blaðið - 30.06.2006, Side 27

blaðið - 30.06.2006, Side 27
blaöiö FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 TÍSKA I 27 ISSEY MIYAKE L'Eau d'lssey Pour Homme Nýr ilmur, svolítið sumarlegur, sætur, ferskur og góður. Heppilegur fyrir unga manninn sem horfir á franskar kvikmyndir en fylgist líka með boltanum. Flaskan flott og fer vel í hendi og á hillu. Það er urn að gera að kynna sér þennan ilm sem fyrst því hann kemur í takmörkuðu upplagi. GUCCI - Pour Homme Karlmennska í einu litlu glasi sem minnir svolítið á viskí glas. Klass- ískur ilmur. Hentar vel fyrir eldri menn sem kunna að meta dökkan við, þunga leðurstóla, góðar bækur og mjúka, stóra vindla. CHANEL - Allure Homme Sport Ferskur og á sama tíma svolítið kraftmikill og seiðandi. íþrótta- og athafnamaður í senn. Chanel hefur alla tíð lagt metnað sinn í að fram- leiða stórkostlega ilmi fyrir konur og er engu síðri þegar kemur að karlpeningnum. A L L U R E H O M M E BOSS - Selection Það nýjasta frá Hugo Boss. Selection-ilmurinn kom út fyrir nokkrum vikum og hefur verið vel tekið af þeim sem nota Boss-ilm að staðaldri. Hann er karlmannlegur og sígildur. Frekar kryddaður og á betur við á viðskipta- fundurn en fótbolta- leikjum. s PUMA- Red & White man íþróttamaður- inn, ákveðinn, framgangs- harður, mark- viss ogjafn ferskur og eftir bað í köldum fossi. GAS - For men Sérkennilega löguð flaska, svolítið gam- aldags lykt, en sígild rakspíralykt í anda Old Spice. Eitthvað fyrir stráka afgamla skólanum. LACOSTE - Cool Play Sportlegur og ferskur ilmur sem kemur á óvart þar sem hann er byggður á angan af gini og tónik. ‘Ginið’ fæst úr einiberjum, og ferskir sítrustónar, kór- íanderlauf, grænsafi og fjólublöð gefa ‘tónikið’. Þessi er góður eftir sturtuna og ræktina, en virkar eflaust líka mjög vel áður en maður skellir sér í stuðskóna og skreppur í partí. ei mennirnir á bak viö DSquared2's merkið sem hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Hér ganga þeir bræður fram á sýningarpallinn ð J07 á tískuvikunni í Mílanó. stjörnur” á mcðal homma og tískutrítla víða um heim. Madonna á sinn þátt i velgengi bræðranna, en þeir hönnuðu t.d. gallabuxurnar sem hún notaði í „Don't tell me” myndbandinu sem margir muna eftir. Eftir samstarfið við Madonnu fóru fleiri stjörnur að óska eftir þjónustu bræðranna, m.a Christina Aguilera og }-Lo og úr urðu snjóboltaáhrif sem skutu þeim með ógnarhraða upp í stjörnuhimin tískunnar. Dolce og Gabbana sýndu einnig það nýjasta úr sinni hönnun í Míl- anó í vikunni. Þeir eru hvergi af baki dottnir þó að sumir haldi því fram að dúóið Dean og Dan hafi velt þeim úr sessi og vöktu að vonum mikla aðdáun þeirra sem mætt voru til Mílanó til að fylgjast með því sem á næstunni mun teljast elegant og móðins. margret@bladid.net hefst í dag föstudaginn 30. júní MINNST 40% AFSLÁTTUR RCWELLS Kringlunni 7 • sími 588 4422 Fólk ehf. • Tíska • Gœði • Betra verð

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.