blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 20
20 I SÖLKUFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaðÍA Hollustan í fyrirrúmi Árið 2006 verður blómlegt hjá SÖLKU. Fyrsta bók ársins, Endalaus orka, seldist upp á aðeins tveimur mánuðum en nú er önnur prentun komin aftur í allar bókabúðir og helstu matvöruverslanir. Bókin fer um eins og eldur í sinu, enda eru íslendingar meðvitaðir um holla lifnaðarhætti. Við vitum líka að í einu glasi afnýpressuðum safa er mun meira magn afhollustu en til dæmis íeinu epli sem við grípum á milli mála. í bókinni eru yfir 200 uppskriftir að Ijúffengum og hollum drykkjum: Sumir eru hreinsandi og vatnslosandi og hentugir fyrir föstur, aðrir eru fyrirbyggjandi. Svo má finna Ijúffenga safa fyrir krakkana auk framandi veisludrykkja sem krydda stemmninguna. ísama flokki og Endalaus orka er bókin vinsæla Flreystin kemurinnan frá en þar eru aðgengilegar leiðbeiningar um hvernig við getum losnað við aukaefni úr líkamanum, grennst og öðlast meiri orku. Miðaldra... og í banastuði! Súsanna Svavarsdóttir er að þýða bandaríska metsölubók þar sem sagt frá grasrótarhreyfingu miðaldra kvenna og stöðu þeirra í heimi æskudýrkunar. Þær kalla sig Fhe Red Hat Society eða Rauðhettuklúbbinn. í bókinni eru drepfyndnar og persónulegar reynslusögur kvenna sem hafa áttað sig á því að eftirfimmtugt sé visst frelsi í höfn og konur eigi að nýta sér það. Börnin eru uppkomin og metorðastiginn skiptir minna málisvo nú má leyfa litlu stelpunni í okkur að fara aftur út að leikal Það skiptir ekki máli hvort við erum feitareða grannar, smekklegareða ósmekklegar, lífið snýst um að vera hamingjusamar og sáttar. Við erum lausar undan oki ofurkonunnar - og höfum fengið nýtt hlutverk. Súsanna mun ekki einungis þýða bókina heldur stofna rauðhettuklúbba með fleiri kvenskörungum víða um land. - Miðaldra erum við á toppnum á tilverunni! Súsanna Svavarsdóttir Kilja... góð í rúminu Draumaveröld kaupalkans Ómissandi bók fyrir skvísur! BÆKUR SEM HITTAIHJARTASTAÐ Bókaútgáfan SALKA var stofnuð á vormánuðum árið 2000. Hildur Hermóðsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri en með henni vinna Kristín Birgisdóttir ritstjóri og Sigrún Böðvarsdóttir sölu- og markaðsfulltrúi. Forlagið leggur áherslu á áhugaverðar handbækur af ýmsum toga svo sem ferðabækur, matreiðslubækur og sitthvað sem tengist sjálfsrækt, heilsu og andlegum málefnum. SALKA gefur einnig út skáldsögur fyrir fólk á öllum aldri. Salka

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.