blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 37
blaðið FðSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 DAGSKRÁ I 37 Axl Rose beit í fót Mikið brölt og bras er áforsprakka hljómsveitarinnar Guns N’Roses en hann sat tfangelsi í Svíþjóð fyrir að bíta mann ífótinn. Guns N’ Roses töffarinn Axl Rose var í byrjun vikunnar settur í fangelsi í Stokkhólmi eftir að hafa bitið örygg- isvörð sem vann á hóteli þar sem hann gisti í fótinn. Axl, sem skemmti Svíum með tónlist sinni, var handtek- inn og settur í fangelsi á þriðjudag þar sem hann eyddi lunganum úr deginum. Rokkarinn á að hafa ráðist á öryggisvörðinn, hótað honum, bitið, og síðan valdið skemmdum á Berns Hótelinu þar sem hann dvaldi. Towe Hagg, talskona sænsku lög- reglunnar, sagði að Axl hefði fallist á að greiða alls 520.000 íslenskar krónur í skaðabætur og að hann hefði fúslega viðurkennt að hafa misst stjórn á sér. Hljómsveitin Guns N’ Roses, sem er í tónleika- ferð þessa dagana, hefur orðið fyrir miklum töfum og óþægindum vengaþessaatviks. „Til þess að láta drauma þína rœtast, próf- aðu þá aðfara að sofa.“ Joan Klempner Þennan dag... ... árið 1966 fæddist Michael Gerard Tyson í Brooklyn í New York. Mike Tyson, eins og hann er oftast kallaður, er einn af umtöluðustu box- urum heims og af mörgum álitinn einn besti boxari allra tíma. Hann er ákaflega skapbráður, sem stundum hefur komið niður á ferli hans. EITTHVAÐ FYRIR. <1 ...stelpur Skár 1,20.30 One Tree Hill Ungstirnið Chad Michael Murray fer með aðalhlutverk í þessum dramatisku unglinga- og fjölskyldu- þáttum. Þættirnir gefa trúverðuga mynd af lífi og samskiptum nokk- urra ungmenna í bænum One Tree Hill, þar sem stormasamt samband hálfbræðranna og fjandvinanna Nat- hans og Lucasar er rauður þráður. Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt og njóta verðskuldaðra vinsælda. ...símasjúka Stöð 2, 23.55 Phone Booth Símaklefinn er spennutryllir af bestu gerð. Á hverjum degi fer Stuart í sama símaklefann í New York og hringir í kærustuna. Hann vill ekki hringja í hana úr vinnunni eða að heiman frá sér því þá gæti eiginkona hans komist að öllu saman! Og nú er Stuart aftur mættur í símaklefann. Að þessu sinni verður einhver fyrri til og hringir í hann. Hann svarar og á sama andartaki verður líf hans að þeirri verstu martröð sem hægt er að hugsa sér. Með aðalhlutverk fara Colin Farrell, Kiefer Sutherland og Forest Whitaker. Leikstjóri myndar- innar er Joel Schumacher og er hún stranglega bönnuð börnum. ^ ...hjálparhellur f> Stöð 2 Bíó, 04.00 Road House Hjálparhellan fjallar um Dalton sem er besti útkastarinn í bransan- um. Kvöldin hjá honum einkennast af hasar, brjálaðri tónlist og falleg- um konum. Dalton kemur til starfa á klúbbi þar sem gestirnir ganga iðulega of langt. Einn þeirra er Brad Wesley en hann heldur að allt sé falt fyrir peninga. Aðalhlutverk leika Patrick Swayze, Kelly Lynch, Ben Gazzara og Sam Elliott. Leikstjóri er Rowdy Herrington og myndin er stranglega bönnuð börnum. * 41 m 9 Ætkt ■ m % m m I SSi m ''70$ fu-3' , * • « mm* 'JT' iVVlt.' m V . • m \ \ \ f M 4 A Ljóslifandi myndir /X daga og nætur Með Olympus/^700 getur þú myndað það sem þer sýnist jafnvel þo lysingin se dræm. Bright Capture tæknin gerir skjámn fjorum sinnum bjartari en i öðrum myndavélum og léttir myndir svo þær verði rétt lýstar án þess að nota flassið. Olympus ,0/700 velin þin er með 7 1 milljón punkta upplausn og 3 x linsu aðdrætti og þú getur þu hiklaust tekið hana með út a lífið jafnvel eftir að myrkur skellur á ... /X 700 - meiriháttar góð i myrkri TILBOÐ 022.990 FULLT VERÐ kr. 29.990 OLYMPUS Siúnvarpsmiðstöðin RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SlMI 568 9090 • www.sm.is UMBOflSMENN UM LANO ALLT ► REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Samkaup, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. VESTFIR0IR: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drsngsnesi. Þrístur, (safirði. NOR0URLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Krákur, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Ljósgjafinn, Akureyrí. öryggi, Húsavík. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kauptún, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Tumbræður, Seyðisfirði. Sparkaup, Fáskrúðsfirði. Verslunin Vík, Reyöarfirði. Martölvan, Höfn Homafirði. SU0URLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuspítalinn, Grindavík. Rafeindatækni, Keflavík. Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar, Garði. Rafmætti, Hafnarfirði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.