blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöÍA „Stórkostleg yfirlitssýning" Louisa á vinnustofu sinni í New York árið 1994. Laugardaginn í. júlí kl. 15 verður opnuð yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í Lista- safninu á Akureyri. Louisa nýtur mikillar hylli jafnt á íslandi sem í Bandaríkjunum þar sem hún settist að og bjó meginhluta ævi sinnar. Þessi yfirlitssýning á verkum Louisu er sú umfangs- mesta sem haldin hefur verið og rekur allan hennar listamanns- feril í sex áratugi. Á henni er bæði að finna olíumálverk og verk unnin á pappír, alls um hundrað talsins. Sýningin er ekki síður áhugaverð fyrir þær sakir að fæst þessara verka hafa sést hér á landi áður. Verkefnið er skipulagt af American-Scandinavian Found- ation í New York í samvinnu við ættingja listamannsins. Sýningin hefur þegar farið til Þýskalands og Danmerkur. Sýningin spannar vítt svið í list Louisu Matthíasdóttur og eru elstu verkin frá fimmta áratug tuttug- ustu aldarinnar, en jafnframt gefur að líta myndskreytingar, mynstur- teikningar og stórar pastelmyndir og krítarteikningar sem hafa aldrei fyrr verið til sýnis. Louisa er af mörgum talin meðal fremstu frá- sagnarmálara Bandaríkjanna og er hvað þekktust fyrir ríkar andstæður í litanotkun og áhrifamikla upp- byggingu hinna ofurraunsæislegu málverka sinna. ftarleg tjölmiðlaumfjöllun Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) fæddist í Reykjavik og ólst upp í því íslenska landslagi sem hún síðar átti eftir að mála á vinnustofu sinni í New York. Eftir að Louisa fluttist til Bandaríkjanna á árum seinni heims- styrjaldarinnar gerðist hún brátt hagvön í listalífi New York og gekk til liðs við hóp listamanna sem stofn- uðu Jane Street Gallery, eitt af fyrstu samvinnufélögum listamanna. Þegar hún kom til Bandaríkjanna hafði hún notið ögunar og akadem- ískrar menntunar í Reykjavík, Kaup- mannahöfn og París, og í New York blómstraði hún sem listamaður og varð þekkt fyrir óvenjulega hæfi- leika sína og frumleika. Þessi yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur hefur vakið mikla athygli almennings og listunn- enda erlendis og um hana hefur verið ítarlega fjallað í fjölmiðlum, svo sem í New York Times og New York Obs- erver og ennfremur í forsíðugrein í New York Sun. Sem dæmi um það lofsorð sem lokið hefur verið á sýn- inguna má nefna skrif hins þekkta gagnrýndanda Hiltons Kramer í New York Observer þar sem hann lýsir sýningunni sem „stórkostlegri yfiriitssýningu" og segir jafnframt: ,Það er vart hægt að biðja um betri sýningu á verkum Louisu Matthí- asdóttur. Öll meginviðfangsefni hennar í myndlistinni eru kynnt til sögunnar: Stórbrotið landslag og hlý- leg húsakynni, portrettmyndir, sjálf- sportrett og hópmyndir, mörg stór málverk og skemmtileg röð gvas- slitamynda og teikninga sem eru tileinkaðar börnum." Samhliða sýn- ingunni hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá sem í eru 40 myndir og ritgerðir um list og feril Louisu Matthíasdóttur. Myndin af Louisu Forsíðu sýningarskrárinnar prýðir afar sérstök ljósmynd sem tekin var af Louisu um miðjan tíunda ára- tuginn, en hún hefur ekki verið til sýnis áður. Tilefni þess að myndin var tekin var að hinn þekkti ljós- myndari Dieter Blum fór þess á leit við Hannes Sigurðsson, núverandi forstöðumann Listasafnsins á Aku- eryri, að hann veldi og semdi við fræga listamenn í New York um að sitja fyrir á ljósmyndum sem birtast skyldu í þýska tímaritinu Der Stern, en Hannes var þá búsettur í New York. Verkefnið bar heitið „Lista- maðurinn og módelið". Louisu var ekki sýnt um að trana sér fram, enda hlédræg manneskja, og því má segja að nokkurt afrek hafi verið unnið með því að fá hana til að sitja fyrir á umræddri mynd. Umstangið sem fylgdi myndatök- unni var talsvert; vinnustofa hennar fylltist af fagmönnum og þeirra haf- urtaski. Þarna voru, auk ljósmynd- arans, ljósamaður, leikmunavörður og förðunarmeistari, að ógleymdri nakinni brasilískri þokkadís með risastóra englavængi og gylltan róm- verskan hjálm á höfðinu. Hún var þarna í hlutverki sjálfrar listagyðj- unnar og hélt uppi sporöskjulaga spegli fyrir framan Louisu, sem lét sér hvergi bregða og sat fyrir tím- unum saman eins og atvinnufyrir- sæta þótt hún væri orðin hartnær áttræð. Þegar myndasería Blums birtist í Der Stern (2. Mars 1995) var myndin af Louisu ekki með og því hefur hún aldrei komið fyrir al- menningssjónir. Hins vegar tókst að ná sambandi við Blum, sem fann myndina og var hann fús til að láta birta hana í tilefni af yfirlitssýning- unni hérna á íslandi. 2. UMFERÐ í TORFÆRUKEPPNI TÓMSTUNDAHÚSINS í fjarstýrðum bílum verður haldið sunnudaginn 2. júlí við athafnasvæði Gæðamoldar í Gufunesi, Grafarvogi. Keppt verður í Monster-trukka flokki og Opnum flokki. Skráning keppenda er á staðnum frá 9:30-10:30. Keppni hefst kl. 11:00. Upplýsingar um mótið er í Tómstundahúsinu. KAUPA...? SMAAUGLYSINGAR@BLADJD.NET blaðiðm u Forðist okkur komin út á ensku JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Avoid us, enska þýðingu á Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson, en höf- undurinn þýddi sjálfur yfir á ensku. I bókinni er að finna þrjú áður út- komin verk Hugleiks, Elskið-, Drepið- og Ríðið okkur sem höfundurinn gaf upphaflega út sjálfur en var svo endurútgefin af JPV útgáfu og er sú útgáfa nú uppseld. Hugleikur var tilnefndur til Menn- ingarverðlauna DV 2006 en einnig hlotnuðust honum Grímuverðlaunin Leikskáld ársins fyrir leikgerðina af Forðist okkur sem sett var upp af leikhópnum Common Nonsense í Borgarleikhúsinu við frábærar undir- tektir. Hugleikur Dagsson er fæddur 1977. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir örsögur sínar. Hugleikur hefur séð um útvarpsþætti, gert vídeóverk og sinnt myndlist. Er Harry Potter feigur? Aðdáendur Harry Potters hafa ástæðu til að hafa áhyggjur því höf- undurinn J.K. Rowling hefur gefið í skyn að hann kunni að deyja í sjö- undu og síðustu bókinni sem hún er að skrifa um hann. Rowling veitir svo til aldrei viðtöl og það taldist því til tíðinda þegar hún mætti í spjall hjá bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Þar sagðist Rowling hafa endurskrifað að hluta síðasta kafl- ann í síðustu Potter-bókinni en hún gerði uppkast að þeim kafla árið 1990 þegar hún var atvinnulaus ein- stæð móðir. Hún upplýsti að tvær persónur myndu deyja í bókinni. Þegar hún var spurð hvort þetta væru ástsælar persónur svaraði hún: „Það verður að færa fórnir, það er verið að berjast við hreinræktaða illsku." Harry Potter aðdáendur velta því nú fyrir sér hvort Potter sé önnur þessara persóna. Ekki er útilokað að svo sé því í viðtalinu sagðist Row- ling hafa fullan skilning á því að Agatha Christie hafi kosið að drepa J.K. Rowling. Aðdáendur Harry Potter bók- anna spyrja sig þess hvort hún hyggist drepa hann f lokabókinni. einkaspæjara sinn, Hercule Poirot, í lokabók sinni um hann. Síðasta bókin um Harry Potter kemur lík- lega út á næsta ári.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.