blaðið - 30.06.2006, Síða 4

blaðið - 30.06.2006, Síða 4
4 4 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚN{ 2006 blaðið Hestamönnum tryggt símasamband Síminn hefur komið upp tveimur færanlegum GSM-stöðvum við Vindheimamela í Skagafirði þar sem Landsmót hestamanna fer nú fram. Með því hefur fyrirtækið tífaldað afkastagetu kerfisins, sam- kvæmt tilkynningu frá Símanum í gær. Þetta er gert til að mæta aukinni farsímanotkun á svæðinu. Það er ekkibaraþannigað landsmótsgestir þurfi að geta hringt í vini og vanda- menn, heldur er GSM-samband nú orðið afar mikilvægt fyrir þá sem selja vörur og þjónustu. Ástæðan er sú að peningar eru nánast horfnir úr umferð í kjölfar gríðarlegrar kortavæðingar landans. Því þurfa þeir sem selja vörur og þjónustu á Vindheimamelum sífellt meira að treysta á GSM-posa svo þeir geti fengið greitt fyrir vöru sína. Heildartekjur ríkissjóðs 96,5 milljarðar Heildartekjur ríkissjóðs námu 96,5 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs samkvæmt bráðabirgða- tölum frá Hagstofu Islands. Sam- kvæmt sömu tölu var tekjujöfnuður jákvæður um 18,5 milljarða króna. Tekjur hafa aukist um 17,7% frá sama fjórðungi fyrra árs en gjöld um 6,4% og hefur afkoman því batnað talsvert. „Tekjur sveitarfélaganna á 1. árs- fjórðungi eru áætlaðar 27,9 millj- arðar króna, rekstrargjöld eru áætluð 27,8 milljarðar og virðist rekstrarniðurstaðan því hafa orðið jákvæð um 0,1 milljarð. Þetta er lak- ari niðurstaða en í fyrra þar sem gjöldin hafa hækkað meira en tekj- urnar,“ segir í fréttinni. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group, afhendir Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinfélagsins, styrkinn. Krabbameins- félagið fær 10 milljónir Actavis afhenti í gær Krabbameins- félagi fslands tíu milljónir króna að gjöf. Var gjöfin afhent í húsi Krabba- meinsfélags íslands en í gær átti félagið 55 ára afmæli. Guðrún Agn- arsdóttir, forstjóri Krabbameinsfé- lagsins, tók við gjöfinni og þakkaði fyrir þá miklu velvild sem Actavis sýndi félaginu. Guðrún sagði að gjöfin kæmi að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, sagði við afhendinguna að stjórn fyrirtækis- ins hefði ákveðið að styrkja félagið á þessum tímamótum í viðurkenn- ingarskyni fyrir áratuga starf í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Vaxandispenna á Gaza (kjölfar þess að ísraelskar hersveitir réðust inn á Gaza-svæðið aðfaranótt miðvikudags hefur spenna þar vaxið og óttast margir að ástandið fari úr algjörlega úr böndunum með þeim afleiðingum að aðrar þjóðir dragist inn í átökin. fsraelsmenn hófu aðgerðirnar til þess að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir palestínskir vígamenn rændu um síðustu helgi. (sraelskir hermenn hafa handtekið átta ráðherra í ríkisstjórn Hamas og tugi þingmanna þeirra. Háttsettir embættismenn innan palestínsku heimastjórnarinn- ar segja að svæðið sé stjórnlaust og algjör glundroði ríki. fsraelsmenn hóta áframhaldandi aðgerðum verði hermanninum unga ekki sleppt úr haldi. Fjórði góðgerða- dagurinn Gera má ráð fyrir að mikið fjör verði við Smáralindina á mánudag- inn þegar um 1600 gestum verður boðið í Tívolí verslunarmiðstöðv- arinnar. Um er að ræða börn og fylgdarlið allra aðildarfélaga frá Umhyggju, sambýlum, BUGL og fleirum. Dagurinn verður haldinn með sama sniði og síðustu ár og verður öllu stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Þetta er í fjórða skipti sem Tívoí Smáralind heldur slíkan góðgerða- dag. I fyrra mættu um 1.200 gestir og var þá mikið fjör, en um 1.600 einstaklingar hafa þegið boðið um að mæta að þessu sinni. „Mörkin yrðu sett ofar en gildandi hámarkshraði" Einar M. Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir uppsetningu hraðahemla vera meðal fjölda hugmynda sem skoðaðar eru til að uppræta alvarleg umferðarslys. Eftir Atla fsleifsson Skýr fyrirmæli hafa borist frá sam- gönguráðherra um að Umferðarstofa geri sérstaka könnun á möguleikum þess að setja upp hraðahemla í bíla, að sögn Einars Magnúsar Magnús- sonar, upplýsingafulltrúa hjá Umferð- arstofu. „Við munum að sjálfsögðu ekki víkjast undan því. Þetta er ekki enn komið í formlegan farveg, en á hverju ári skoðar Umferðarstofa fjöld- ann allan af hugmyndum og leiðum til þess að uppræta alvarleg umferð- arslys. Það getur snúið að breytingu á umferðarlögum, tæknibúnaði og alls kyns uppfinningum sem verið er að gera tilraunir með erlendis. Hraðahemlar eru meðal þessara hugmynda.“ Af fyrirsögn fréttar Blaðsins á mánudaginn um hraðahemla í bílum hefði mátt skilja sem svo að uppi væru hugmyndir um það hjá Umferðarstofu að tryggt yrði með slíkum búnaði að bílar kæmust ekki hraðar en 90 km á klukkustund. Þetta er ekki rétt, eins og kom fram í viðtali sem fylgdi fréttinni við Einar Magnús Magnússon, upplýsingafull- trúa Umferðarstofu. „Ef af þessu verður munu mörkin án efa verða sett ofar en gildandi hámarkshraði. Hraðahemlar eru einungis einn af mörgum möguleikum sem koma til greina varðandi það að uppræta alvarleg umferðarslys. Við köllum eftir skynsamlegri og fordómalausri umræðu um þessar hugmyndir og aðrar sem geta vonandi orðið til þess að bjarga mannslífum,“ segir Einar Magnús. Getur þurft að fara hraðar en 90 Einar Magnús segir að það segi sig sjálft að ef hraðahemlar yrðu settir upp í bíla og mörkin sett við 90 km hraða og ekkert umfram það, gætu skapast ákveðnar hættur og erfið- leikar í umferðinni. „Þó að menn hafi ekki lagalega heimild til þess að fara fram yfir 90 km hraða við fram- Einar Magnús Magnússon úrakstur, t.d. áþjóðvegum í dreifbýli, þá geta skapast ákveðnar aðstæður þar sem ökumenn neyðast til að fara fram yfir löglegan hámarkshraða. Svo geta ökumenn þurft að viðhafa svokallaðan neyðarakstur, t.d. til móts við sjúkrabíl með sjúkling eða slasaðan einstakling, og þá getur þurft að fara fram yfir leyfðan há- markshraða. f 8. gr. umferðarlaga kemur fram að ökumenn hafi heim- Mynd/Július ild til þess í neyðartilfellum, en þá þarf að merkja bílinn með hvítri veifu að framan og gera lögreglu við- vart. Hafa ber i huga að ábyrgðin er þó alltaf ökumannsins, líkt og þegar lögreglubifreiðar eða sjúkrabifreiðar viðhafa forgangsakstur.“ Furðulegt viðhorf Einar Magnús segir að ýmislegt þurfi aðskoðaogmetavarðandiþannmögu- leika að setja upp hraðahemla í bíla. „Það eru ótal mörg atriði sem þarf að skoða varðandi tæknilegar útfærslur á þessu. Auk margs annars þarf t.d. að skoða vel við hve mikinn hraða umfram löglegan hámarkshraða eigi að miða hraðatakmörkunina.“ Einar Magnús segir að nú sé lög- reglan að taka í gagnið fleiri hraða- myndavélar. „Það getur vel verið að sú aðgerð fullnægi kröfum okkar um bætta umferðarmenningu. Það er hins vegar furðulegt viðhorf sem fram hefur komið í þessari umræðu, að möguleg uppsetning hraðahemla væri skerðing á persónufrelsi. Það er líkast því að segja að uppsetning þjófavarna í skartgripaverslunum sé skerðing á persónufrelsi þess sem ætla að brjótast inn 1 verslunina.“ Tilraunir erlendis I Bretlandi hafa verið gerðar tilraunir með að koma upp aðvörunarkerfi í bíla. Sérstakt GPS-staðsetningartæki er tengt við ákveðinn kortagrunn. „Ef ökumaður keyrir um hverfi þar sem er 30 km hámarkshraði, þá kemur upp aðvörun í bílnum um að hann sé að keyra of hratt. Það er tækni sem getur vel verið að okkur hugnist betur en margt annað. Aðal- atriðið í þessu er að taka úr umferð það sem kallast ofsaakstur. Hættuleg- ustu einstaklingarnir eru ekki þeir sem eru að keyra um á „rétt rúmlega“ hámarkshraða,“ segir Einar Magnús. Að sögn Einars myndi það breyta viðhorfi margra ökumanna ef þeir ynnu á slysaskráningu Umferðar- stofu f nokkra daga. „Þar kemur í ljós ýmislegt sem af tillitssemi við fólk birtist ekki í fjölmiðlum, svo sem or- sakir, afleiðingar og hvers eðlis slysin eru. Lögregla, læknar, sjúkraliðar og fleiri vilja allt til þess vinna að þessar hörmungar verði teknar af vegum og götum landsins.“ atlii@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.