blaðið - 30.06.2006, Síða 2

blaðið - 30.06.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö blaóió^= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Maradona þarf ekki að hafa áhyggjur af vangoldnum gjöldum. Hann verður á vellinum í dag. Skatturinn herjar á HM-fíkla Argentínsk skattayfirvöld herja á einstaklinga sem vel liggja við höggi þessa dagana. Starfsmenn skattstjór- ans í Buenos Aires, höfuðborg lands- ins, hafa í þessari viku farið inn á heimili þeirra sem ekki hafa greitt skattinn sinn og tekið sjónvörp þeirra sem tryggingu. Hefur að- gerðin sett gríðarlega pressu á knatt- spyrnuóða Argentínumenn sem skulda skattinum, ekki síst þar sem Argentína leikur á móti Þjóðverjum í átta liða úrslitum heimsmeistara- keppninnar í dag. Aðgerðin er enn einn liðurinn í herferð Santiago Montoya, aðalskatt- heimtumanns Buenos Aires og nær- sveita, gegn landlægu skattasvindli í Argentínu. Montoya hefur áður staðið að umdeildum aðgerðum til þess að setja þrýsting á þá sem skulda skatt. Hann hefur látið emb- ættismenn skrifa mökum skuldara bréf, sem og ítrekað kröfur um skil á sköttum með því að leggja inn skilaboð á talhólf skuldaranna. Meistaflug við höfnina Þaö sindrar ekki aðeins af vesturgluggum sem brenna I húsunum, því í slippnum neistar enn af skipsskrokkunum. Senn hljóöna þó hamarshöggin þar, því á slippsvæðinu í Reykjavík á aö rísa huggulegt bryggjuhverfi. Fyrir viðkvæm eyru íbúanna myndi sjálfsagt iskra of hátt í hjólum atvinnulífsins. Ánægja með sjúkraþjálfara Rúmlega 6o% þeirra sem leitað hafa til sjúkraþjálfara einhvern tíma á æv- inni segja að meðferðin hafi dregið úr notkun verkjastillandi og bólgueyð- andi lyfja. Þá segja yfir 80% þeirra sem til sjúkraþjálfara hafa leitað að meðferðin hafi haft frekar eða mjög góð áhrif á starfsþrek sitt þegar til lengri tíma væri litið. Þetta er ein af niðurstöðum nýrrar könnunar sem Félagsvísindastofnun hefur unnið fyrir Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. í tilkynningu frá félaginu í gær segir meðal annars um niðurstöður könnunarinnar: „í könnuninni var almennur hluti þar sem spurt var um viðhorf til sjúkraþjálfara og þekkingu á starfi þeirra. I sérstökum hluta könnunar- innar voruþeirsíðan einungis spurðir sem leitað höfðu til sjúkraþjálfara. I almenna hlutanum kom fram að nær allir, eða 97,4% aðspurðra, voru ann- aðhvort jákvæðir eða mjög jákvæðir gagnvart starfi sjúkraþjálfara. Meðal þeirra sem höfðu leitað til sjúkraþjálf- ara voru litlu færri eða 87% ánægð með meðferðina." Aöstööuleysi veldur utanvegaakstri Átaki gegn utanvegaakstri var ýtt úr vör í gær. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir það á hendi stjórnvalda að rétta aðstaðan fyrir ökutæki sé fyrir hendi. Átaki ýtt úr vör í gær. Eftir Atla (sleifsson Jónína Bjartmarz Jónína Bjart- marz.umhverf- isráðherra, segir utanvega- aksturvaxandi vandamál sem stafi aðallega af aukningu ( innhlutningi, bæði á stórum t 0 r f æ r u - jeppum og tor- færuhjólum. „Torfæruhjólin telja nú hátt í 4.000. Vand- inn eins og hann horfir við okkur er til- tekið aðstöðu- leysi fyrir tor- færuhjólin, segir Jónína í samtali við Blaðið. Umhverfisspjöll af völdum öku- manna torfæruhjóla og jeppa hafa aukist mikið á undanförnum árum. Þó að vandinn sé landlægur er hann einna mestur á suðvesturhorni landsins, ekki síst á Reykjanesi og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Átakinu „Áfram veginn - á réttum slóðum“, sem er átak gegn utan- vegaakstri á Islandi, var ýtt úr vör im Benedikt Magnússon í gær. Ferðaklúbburinn 4x4 og Vél- hjólaíþróttaklúbburinn standa fyrir átakinu í samvinnu við Ferðafélag Islands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna, Landvernd, Poka- sjóð og fleiri aðila. Vakningarherferð Jónína segir þetta vera vakningarher- ferð sem á að sporna gegn akstri utan vega, bæði með aðhaldi og fræðslu. „Þetta er mjög jákvætt framtak sem byggir á félagslegu aðhaldi. Kenna á þeim sem eiga þessi tæki og vilja njóta náttúrunnar á þennan hátt að umgangast hana og virða. Það eru samtökin sjálf sem eiga frumkvæði að og standa fyrir þessu í samstarfi við aðra aðila." Jónína segist horfast í augu við að eitthvað verði einnig að koma á móti frá stjórnvöldum í baráttunni gegn utanvegaakstri. „Gagnvart öku- mönnum torfæruhjóla og jeppa er þetta einnig spurning um aðstöðu. Fjallvegir og slóðar verða að vera vel merktir með stikum svo að fólk valdi ekki tjóni í ógáti. Það er á hendi ríkis og sveitarfélaga að rétta aðstaðan sé fyrir hendi,“ segir Jónína. Árvisst vandamál Benedikt Magnússon, formaður Ferðaklúbbsins 4x4, segir að með átakinu vilji þeir aðilar sem að því koma stuðla að því að innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn geti notið fegurðar náttúrunnar um ókomin ár. „Utanvegaakstur er árvisst vanda- mál. Átakið felur í sér að við ætlum að vera með kynningu og áróður, þar sem hvatt verður til þess að fólk sýni náttúrunni virðingu og aki einungis á löglegum slóðum og haldi sig á þeim,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hefur vandinn verið viðvarandi lengi. „Ferðaklúbb- Mynd/RAX urinn 4x4 hefur áður staðið fyrir svona átaki sem olli talsverðri hugar- farsbreytingu hjá jeppamönnum, en þó hvergi nærri nóg. Það þarf stöðugt að minna ökumenn á að halda sig á réttum slóðum,“ segir Benedikt. atlii@bladid.net Mikið úrval af LCD flatskjám og lofftnetum Tiivalið í ferðalagið 20" LCD 12V/220 Jieico SKÚTUVOGI 6 SÍMI 570 4700 • www.eico.is D HefðsWrtÍw^; ■ Uttskýjaíá**. SkýjaS Alskýjað^jí^ Rigning.lítilsháttar^-^Rigningi*— Súlrl ■ -* Snjókoma" ■ siydda^íSl. Snjðél ---s jJUJjjli' Algarve 23 Amsterdam 22 Barcelona 27 Berlín 24 Chicago 18 Dublin 15 Frankfurt 24 Glasgow 16 Hamborg 20 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 20 London 25 Madríd 34 Mallorka 30 Montreal 16 New York 21 Oríando 24 Osló 22 Paris 25 Stokkhólmur 24 Vín 20 Þórshöfn 12 A morgun Veðurhorfur í dag Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.