blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 33
blaöiö FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 GOLF I 33 Ágrip af sögu golfsins Golfíþróttin er talin eiga uppruna sinn meðai Kínverja, Frakka og Skota, en almennt fá þó Skotar heiðurinn af því að vera upphafs- menn íþróttarinnar. Fyrstu heim- ildir sem vitað er um koma úr 15. aldar lagabókum þar sem minnst var á bann við því að leikurinn „gowf“ væri leikinn. Sumir fræðimenn telja þó að þarna hafi hugsanlega verið átt við annan leik sem í dag mætti bera saman við hokkí. Þessir sömu fræði- menn benda á að leikur sem gekk út á að koma litlum kúlum í holur í jörðinni með kjuðum hafi verið leik- inn á sautjándu öld í Hollandi. Orðið „golf“ er svo talið eiga uppruna sinn í þýsku orði yfir klúbb. Öflugri sláttuvélar - betri vellir Elsti golfvöllur í heimi er Old Links völlurinn í Musselburgh í Skotlandi og þar mun María Skotadrottning hafa sveiflað kylfunni sinni árið 1567. Augljóslega hafa miklar framfarir átt sér stað í golfheiminum frá því að þessi skemmtilega íþrótt leit fyrst dagsins ljós. Til dæmis eru sláttu- vélar öflugri í dag og gera flatirnar betri. Golfkúlurnar eru betur hann- aðar þar sem ónáttúrleg efni hafa verið notuð við gerð þeirra síðan um 99................... Leikir þar sem kúlur og kjuðar eða kylfur koma við sögu hafa verið leiknirí gegnum aldirnar út um allan heim, en golfeins og við þekkjum það í dag, þar sem leiknar eru 18 holur eða fleiri, erklárlega frá Skotum komið." næstsíðustu aldamót. Járnskaftið kom svo til sögunnar um 1930 og það hafði miklar jákvæðar breyt- ingar í för með sér. Upp úr 1970 var farið að nota járn í hausana á golf- kylfum og sköft úr granítblöndum komu á markaðinn upp úr 1980. Klárlega frá Skotum komið 1 janúar á þessu ári fundu kínverskir fræðimenn gögn sem hugsanlega koma til með að afsanna að Skotar eigi heiðurinn af því að hafa fundið upp golfið. Mjög svipaður leikur var nefnilega leikinn í Kína um fimm- hundruð árum áður en minnst var á það í skoskum heimildum. Þessum kínverska leik er lýst á mjög svip- Slegið í gegn á Skaganum í sunnudagsbíltúrnum er haldið til Akraness þar semfjölskyldan getur sveiflað kylfunum saman. Golfklúbburinn Leynir á Akra- nesi hefur verið starfandi frá ár- inu 1965, en upphaflega hét hann Golfklúbbur Akraness. Félags- menn eru með fyrirtaks golfvöll að Görðum, en golfvöllur Skaga- manna fékk snemma nafnið Garðavöllur - enda hafði landið áður heyrt undir Garðaprestakall. Völlurinn hefur reglulega farið í gegnum endurbætur og sjá félags- menn aðallega um þær. ldag er þar að finna 18 holu golfvöll, 250 metra æfingasvæði með yfirbyggðum og flóðlýstum æfingateig, boltaleigu, æfingapúttflöt og veitingasölu í golfskálanum. Það færist sífellt 1 aukana að fólk úr Reykjavík bruni vestur á Skaga til að eiga góðan dag á golfvellinum. „Við erum með samninga við nokkra klúbba í Reykjavík og þeir eru mjög duglegir að nýta sér það að koma hingað á völlinn að spila. Það hefur mjög oft verið talað um að hér séu einstaklega góðar flatir og almennt finnst fólki þetta mjög skemmtilegur völlur. Hann er í mjög góðu standi eins og er,“ segir Hildur Magnúsdóttir, starfsmaður golfklúbbsins Leynis, en tekur það fram að hún sé kannski ekki alveg hlutlaus þar sem heimahagarnir séu henni kærir. „Manni finnst alltaf allt best heima hjá sér,“ segir hún og hlær. Ahugasöm ungmenni Daggjaldið á Garðavellinum er 3500 kr en ef fólk er mætt fyrir klukkan tvö, eða er að spila með félagsmanni, er gjaldið 2500. Krakkar yngri en 99.................... Það færist sífellt í aukana að fólk úr Reykjavík bruni vestur á Skaga til að eiga góðan dag á golfvellinum. sextán ára greiða hinsvegar aðeins 1500 krónur fyrir daginn. Um 110 ungmenni 18 ára og yngri eru félagar í golfklúbbnum og eru reglulegar golfæfingar fyrir þennan hóp 2-3 sinnum í viku yfir sumar- tímann og 1-2 sinnum yfir vetrartím- ann. Karl Ómar Karlsson, golf- og íþróttakennari, sér um golfkennslu og þjálfun barna og unglinga ásamt aðstoðarfólki en þessi golfkennsla, ásamt golfnámskeiðum hverskonar, hefur virkað mjög hvetjandi á Skaga- krakka með þeim afleiðingum að fjölmargir eru skráðir og virkir með- limir í Golfklúbbnum Leyni. Golfkennsla fyrir almenning Karl ómar Karlsson býður einnig almenningi upp á golfkennslu, hvort heldur sem viðkomandi er félagsmaður í golfklúbbnum eða ekki. Hægt er að kaupa einstaka golfkennslutíma eða golfnámskeið hjá Karli Ómari, en hver tími er um 30 mínútur. Það er því viturlegt að panta að- eins fram í tímann því það væri svekkjandi að ætla að hefja glæstan golfferil sinn á Akranesi með kennslu hjá Karli en fá svo engan tíma. Skoskir aðalsmenn munda hér kylfur sínar á Musselburgh-vellinum fyrir 150 árum. aðan hátt og golfi og meðal annars klúbbs Skotlands, Royal and Anci- dag,þarsemleiknarerui8holureða kemur þar fram að kylfurnar hafi ent GolfClub of St. Andrews: „Leikir fleiri, er klárlega frá Skotum komið.1 oftast verið úr gulli sem gefur til þar sem kúlur og kjuðar eða kylfur ............................... kynna að þetta hafi aðeins verið koma við sögu hafa verið leiknir í margret@bladid.net heldri manna íþrótt. Um þessa til- gegnum aldirnar út um allan heim, gátu segir fulltrúi eins virtasta golf- en golf eins og við þekkjum það í FINNST ÞER ÞU EIGA MEIRA SKILIÐ? Biaðið óskar eftir duglegum, metnaðarfullum og kraftmiklum sölumönnum til starfa sem fyrst Við leitum að fólki með frumkvæði, ódrepandi áhuga á sölumennsku, vilja og getu til að vinna í krefjandi og erilsömu umhverfi og hressleikann að leiðarljósi. GÓÐ LAUN í BOÐI FYRIR DUGLEGT FÓLK. LAUN ÁRANGURSTENGD UMSÓKNIR SENDIST Á ATVINNA@BLADID.NET blaðiða

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.