnlaugur að kjarn- anum og segir um Guðna: „Guðni er hið einlæga og forna ísland. Landið, sveitin, sauð- kindin og fjósið. Framsókn í allri sinni fornu dýrð. í gervi skemmtikrafts, stjórnmála- manns og ‘bónda’..Kannski er hann Rísandi Naut?“ gunnar@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.