blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 26
26 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaðiö Karlmenn og snyrting Sumir karlmenn hræðast allt sem viðkemur snyrtingu eða snyrtivörum. Sérstaklega eru þeir hræddir við að það sé ekki nógu karlmannlegt að huga of mikið að útlitinu. £n staðreyndin er sú að karlmenn þurfa, eins og konur, að huga vel að húð sinni og það er ekkert skemmtilegra en að sjá vel snyrtan karlmann sem augljós- lega hugsar vel um húðina. Þeir eldastvist eins og við konurnar. Ekki eru þó allir feimnir við að nota snyrtivörur og koma karlmanna á snyrtistofur hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessari aukningu gæti verið sú að menn eru farnir að hugsa betur um útlitið en áður. Fyrst voru það fötin, svo hárið og nú loks er það að komast í tísku hjá körlum að hugsa vel um húðina sína. Snyrtimennska þykir sjálfsögð í samfélagi okkar í dag og karlmenn taka þátt í þessu líkt og konur, en ganga þó mislangt. Sumir karlmenn hafa komið á snyrtistofu og viljað dekkja auga- brúnirnar til þess að fá skarpari augnsvip. Jafnvel láta þeir plokka þær aðeins líka. Þetta er eitthvað sem eflaust á eftir að aukast á næstu árum þar sem íslenskir karl- menn eru oft fölir og sviplausir til augnanna. Mættu slaka á í andlitsbaði Karlmenn nota yfirleitt einfaldar snyrtivörur. Helst ilmlausar eða með rakspírailm. Á hverju ári bætast við fyrirtæki sem bjóða upp á snyrtivörur sem eru lagaðar að þörfum karlmanna. Einnig er stóraukin sala á húð- kremum og vörum sem sérhann- aðar eru fyrir karlmenn og viðhalda heilbrigðu útliti húðarinnar. Á snyrtistofum er algengast að karlmenn komi í fótsnyrtingu. Það þykir ekki eins kvenlegt að fara í þá meðferð eins og t.d andlitsbað. Karlmenn mættu þó alveg vera dug- legri að láta slíkan munað eftir sér. Þeim veitir oft ekki af slökuninni sem fylgir þvi að láta dekra við sig. Vax er næst á listanum yfir algenga meðferð sem karlmenn koma í. Þá eru það oft eiginkonur eða kærustur sem hafa gefist upp á óæskilegum hárvexti hér og þar á mönnum sínum og panta tíma fyrir þá í vaxmeðferð í kjölfarið. Svo koma þeir af sjálfsdáðum næstu skipti á eftir því þetta er oft ný upp- götvun fyrir þá. Þeim líður nefnilega oft mun betur eftir meðferðina. Með gjafabréf í vasanum Oftast er það þó þannig að þeir karlmenn sem koma á snyrtistofur eru með gjafabréf í vasanum sem konan hefur gefið þeim. Gjafabréfið felst þá í meðferð, handsnyrtingu, fótsnyrtingu eða andlitsbaði. Vitan- lega njóta þeir þess til fulls og koma nánast undantekningarlaust aftur á stofuna síðar. Eru jafnvel duglegri en konurnar eftir að þeir hafa kom- ist á bragðið. Sérstök karlameðferð Það er gaman að segja frá því að nú bjóða sumar stofur uppá sérmeð- ferð fyrir karlmenn. Meðferð sem tekur sérstakt tillit til þarfa þeirra og smekks. Við húðhreinsun og and- litsböð karla eru notaðar vörur sem eru lyktarlausar eða með mildum ilmi. Einnig eru þær vörur sem notaðar eru fyrir karlpeninginn oft öflugri þar sem þeir hafa þykkari húð en konur. Þannig notum við t.d. sterkari ávaxtasýrur sem fara dýpra í húðina. Ég er alveg á þeirri skoðun að karlmenn ættu upp til hópa að vera ófeimnari við að mæta á snyrti- stofur. Ekki hafa þeir aðeins bæði gott og gaman af því, heldur gleður það konurnar svo sannarlega líka. SNYRTI- FRÆÐINGURINN MARÍA BJÖRGTAMIMl Hann ilmar svo vel og er einstaklega aðlaðandi Fátt heillar konur meira en vellyktandi og vel gefinn karlmaður. ÉBl íslenskir karlmenn hafa undanfarin ár verið að breyt- ast svolítið. Þeir eru minna hræddir við að vera snyrti- legir eða viðurkenna að þeir hafi áhuga á að hirða sig vel og ilma vel. Þetta eru einstaklega góðar fréttir fyrir bæði kynin. Körlum, engu síður en konum, líður betur þegar þeir eru vel tilhafðir og svo kunna konurnar einnig að meta snyrtimenni. Fáir komust jafn vel að orði um þessi mál og Jakob Frímann í myndinni Með allt á hreinu þegar hann sagði: „Það má vera svolítið villt, en þó skal snyrtimennskan ávallt höfð í fyrirrúmi." margret@bladid.net P Jk JEAN PAUL GAULTIER - Le Male & Le Male Body Spray Jean Paul Gaultier kann að gera ilmi fyrir karl- menn. Ilm- urinn hans, Le Male, er með alvinsæl- ustu karlmanns- ilmum sem settir hafa verið á markað. Stærri flaskan, Le Male BODY SPRAY, kom út sl. vor og er ætluð sem alhliða ilmur á líkamann enda öl- ítið léttari og mild- ari en upprunalegi Le Male ilmurinn. r Þetta er svolítið djarfur ilmur, seið- andi og sumar- legur og óskaplega heillandi. Karlatískan kynnt á tísku- viku í Mílanó DSquared2's fer sigurför um heiminn. Sumarið 2007 verður svolítið sixtís... hjá DSquared2’s bræðrum. Bleikir skór, grænt belti og fjólublá skyrta. Allskostar ófeimnir við að blanda saman litum. Kanadísku tvíburabræðurnir Dean og Dan Caten 1 eftir að hafa kynnt vor- og sumarlínu sína fyrir ári Fróðustu tískusérfræðingar halda því fram að samkyn- hneigðu tvíburabræðurnir Dean og Dan, hönnuðir merkisins DSquared2’s, séu hinir „nýju“ Dolce og Gabbana. Þetta eru víst engar ýkjur því skv. San Frans- isco Magazine eru þessir strákar orðnir hálfgerðar „tískurokk- J Voru þeir að horfa á Pocahontas? Höfuðskraut í anda indíána Norður-Ameríku er það sem koma skal frá Dolce og Gabbana. Takið eftir leðurhulstrinu utan um iPod-tækið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.