blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö Það er ekkert aö hræöast f hjarta borgarinnar, fyrir ofan verslunina Pelsinn, í skjóli við Dómkirkjuna hafa þrjár ungar konur komið sér vel fyrir í björtu skrifstofuhúsnæði. Þær halda úti líflegri vefsíðu í sumar sem ber þann skemmtilega titil Lata stelpan. Þær Ugla Egilsdóttir, Rakel Adolphsdóttir og Elín Björk Jóhannsdóttir eru allar miklir femínistar sem hafa sterkar skoðanir á hlutunum. Þeim fannst vanta vefrit sem skoð- aði borgina og samfélagið allt í gegnum kynjagleraugu og þær sóttu því um skapandi sumarstörf á vegum Hins hússins til að vinna verkefnið. Rakel Adolphsdóttir fékk hug- myndina að Lötu stelpunni. „Hug- takið femínismi hefur oft yfir sér neikvæðan blæ í samfélaginu. Okkur langar að breyta þeirri ásýnd, kynna femínisma á jákvæðan hátt í víðu samhengi og sýna fólki á öllum aldri að það sé ekkert að hræðast þegar feminisma ber á góma. Okkur datt í hug að þetta gæti verið mjög skemmtileg sumarvinna og úr því að borgin býður upp á þessi skap- andi sumarstörf þá fannst okkur til- valið að sækja um. Við þrjár vinnum því við þetta í sumar og erum hæst- ánægðar með það,“ segir Rakel. Ekki einsleit hugmyndafræði Þær Ugla, Elín og Rakel eru allar í ungliðahópi Femínistafélagsins og gegnir Rakel embætti ráðskonu þar á bæ. Félagið hefur verið duglegt að berjast gegn klámvæðingunni, hlut- gervingu kvenna í auglýsingum og kynbundnu ofbeldi svo fátt eitt sé nefnt og er nóg verk eftir .óunnið. ,Það er margt agressívt að gerast í fem- ínisma í dag og það er nauðsynlegt að hafa svolitla hörku í baráttunni. Við viljum þó líka sýna kátínuna og hversu skemmtilegt það er í raun að vera femínisti í dag. Við munum t.d. birta greinar um kynbundið ofbeldi, klám og annað slíkt þó bjartsýnari greinar séu i aðalhlutverki. Við reynum líka að vera auðskiljanlegar og notum ekki flókin hugtök nema við skýrum þau út,“ segir Elin. Stelpurnar hafa lengi verið með- vitaðar um jafnréttisbaráttuna. Þær Elín Björk Jóhannsdóttir, Rakel Adolphsdóttir og Ugla Egilsdóttir. BlalMtemrHugi Lata stelpan er feminískt vefrit. Nafnið vísar til bókar eftir Emil Ludvik. í upphafi bók- arinnar er aðalpersónan illa þrifin og hugsar lítið sem ekkert um húsverkin. Kötturinn hennar neyðir hana ímeikóver og eftirþað breytist hún íofurhúsmóður. Ritstjórn Lötu stelpunnar finnst sagan táknræn fyrir kraftinn sem samfélagið setur í að uppfylla staðal- ímyndir. Pennar vefsíðunnar leita fjölbreyttra leiða til að koma á kynjajafnrétti og miðla þeim hér." (www.latastelpan.is) voru allar að ljúka stúdentsprófi frá MH nú í vor og má segja að áhugi þeirra á femínisma hafi kviknað þar fyrir alvöru. „ Þegar við vorum að byrja í menntaskóla þá voru eldri krakkar í skólanum sem opnuðu augu okkar fyrir mikilvægi jafnrétt- ismála. Að einhverju leyti viljum við gera það sama fyrir yngri krakka og þeir gerðu fyrir okkur á sínum tíma,“ segir Elín. Þær leggja áherslu á að femínism- inn sé langt frá því að vera einsleit hugmyndafræði. „Femínistar eru mjög fjölbreyttur hópur og deila oft sín á milli um markmið og aðferðir, t.d. hvað varðar súlustaði, klám og annað slíkt. Fólk er bara alls ekki sammála BORN & UPPELDI Þriðjudaginn 4. Júií blaöió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net um það hvernig skuli ná fram jafnrétti þó allir geti tekið undir að jafnrétti skuli ríkja í samfélag- inu,“ segir Rakel. Viðtökurnar góðar Stelpurnar eru ánægðar með þær góðu viðtökur sem Lata stelpan hefur fengið. „Okkur hefur verið ákaflega vel tekið - kannski svona éinn af hverjum tíu sem finnst við eitthvað vafasamar en allir hinir níu hrósa okkur fyrir síðuna,“ segir Rakel. Lata stelpan fær meira að segja öðru hverju ástarbréf inn um lúguna í miðborg- inni. „Við fáum mikið af að- dáendabréfum og fellum oft tár yfir því hversu hjartnæm þau eru,“ segir Ugla, kát með athyglina góðu. Rakel telur að flestir átti sig á því að það sem þær séu að gera með vefritinu sé mjög mikilvægt fyrir jafnréttisbaráttuna. „Ég held það sé líka mjög mikilvægt og þarft að koma boðskapnum áfram til nýrra kynslóða. Það hefur komið bakslag i jafnréttisbaráttuna síðustu ár og því nauðsynlegt að kynna þessar hug- myndir í nýju samhengi fyrir yngra fólki.“ Nú er 19. júní nýafstaðinn og því jafnréttið ofarlega i hugum margra þessa dagana. „19. júní heppnað- ist sérlega vel í fyrra en þetta árið fannst mér dagurinn og boðskapur hans fara svolítið fyrir ofan garð og neðan. Það er enn mjög margt sem er að í samfélaginu og jafnrétti er alls ekki náð. Okkur miðar ansi hægt og því verðum við að standa vaktina og vera dugleg að þrýsta á um breyt- ingar,“ segir Rakel. Aðspurðar segja þær Ugla, Elín og Rakel að strákar hafi tekið þeim ágætlega. „Flestir VjB«0»r úJfaidani u,i%l Jj* ^ / >1 fe£5«KSisr -■^^sxaaBaswaKs-.«M.,«., strákar í lífi okkar hafa tekið Lötu stelpunni vel. Sumir strákar halda því fram að femínistar séu ógnvekjandi og stór- hættuleg kvendi sem séu að taka störf af körlum. Við þekkjum samt nokkuð marga karlkyns femínista og flestir vinir okkar eru mjög jafn- réttissinnaðir,“ segir Elín. Burt með staðalímyndir Lata stelpan reynir eftir fremsta megni að vera með sem fjölbreyttast efni. Þar er hægt að finna lítil viðtöl við fólk á götunni, greinar um listir og menningu og smásögur svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum með marga gestapenna og skrifum líka mikið sjálfar. Aðalatriði ritstjórnarstefn- unnar er að hafa efnið sem fjölbreytt- ast og að það nái til sem flestra. Við hvetjum líka fólk sem er ósammála okkur til þess að skrifa svo lengi sem það er ekki niðrandi fyrir einn eða neinn,“ segir Rakel. Þó sumarið líði undir lok þá ætla stelpurnar þrjár alls ekki að leggja árar í bát að því loknu. „Reykjavíkurborg greiðir okkur laun út júlí fyrir verkefni en við ætlum að sjálfsögðu ekki að láta Lötu stelpuna lönd og leið og við munum halda áfram að uppfæra vefinn. Okkur þykir svo vænt um þetta hugarfóstur okkar að við getum ekki sleppt af því hendinni," segir Rakel. Þær telja ekki vanþörf á að skera upp herör gegn stað- alímyndum í samfélaginu og segjast verða áþreifan- lega varar við hvernig reynt sé að steypa konur í sama mót. „Staðalímyndirnar eru út um allt og neikvæð um- ræða um konur er áberandi. Það er talað allt öðruvísi við konur í fjölmiðlum en karla. Á dög- unum sáum við t.d. viðtal við unga tónlistarkonu og uppistaðan i spurn- ingunum sem hún fékk snerist um hvort hún ætti kærasta eður ei og hvað það væri merkilegt að hún kynni að spila á gítar,“ segir Rakel. Lata stelpan.is er sérlega glæsileg og lífleg í útliti. Stelpurnar þakka góð- vini sínum Kára Hreinssyni fyrir ómetanlega aðstoð við alla tölvu- vinnu. „ Hann hefur verið okkur mikil stoð og stytta í öllum tölvu- málum og hann á mestan heiðurinn af vel heppnuðu aðgengi síðunnar. Áður en langt um líður munum við svo líka setja inn greinar um tónlist og meira myndefni sem við hvetjum fólk til að kynna sér,“ segja þessar kátu stúlkur að lokum. hilma@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.