blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 24
24 I 17. JÚNÍ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 blaöiö Góða skemmtun um helgina Þjóðhátíðardagurinn er skemmtun fyrir alla fjölskylduna ogþar sem hann ber nú upp á laugardegi er ekkertþví til fyrirstöðu aðgleðin standifram eftir kvöldi. Gerið sem mest úr komandi helgi enda nóg í boðifyrir alla aldurs- hópa þarsem borgin iðar afltfi ogfjöri. www.kokubankinn.is Opnunartíminn er sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 7:30-18:00 Laugardaga 8:00-16:00 Sunnudaga 9:00-16:00 Iðnbúð 2 - Garðabk^ sími: 565 8070 Laugardagur 17. júní Morguninn Þeir sem eru árrisulir ættu að byrja daginn á því að fara í kirkjugarðinn við Suðurgötu en þar hefst dagskrá þjóðhátíðardagsins kl. 10:00 þar sem forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Lúðrasveit verkalýðsins leikur Sjá roðann á hnjúkunum háu. Eftir að hafa fengið sér hressilegan göngutúr í garðinum er tilvalið að koma við í bakaríum bæjarins og ná sér í sæta- brauð og með því. Sumir kjósa jafn- vel að kíkja á kaffihús þar sem má fá staðgóðan morgunverð áður en haldið er af stað til þess að njóta þeirrar dagskrár sem í boði verður. Fullorðna fólkið getur fengið sér kaffibolla og börnin heitt kakó með rjóma. Tilvalið sérstaklega ef veðrið verður leiðinlegt. Eftir að hafa snætt góðan morgun- verð er um að gera að fara niður á Austurvöll þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 10:40. Farið og njótið þess að hlusta á Karlakórinn Fóstbræður syngja þjóð- sönginn og ís- land ögrum ó h r æ d d þjóðern- f a 11 e g u S u m i r staldra á ávarp f 0 r - «fí <1* skorið og verið við að fyllast iskennd yfir lagi og texta. vilja jafnvel við og hlýða nýkrýnds sætisráð- herra Geirs H. Haarde, enda spenn- andi að heyra hvað hann hefur að segja eftir nýafstaðnar hræringar í ríkisstjórninni. Ekki má svo gleyma ávarpi fjallkonunnar. Klukkan 11:20 hefst Guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem Séra Sig- urður Jónsson prédikar og Dómkór- inn syngur ásamt einsöngvaranum Hrólfi Sæmundssyni. Þar sem ís- lendingar eru ekki þekktir fyrir að vera kirkjuræknir þá getur verið gaman að breyta út af vananum í til- efni dagsins. Yngsta kynslóðin Fyrir yngstu kynslóðina verður dag- skrá á milli kl.13:00-17:00 við Tjörn- ina og umhverfi hennar. í Hljóm- skálagarðinum verður Skátaland með leiktæki, þrautabrautir og fleira og er um að gera að fara með börnin UtrótA hrekkjusvín úr Latabæ sem stíga á stokk kl. 14:55. Dagskráin á Arn- arhóli er þétt setin og ættu allir að geta haft gaman að einhverju þar. At- riði úr söngleiknum Footlo- ose í Borgarleikhúsinu verður sýnt kl. 16:55 og kl. 17:05 syngur Söng- hópurinn Nylon sem rambar á barmi heims- frægðar nokkur lög ungum aðdáendum til mikillar ánægju. Ýmislegt Þann 17. júní munu þær Eva Isleifs og Katrín Inga afhjúpa hljóðskúlptúr- inn Hljóðvirki til Samskipta á Pósthússtræt- inu fyrir utan Hitt Húsið. Þær stöllur stunda nám við Myndlista- deild Listaháskóla íslands o g munu þær starfa við skapandi sum- arstarf hjá Hinu Húsinu í sumar. Þessi hljóðskúlptúr saman stendur af þremur áföngum. Fyrsti áfang- inn ber nafnið Strengir. Gestum og gangandi er meira en velkomið að koma vera með og færa hljóðskúlp- túrnum líf. 1 sumargríni ÍTR í Hallargarð- inum er um að gera að skella sér til spákonu sem verða stað- settar í garðhýsinu og láta þær segja sér eitthvað skemmtilegt. Á Ingólfstorgi verða danssýningar sem hefjast kl. 14:00 og standa til kl. 16:30 en þá verður endað á Maga- dansi og allir hvattir til að taka þátt enda góð upphitun fyrir kvöldið. Skapandi sumarhópar Hins Húss- ins troða upp á götum og torgum og má hafa gaman af því. Götuleik- húsið verður á flakki um miðbæ- inn og leikhóparnir Veggmyndir, Gámafélagið og Rannsóknarsvið íslenskrar þjóðmenningar bregða á leik. Hönnunartvíeykið Stígvél heldur kaffisamsæti og sýnir köku- skúlptúra í Galleri Gyllinhæð Laugar- vegi 23 og er tvímælalaust mælt með því enda mikil og góð list þar á ferð. Fyrir íþróttaáhugamenn er spenn- andi landsleikur í Laugardalshöll þar sem ísland mætir Svíþjóð í und- ankeppni HM í handknattleik. Leik- urinn hefst kl. 17:15 og er um að gera að mæta tímanlega svo að menn sitji ekki fastir í umferðinni. Allir að mæta og hvetja landsliðið áfram. dalinn eða keyrið upp í Heiðmörk og takið góðan túr á einhverjum af þeim fjölmörgu göngustígum sem má finna þar. Kaffi Bjóðið vinum og vandamönnum í gott kaffi. Skellið í eina köku, kaupið gott brauð og álegg og ræktið sambandið við ykkar nánustu. Ró- legir sunnudagar eru mjög hentugir fyrir góðan mat og drykk í skemmti- legum félagsskap. Kvöldið Litla hryllingsbúðin hefur verið sýnd í leikhúsum um allan heim. Leiksýn- ingin er nú í íslensku óperunni og ættu þeir sem langar til þess að lyfta sér upp á sunnudagskvöldi að kaupa sér miða og þar með ávísun á góða skemmtun. Eins geta þeir sem ekki höfðu tækifæri til þess að skella sér á kaffihús á þjóðhátíðardaginn gert það á sunnudagskvöldið. Farið út að borða á einhvern af hinum fjölmörgu veitingastöðum borgarinnar, röltið u m bæinn að því loknu og ^ njótið kvöldsins. og leyfa þeim að spreyta sig hjá Skát- unum. Ef veður leyfir er hægt að taka með sér nestismola og slappa af í grasinu og leyfa börnunum að fá sér bita á milli þrauta. I Hljómskálagarð- inum verður Brúðubíllinn á milli kl. 14 og 14:30 með sína sívinsælu skemmtun sem flestir íslendingar undir þrítugu kannast við og hafa margir hverjir haft gaman af í æsku. Barna- ogfjölskylduskemmtunhefst á Arnarhóíi kl. 14:00 og stendur til 18:00 en þar munu Birta og Bárður úr Stundinni okkar kynna dag- skrána og ýmis skemmtileg atriði verða á sviðinu fyrir litla fólkið. Þar má nefna Sollu stirðu og Höllu Þrátt fyrir að úrval samkomu- staðasémjög fjölbreytt í borginni þá virð- ist vera að vissir staðir séu vinsælli en aðrir og ótrúlegur fjöldi mun því sækja að þeim. Sunnudagur 18. júní Blaöio/SteinarHugi Kvöldið Fyrir alla aldurshópa eru tónleikar á Arnarhóli frá 18:00-22:00. Mælt er með að fólk fari og kíki á Foreign Monkeys sem spila kl. 18:45, Bagga- lút sem spilar kl. 19:00, hljómsveit- ina Ampop sem spilar kl. 19:35 og Dr. Spock sem spilar einna síðast kl. 21:30. Þeir sem eru ekki mikið inn í ís- lenskri tónlist ættu engu að síður að mæta á svæðið og hlusta á skemmti- legan flutning og upplifa stemning- una sem myndast á Arnarhóli. Á Ingólfstorgi hefst dansleikur kl. 20:00 þar sem Rúnars Rúnars Júlí- ussonar og Milljónamæringarnir ásamt Bogomil Font og Ragnari Bjarnasyni leika fyrir dansi. Þeir sem vilja hafa gaman og rifja upp danssporin ættu að kíkja niður á Ingólfstorg og stíga sporin með þeim sem eru þar. Margir ætla sér líklega að halda gleðinni áfram á hinum ýmsu skemmti- og kaffistöðum bæjarins og er um að gera að vera mættur snemma til þess að þurfa ekki að vera standa við barinn fram eftir nóttu. Raðirnar byrja fljótlega að myndast á vinsælustu vinsælustu óg því er að vera lega á ferð- inni. Morguninn Þeir sem ekki voru á skralli fram eftir nóttu ættu að fara snemma á fætur. Eigið huggu- lega morgunstund og lesið blöðin yfir góðukaffioghollum og næringarríkum morgunmat. Skellið ykkur svo í hress- andi göngutúr um Elliðaár-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.