blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 16
16 I EIÐI FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöið Stangveiði á Austur- landi gerð aðgengileg SMÁAUGLÝSINGAR KAUPA blaöiö Stangveiðimönnum hér á landi hefur fjölgað gríðarlega síðstliðin ár. Ein af- leiðingþessa er að oft er orðið erfitt að komast í góða veiði nema með því að hugsa marga mánuði fram í tímann. Önnur afleiðing er sú að sökum auk- innar eftirspurnar hefur verð á veiði- leyfum hækkað jafnt og þétt síðustu árin. Sérstaklega á þetta við um svæði nálægt höfuðborgarsvæðinu, því aug- FISHER'S Motíon, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöðlur og vöðlujakkar. 9ára reynsla á íslandi. Hafa reynst frábærlega að sögn kröfuharðra neytanda. Toppgæði og gott verð! \ _ / Drciling: Vciðiliúsið • Hólntaslnð 4 • 101 Reykjavík • Simi: 562 0095 - 898 4047 FERÐA- OG UTIVISTARVERSLUN Skeifunni 6 • Sími 533 4450 • www.everest.is PER5DNULEG ÞJDNU5TR. FHGLEG RflÐGJDF ljóslegadregur það úr kostnaði og fyr- irhöfn fyrir þann mikla fjölda veiði- manna sem býr í borginni að þurfa ekki að eyða tíma og fjármunum í að koma sér um langan veg áður en að árbakkanum er komið. Veiðimenn eru ennfremur yf- irleitt mun betur kunnugir þeim veiðisvæðum sem eru þeim næst og kjósa því að veiða þar. Stangveiði á Austurlandi er fyrir mörgum algerlega óþekkt stærð. Hinsvegar má fullyrða að þar er hægt að komast í góða veiði með lítilli fyr- irhöfn, litlum fyrirvara og síðast en ekki síst fyrir lítinn pening. Vandinn er hinsvegar sá að engar heildarupp- lýsingar um veiði á Austurlandi hefur verið að finna fram að þessu og því hefur oft verið erfitt fyrir veiðimenn sem lítið þekkja til landshlutans að fóta sig á óþekktri veiðislóð. Það hjálpar ekki til að þó að veiðimaður sé kominn austur á land og búinn að finna sér álit- lega veiðiá eða fal- legt vatn þá hefur ekki legið fyrir hvar hægt er að fá leyfi til að kasta fyrir fisk á þeim veiðistað. Perlur á Austurlandi Fyrir þá sem hafa áhuga á veiði á Aust- urlandi hefur líf þeirra nú verið gert talsvert auðveldara því Eiríkur St. Ei- ríksson hefur nú „lokað hringnum“ með útgáfu fjórðu og síðustu Stanga- Forsfða Stangaveiðihandbókarinnar veiðihandbókarinnar. Þar er fjallað um hina fjölbreyttu veiðimöguleika sem bjóðast á Austurlandi, bæði þekktar veiðiár sem og nánast óþekkt veiðivötn. Dæmi um þekktar veiðiár á Austur- landi eru Selá og Hofsá í Vopnafirði þar sem bændur jafnt sem konungar hafa veitt sér til gleði og ánægju. Ennfremur hefur Breiðdalsá komist vel á kort stangveiðimanna síðustu árin eftir að Þröstur Elliðason tók hana á leigu og fór að byggja þar upp laxastofn. Dæmi um veiðiá sem færri þekkja en er litlu síðri má nefna Norðfjarð- ará í Norðfirði sem er ein skemmtileg- asta sjóbleikjuá landsins. Hún hefur þá sérstöðu að þar tekur fiskurinn mun frekar flugu en t.d. maðk eða spúna og er hún því nánast paradís fluguveiðimannsins. Annað veiðisvæði sem vel er þess virði að heimsækja er Gilsá á Hér- aði. Þar geta veiðimenn átt von á að setja í sjóbleikju, urriða eða lax - allt eftir því hvaða veiðistaður er valinn Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiöimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft aö fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er aö leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi griHa, innisalur og útipallar. 561 q752 og ^93 7101 Veiðinámskeiðin heQast 12. júní, fyrir börn á aldrinum 8-14 ára Eiríkur ST. Eiríksson hverju sinni og hvaða veiðiflugur eru notaðar. 1 1 Hafið samband i sima 820 2200 eða heimsækið vefsíðu okkar og pantið veiðiieyfi og veiðihús á þessum fallega stað. * é.. - > > * I imiKORTIÐ P*j d vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Tæplega 400 veiðisvæði Frá öllu þessu og miklu fleira er sagt í þessu nýjasta hefti af Stangaveiði- handbókinni. Þetta er eins og áður sagði fjórða bókin f ritröð Eiríks um stangveiði á íslandi og hefur hann nú fjallað um veiði í öllum landshlutum. I fréttatilkynningu sem send var með bókinni segir: „f henni er fjallað um veiðisvæði á austanverðu landinu, frá Jökulsá á Fjöllum austur, suður og vestur um að Núpsvötnum. f bókinni er fjallað um tæplega 400 mismunandi veiði- svæði. Rætt er við veiðimenn og gerð er grein fyrir því hverjir fara með veiðiréttinn og hvernig auðveldast sé að verða sér úti um veiðileyfi... Heimildarmenn í fjórða bindi Stangaveiðihandbókarinnar eru hátt á annað hundrað talsins. í örnefna- skrá bókarinnar er getið tæplega 1300 örnefna sem tengjast umfjölluninni um veiðisvæði á austanverðu land- inu. Alls eru heimildarmenn í öllum fjórum bókunum um 500 talsins og í þeim er skrá yfir um 5000 örnefni." óhætt er að rnæla með þessari greinargóðu bók fyrir alla þá sem hafa áhuga á stangveiði á fslandi. Auð- velt er að nálgast hana, því hún fæst í bókaverslunum, veiðivöruverslunum sem og ESSO-bensínstöðvum hring- inn í kring um landið. adalbjorn@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.