blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 35
blaöiö LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006
AFÞREYING I 35
Bríet Sunna sló eftirminnilega í gegn í síðustu Idol keppni
Ung og upprennandi
kántrísöngkona
Bríet Sunna með nýja plötu og nýtt lag á
nœsta leiti.
Bríet Sunna Valdimarsdóttir, 17
ára frá Vatnsleysuströnd, vann
hug og hjörtu fjölda íslendinga í
Idolkeppninni í vetur. Bríet söng
sig alla leið í þriðja sætið í keppn-
inni og í framhaldinu gerði hún
samning við umboðsskrifstofuna
Concert og vinnur nú að fyrstu
plötunni. Platan er væntanleg í
verslanir í haust en fyrsta lagið
af henni er væntanlegt í spilun
á útvarpstöðvunum um næstu
mánaðarmót.
Kántrískvísa
Bríet lýsti því margsinnis yfir að
hún hefði mikið
dálæti af kántrí
tónlist og söng
nokkur kántrílög í
keppninni. Platan
hennar mun sann-
arlega bera þess
skýrmerki ogáhrif
frá amerískum
kántríhetjum eins
og Dixie Chicks,
Leann Rymes og
Willie Nelson eru
greinileg á plöt-
unni. Platan er heil-
steypt og skemmti-
leg og full ástæða
er fyrir þá sem kunnu að meta söng
og framkomu Bríetar í Idolinu að
hlakka til að komast yfir eintak af
þessari plötu.
Vinnur með einvalaliði
Að fyrstu plötu Bríetar kemur ein-
valalið. Það er Óskar Páll Sveinsson
sem stýrir upptökum á plötunni en
hann er einn af færustu upptöku-
stjórum landsins. Óskar er nýlega
fluttur aftur heim til Islands eftir að
hafa unnið við upptökur í Bretlandi
um árabil. Hljóðfæraleikararnir á
plötunni eru meðal þeirra hæfustu
á landinu en það eru Jóhann Hjör-
leifsson trommari, Guðmundur Pét-
urson gítarleikari, Þórir Úlfarsson
píanóleikari og Valdimar Kolbeinn
Kristinsson bassaleikari.
Á ferð og flugi á 17. júní
Aðdáendur Bríetar sem bíða eftir
tækifæri til að hitta á hana og heyra
hana syngja ættu að taka gleði sína
því í dag fer Bríet um suðvestur
hornið og tekur lagið á eftirfarandi
stöðum: Garði klukkan 16:00, Arn-
arhóli Reykjavík ásamt fleiri Idol
stjörnum 17.30, Mosfellsbæ klukkan
20.40 og svo á Akranesi um kvöldið.
kristin@bladid.net
Stuðmenn, í Sialla
með Stefáni Karli,
Birgittu og Valla!
Stuðmenn verða ásamt fríðu viðhafnar-
fóruneyti í Sjallanum í kvöld
Stuðmenn ásamt Valgeiri Guð-
jónssyni, Birgittu Haukdal og
glannanum víðfræga Stefáni
Karli munu sækja Akureyringa
heim í kvöld. Þessi skrautlegi
hópur kemur fram á miðnætti
í Sjallanum og munu flytja skot-
helda blöndu af eldra og nýrra
efni. Sveitin hefur nýlokið við
að hljóðrita nýtt efni sem vænt-
anlegt er á markað innan tíðar,
þar sem kveður við nýjan tón
meðal annars vegna innleggs
nýrra liðsmanna.
Spiluðum saman í Kaupmannahöfn
Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma
sem Valgeir Guðjónsson kemur
fram með sínum gömlu félögum í
Stuðmönnum, og auk þess í fyrsta
skipti sem norðlendingum gefst
færi á að heyra í Birgittu Haukdal
og Stefáni Karli með hljómsveitinni.
Þessi þrenning hefur aðeins einu
sinni áður komið fram með hljóm-
sveitinni en það var í okkar gömlu
höfuðborg Kaupmannahöfn fyrr á
þessu ári.
Fallega stílfœrð
danssápuópera
Kvikmyndir
Birgitta Jónsdóttir
Take the Lead
Leikstjóri: Liz Friedlander
Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Rob
Brown, Yaya DaCosta, Alfre Woodard, Dante
Basco, John Ortiz, Laura Benanti, MarcusT.
Paulk, Jenna Dewan
Lengd: 117 mínútur
Bandarikin 2006
★
Antonio Banderas fer með
hlutverk dansara sem
tekur að sér að kenna hópi
af vandræðaunglingum
samkvæmisdansa. Þrátt fyrir
megna andstyggð nemendanna á
kennaranum og danskennslunni
tekst honum að fá þá á sitt band
og fá þá til að æfa af kappi fyrir
stóra samkvæmisdanskeppni.
Take the Lead er sérhönnuð mynd
fyrirþásemhafayndiafdansmyndum
og suðrænum kynþokka
Antonio Banderas. Þetta er
klassísk formúlumynd sem
sennilega hefði ekki halað
inn neina áhorfendur ef
ekki væri fyrir Banderas.
Það er ekkert nýtt við
þessa mynd sem á að vera
að einhverju leyti byggð á
sannri sögu Pierre Dulaine
(Banderas), danskennara
frá New York. Hann býðst
til að taka að sér að kenna erfiðustu
nemum að dansa samkvæmisdansa
við skóla í New York sem hefur átt
í miklu basli vegna fjárskorts. Eftir
þetta dramatíska upphaf er ljóst
að myndin hættir að styðjast við
veruleikann og formúlan tekur við.
Vandræðaunglingarnir fögru
(kannski öll úr Rent) eru vondir
við kennarann og ganga svo langt
að hann fer að efast um réttmæti
þess að kenna þeim. Auðvitað er
haltu mér slepptu mér dramatík
í myndinni og mikil togstreita á
milli ólíkra menningarheima, en að
lokum leggjast allir á eitt að vinna
stóru danskeppnina.
Persónan sem Banderas leikur
er illa mótuð og í raun og veru fá
áhorfendur aldrei að vita hvað vakti
fyrir honum að dúkka upp þarna í
skólanum. Tilraun hans að kenna
krökkunum sjálfsvirðingu, er tugga
sem er svo margmelt að þegar ég
spóla til baka þá er ekkert sem kemur
til mín nema þokukennd minning
um ekki neitt.
En þetta er fallega stílfærð
danssápuópera. Það eina sem hefði
toppað þetta er ef þau hefðu sungið
samtölin. Hún fær eina stjörnu vegna
þess að ég er að spara hauskúpurnar.
birgitta@bladid.net