blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 24
24 I HEILSA FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö meina bót Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Allra Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Úr útiverunni - gengið og skokkað eftir Bjarna E. Guðleifsson, náttúrufræðing á Möðruvöllum í Hörgárdal. I bókinni segir Bjarni í einföldu máli frá langri reynslu sinni af gönguferðum um fjöll og dali og skokki eftir þjóðvegum, borgarstrætum og óbyggðum. Blaðið hafði samband við Bjarna og spurði hann út í tilurð bókar- innar sem og bókina sjálfa. „Þetta eru svona hugleiðingar og pistlar sem ég hef bæði skrifað og hugsað á löngum ferli mínum. Þetta er ekki svona leiðbeiningabók með beinum tilvísunum í hvernig fólk eigi að búa sig eða hvaða leið menn eigi að fara. Þetta eru frekar mínar reynslu- sögur, reynsla mín af því að ganga á ýmis fjöll við ýmsar aðstæður. Þetta átti aldrei að verða bók en þegar ég fór að taka efnið saman þá fannst mér þetta fyllilega vera eitthvað sem fólk gæti haft gaman af. Ég reyni síðan að bæta við þetta ýmsum spaugilegum atvikum sem ég hef lent í. Textinn er afar auðles- anlegur og tilgangurinn er sá að laða almenning til fjalla eða út að skokka. Ég gef þá í skyn að þessar tvær greinar séu fyrir „venjulegt“ fólk, ekki fyrir neitt keppnisfólk." Allt bragðast vel á Qöllum 1 bókinni er meðal annars gerð grein fyrir göngugörpum, fjalla- sýki, íslenskukennslu náttúrunnar, Reykjavíkurmaraþoni og bilunar- einkennum skokkarans. „Allur matur sem maður borðar í svona fjallgöngum er óskaplega góður. Maður er svo svangur og því nýtur maður ekki einungis fegurðar fjall- anna heldur einnig þess að vera þreyttur og svangur. Venjulega borða ég góðan mat sem er kallaður „Mountain House“ og er í pokum. Síðan er vatn hitað og innihaldinu sturtað út í. Úr þessu verður alveg dýrindis máltíð og þetta eru bestu máltíðir sem ég smakka, jafnvel betri en jólamáltiðirnar sem maður borðar heima. Einu sinni ákvað ég að halda svona „Mountain House“ veislu heima, tók tvo til þrjá svona pakka og fékk fjölskylduna í mat. Þannig útbjó ég þessa dýrindis- veislu en það verður að segjast eins og er að þetta bragðaðist engan veg- inn jafn vel. Það kláraðist ekki og engum fannst neitt varið í þetta, ekki einu sinni mér sjálfum. Það sýnir að manni þykir allur matur góður á fjöllum," segir Bjarni. Þjáist afflallasýki Bjarni fjallar sérstaklega um matar- æði tengt fjallgöngum og skokki en hann hefur reyndar farið stundum flatt á því sjálfur. „Ég hef alltaf reynt að taka vítamín- og lýsistöflur á morgnana og ég hafði önnur tvö, þrjú glös af vítamínum á borðinu hjá mér, kalktöflur, lið-aktín og ein- hverjar hvítlaukstöflur. Síðan þegar ég var að verða búinn úr glösunum þá leit ég utan á eitt glasið og fór að lesa. Þá kom í ljós að ég hafði ekki verið að taka það sem ég hélt heldur stóð utan á glasinu: Kvennablómi - fyrir konur á breytingaskeiði. Þá hafði ég tekið þetta inn í þónokk- urn tíma. Varð þó ekki var við neinar kvenlegar kenndir hjá mér. í bókinni talar Bjarni um fjalla- sýki en hann vill gera sterkan grein- armun á öræfasýki og fjallasýki. ,Ég heyrði einu sinni mann tala um það að hann þjáðist af öræfasýki og ég geri þann greinarmun á öræfum og fjöllum að öræfin eru miðhá- lendið með mikla sanda, auðnir og víðáttu. Fjallasýkin lýsir sér þannig að maður laðast að bröttum og háum fjöllum og ég er einmitt með þá sýki. Það er þvi sýki sem ég vil gjarnan sýkja aðra af og það er ein- mitt einn tilgangur bókarinnar. Varast skal rúsínur Þegar staðarheiti, örnefni og nátt- úrulýsingar eru lesnar má ímynda sér sem svo að ákveðna skynjun skorti. „Þegar maður gengur þá eru mörg örnefni sem vitna um atburði fortíðarinnar. Þannig upplýsist ým- islegt sem manni var áður hulið þegar maður ferðast um náttúruna. Eins og til dæmis orðtækið „að berj- ast í bökkum“ þegar maður þarf að vaða árnar og „að hafa vaðið fyrir neðan sig“. Einu sinni þegar ég var að smala þá vissi ég að kindanna væri ekki að vænta á hólum og hæðum þar sem væru auðir melar. Þeirra væri frekar að vænta í lægð- unum þar sem grasið vex, það er að segja „á næstu grösum“,“ segir Bjarni. 1 bók Bjarna er að finna varnað- arorð um að ofgera sér ekki og sagt frá ýmislegu sem ber að forðast. „1 upphafi ferils míns þá ofbauð ég mér stundum. Þegar ég fór í fyrsta Reykjavíkurmaraþonið þá var ég bæði illa búinn og hafði ekki borðað rétta fæðu. Ég var í flatbotnaskóm og þar fyrir utan borðaði ég mikið af rúsínum áður en ég fór, sem var afleitt. Það veldur miklum vind- gangi,“ segir Bjarni. Úr útiverunni - gengið og skokkað - er 136 blaðsíður að lengd. Hún er í kiljuformi og prýdd svart- hvítum teikningum eftir Ragnar Kristjánsson og vísum eftir hag- yrðinginn og skokkarann Davíð Hjálmar Haraldsson. Er ég með kynsjúkdóm?■ Hvert get ég leitað? Greining og meðferð kynsjúk- dóma er ókeypis. Ef þig grunar að þú sért með kynsjúkdóm skalt þú láta athuga þig. Hér að neðan eru upplýsingar um það hvert þú getur leitað. Höfuðborgarsvæðið Reykjavík • Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18. Panta þarf tíma I sima 5436050 milli 8.15 og 9.00 • Heimilislæknar • Húð- og kynsjúkdómalæknar • Kvennadeild Landspítalans, sími 5431000 • Kvensjúkdómalæknar • Heilsugæslustöðvar Hafnarfjörður Móttaka er fyrir unglinga 14-20 ára, Heilsu- gæslustöðinni Sólvangi, Sólvangsvegi 3. Opið á mánudögum kl. 16:30-17:30. Sími 550 2670. Ekki þarf að panta tíma og ekkert gjald er tekið. Kópavogur • Móttaka fyrir unglinga 14-20 ára, Heilsugæslustöðinni Fannborg 7-9. Opin á mánudögum kl 15:30 til 16:30. Sími 594 0500. Hægt er að velja á milli þess að hitta hjúkrunarfræðing eða lækni. Ekki þarf að panta tíma og ekk- ert gjald er tekið. Landsbyggðin Akureyri • Móttaka fyrir unglinga 13-20 ára, Heilsugæslustöðinni Hafnarstræti 99, 4. hæð. Opin á þriðjudögum kl. 16-17. Sími 460 4645. Ekki þarf að panta tíma og ekkert gjald er tekið. Er þér heitt? Skrifstofu- og tölvukœlar Ishúsið ehf Sc 566 6QQol Vestmannaeyjar • Heilsugæslustöðin, sími 481 1955 • Skólahjúkrunarfræðingar Selfoss • Læknir frá heilsugæslunni er til staðar í framhaldsskólanum milli 11:20 og 12:00 á miðvikudögum. Ekki þarf að panta tíma og ekkert gjald er tekið. • Heilbrigðisstofnunin Selfossi, Árvegi, sími 4821300 • Skólahjúkrunarfræðingar Annars staðar á landsbyggðinni er ein- staklingum bent á að leita til: • Heilsugæslustöðva • Skólahjúkrunarfræðinga • Kvensjúkdómalækna Hægt er að hringja á eftirtalda staði til aðfá upplýsingar um kynsjúk- dóma: • Göngudeild húð- og kynsjúkdóma, Þverholti 18. Sími 543-6050. Opið kl. 8-16 alla virka daga. • Heilsugæslustöðvar - heimilislæknar • Skólahjúkrunarfræðingar - skólalæknar • Hjálparsími Rauða krossins, sími 1717 Hægt er að senda inn fyrirspurnir á: www. doktor.is Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðing- ur :www.doktor.is Piila gegn otfítu Komin er á markað á Bretlandi pilla gegn offitu, að sögn fréttavefjar BBC. Er henni ætlað að draga úr matarlyst. Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandseyjum hafa þó sett spurn- ingarmerki við að hún komist í al- menna dreifingu vegna kostnaðar. Samkvæmt BBC er lyfið hið fyrsta sinnar tegundar sem ræðst á þætti sem tengjast hungri, efnaskiptum og orkunotkun líkamans. Dýr meðferð Sérfræðingar segja þó að pillan geti alls ekki komið í stað reglubund- innar hreyfingar og holls matar- æðis. 1 Bretlandi er talið að einn af hverjum fimm karlmönnum þjáist af offitu og ein af hverjum fjórum konum. Mánaðarskammtur kostar í kringum 55 pund (um 7.700 krónur) og hafa heilbrigðisyfirvöld áhyggjur af því að standa ekki undir kostnaði. Enn á Lyfjaeftirlitið þó eftir að sam- þykkja lyfið og er ekki búist við að það verði fyrr en að tveimur árum liðnum. Gæti virkað á reykingar 1 stórri tilraun var lyfið reynt á 6 þúsund manns sem áttu við offitu að stríða. Fjórðungur léttist um 10% og um helmingur léttist um 5%. Aukaverkanir voru óverulegar en margir fengu snert af ógleði, svima og kvíða. Þar sem lyfið dregur úr löngun eru einnig uppi hugmyndir um að það geti dregið úr reykingum sem hlýtur að vera þess virði að skoða.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.