blaðið - 30.06.2006, Síða 6

blaðið - 30.06.2006, Síða 6
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaðið TÖLVUVERSLUN BRAUTARHOLT110-14 | S: 588 1000 | WWW.TASK.IS Opið: 10-18 virka daga 12-16 laugardaga Uikutilboú Task! Alvöru fartölva! Asus A6V Skjár: 15.4" SXGA Örgjörvi: Intel Pentium 1,73Ghz Skjákort: ATi Radeon X700 Pro - 128mb Minni: 512MB DDR2/ mest 1B Harður diskur: 60GB - 4200rpm Stýrikerfi: Windows XP Professional Verðáður 139.900r Verð nú 119.900," Öflug leikjavél! Asus W2U Skjár: 17" SXGA (1680x1050) Örgjörvi: Intel Pentium Mobile 770 2,13Ghz| Skjákort: ATI Radeon X700128MB Minni: 1GB DDR2 / mest 2GB Harður diskur: 100GB 5400rpm Geisladrif: DVD double layer brennari Stýrikerfi: Windows XP Pro Og margt margtfleira! Verðáður 229.000," Verð nú 209.900." JHcyul 6 i frettÍr Koizumi og Kóngurinn Eftir fundarhöld forsætisráðherra Japans og George Bush, forseta Bandaríkjanna, liggur leiðin til Graceland í Memphis í Tennessee. Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, fundaði í gær með George Bush, forseta Bandaríkjanna. Koiz- umi er í sinni síðustu opinberu heim- sókn til Bandaríkjanna en hann mun láta af störfum sem forsætisráð- herra í septembermánuði næstkom- andi. Leiðtogafundir Bandarikjanna og Japan vekja ávallt mikla athygli enda eru þjóðirnar nánir banda- menn sem deila sameiginlegum áhyggjum af stöðu mála í Asíu og á öðrum stöðum í heiminum. Á fund- inum munu Bush og Koizumi meðal annars ræða langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna og stuðning Japana við Bandaríkin í hinu svokall- aða „stríði gegn hryðjuverkum”. En heimsókn Koizumis snýst ekki eingöngu um viðræður um brýn úrlausnarefni í heimi alþjóða- mála. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru að kveðja merkilegan stjórn- málamann sem hefur verið dyggur stuðningsmaður George Bush á al- þjóðavettvangi og hefur að mörgu leyti umbreytt japanskri utanrík- isstefnu með þeim afleiðingum að stuðningur Japana við Bandaríkin er virkari og áþreifanlegri en áður. Og til þess að sýna þakklæti sitt ætlar George Bush að bjóða Junic- hiro Koizumi með sér til Graceland í I Jurdchiro Koizumi I PniMWbl | My Favortte Elvis Songs I * Diskurinn með 25 uppáhalds Presleylög- um Koizumis er vinsæll í Japan Memphis í Tennessee að loknum við- ræðum um ástandið í alþjóðamálum og samskipti ríkjanna. Forsætisráð- herrann er nefnilega gríðarlegur El- vis Presley aðdáandi og hefur lengi beðið eftir tækifæri til þess að fara í pílagrímsför til heimilis Kóngsins. Junichiro Koizumi heillaðist ungur af Elvis Presley og hefur sagt að fyrsta lagið sem hann hafi heyrt á ensku hafi verið „I Want You, I Love You, I Need You” og í kjölfarið féll hann kylliflatur fyrir hæfileikum Junichero Koizumi, forsætisráðherra Japans, kom til Washington D.C í gær. Reuters rokkgoðsins. Árið 1987 stóð hann fyrir fjáröflun ásamt yngri bróður sínum til að láta reisa styttu af Presley. Styttan stendur nú í Hara- juku-hverfinu í Tókýó. Árið 2001, stuttu eftir að Koizumi tók við starfi forsætisráðherra Jap- ans, tók hann sér tíma til að standa að útgáfu safndisks með tónlist Pres- leys. Diskurinn, sem inniheldur 25 uppáhaldslög forsætisráðherrans ásamt umfjöllun hans um þau, seld- ist eins og heitar lummur í Japan. Elvis áhrifabreyta í alþjóðamálum? Aðdáun Koizumis á Elvis Presley hefur einnig spilað hlutverk í starfi hans sem stjórnmálamanns. Sagt er að engum mannfagnaði á vegum stjórnmálaflokks forsætisráðherr- ans, Frjálslyndra demókrata, sé slitið án þess að leiðtoginn komi upp og taki „Love Me Tender” í kar- íókí. Og á alþjóðavettvangi kann að vera að áhugi Koizumis og aðdáun á Presley hafi hjálpað til við að mynda náin persónuleg tengsl við mikil- væga bandamenn. Hermt er að þegar Koizumi fundaði fýrst með Bush, á búgarði hins síðarnefnda í Texas, hafi hann tekið nokkur Elvis-lög Kóngurinn hefur heillað fleiri ráðamenn en Koizumi. Presley og Richard M. Nixon í Hvíta húsinu á áttunda áratugnum. við góðar undirtektir. Condoleezza Rice þótti mikið til þekkingar Koiz- umis á bandarískri dægurlagamenn- ingu koma þegar þau hittust fyrst í opinberum kvöldverði. Og Koizumi og Alexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, sungu tónlist Elvis eitt sinn saman í kvöldverðarboði. Junichiro Koizumi er merkur stjórnmálamaður sem er bæði um- deildur og vinsæll í Japan. Hann er ólíkur mörgum fyrirrennurum sínum sökum þess hve alþýðlegur hann þykir. Heimsókn hans til Graceland undirstrikar það og er táknrænn lokapunktur á siðustu opinberu heimsókn Koizumis til Bandaríkjanna. Einum sleppt úr gæsluvarð- haldi vegna TR-málsins Hlutur eins þeirra sem hnepptur var í gæsluvarðhald vegna fjár- svikamálsins hjá Tryggingastofnun mun vera upplýstur að fullu. Eftir Val Grettisson Einstaklingi sem grunaður er um að- ild að fjársvikum innan Trygginga- stofnunar ríkisins hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi, samkvæmt Jóni H.B. Snorrasyni, saksóknara efna- hagsbrotadeildarríkislögreglustjóra. Hlutur þess aðila mun vera upp- lýstur að fullu. Kona á fertugsaldri er grunuð um að hafa svikið alls 75 milljónir út úr Tryggingastofnun ríkisins en afbrotin ná yfir fjögurra ára tímabil. Hún starfaði sem þjón- ustufulltrúi hjá Tryggingastofnun. Fernt var hneppt í gæsluvarðhald á mánudag og þar á meðal sonur kon- unnar og kærasta hans samkvæmt heimildum Blaðsins. Samkvæmt heimildum mun konan búa í félags- legri íbúð í Breiðholtinu og segja ná- grannar að hún hafi lifað hátt áður en hún var hneppt í gæsluvarðhald. Yfirheyrslur enn í gangi Um tuttugu manns eru viðriðnir málið og er lögreglan að yfirheyra þá aðila og athuga hvort um mein- særi hafi verið að ræða samkvæmt Jóni. Ekki liggur fyrir hvort ein- hverjir af þeim tuttugu sem liggja einnig undir grun hafi verið kærðir. Grunur leikur á að þessir aðilar hafi opnað reikninga og konan lagt inn á þá og borgað þeim þóknun fyrir. Jón H.B. getur ekki staðfest hvort játningar liggi fyrir en þrennt mun áfram verða i gæsluvarðhaldi til 7. júlí. Lifði um efni fram? Samkvæmt nágrönnum konunnar virtist hún lifa langt um efni fram. Hún virtist skipta reglulega um bif- reiðar og einnig mun hún hafa skipt nær árlega algjörlega um innbú. Lét hún það gamla undir stigaganginn þar sem það safnaði ryki samkvæmt heimildum. Að sögn nágrannanna mun nokk- urt ónæði hafa borist frá íbúðinni á kvöldin því konan spilaði háværa tónlist og mikill gestagangur var hjá henni. Sonur hennar sem einnig situr í gæsluvarðhaldi mun áður hafa komist í kast við lögin sam- kvæmt heimildum en þar mun þó ekki um að ræða afbrot af þessari tegund. Málið er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. valur@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.