blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 31
blaðiö FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 ÍÞRÓTTIR I 31 Sannkölluð þjóðhátíðarstemning hefur ríkt í Þýskalandi og ekki skemmir fyrir að landslið heimamanna hefur staðið sig með miklum ágætum. Ástríkur hafði áhyggjur af sínum mönnum í franska landsliðinu en þeir náðu þó að knýja fram góðan sigur gegn Spánverjum í 16-liða úrslitum. Cristian Mora fór mikinn í marki Ekvadora en vakti ekki síst athygli fyrir að vera með fána landsins málaðan á kinnar sér í leikjum. Brasilíumaðurinn Kaka hyllir samherja sinn Ronaldo eftir að sá síðarnef ndi hafði skorað gegn Ghana og þar með bætt markamet Gerds Múllers á HM. Holdmikli markahrókurinn hlær að öllu saman, enda ekki ástæða til annars. Patrick Vieira má þakka sínum sæla fyrir að hafa sloppið lifandi úr þessari þvögu. Sam- herjar hans trylltust af gleði eftir að hann kom Frökkum yfir gegn Spánverjum 116-liða úrslitum og sýndu honum mikla ást. Portúgalinn Cristiano Ronaldo fer grátandi af velli eins og sönn hetja eftir að hafa meiðst á læri. Þetta föngulega fljóð hefur vonandi brosað til holiensku leikmannanna eftir að þeir töpuðu fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Fátt annað hefði getað létt þeim lundina og minnkað vonbrigðin. Unglingarnir í enska landsliðinu, Aaron Lennon og Theo Walcott, teygja saman á æfingu. Lennon hefur komið með mikinn frískleika inn í enska liðið en Walcott hefur ekki enn fengið að spreyta sig.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.