blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 35
blaðið FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 35 U? /í KRAUMARI KELDUNNI Atli Fannar Bjarkason skrifar frá Hróaskeldu-hátíðinni í Danmörku Þaðþýðirvístekki að mæta seint á Hróarskeldu- hátíðina. Égmætti ásamt félögum mínum síðdegis á miðvikudag og hófst þá leit að tjald- svæði. Eftir að hafa ráfað um svæðið í um hálftíma fundum við smá skika á ysta svæðinu, K-svæði. Við hófum að troða hælum niður fyrir rúmlega 1.800 fermetra íbúð- artjaldið okkar en eftir að hafa sett niður 10 til 20 stykki var gæslan mætt á svæðið. Við vorum víst fyrir utan hvítu línuna sem alls ekki má fara út fyrir með tjald og gæslan sætti sig ekki við það. Eftir mikið riflildi þóttist gæslan vera búin að finna voðalega fínan stað fyrir okkur aðeins hundrað metrum ofar. Þegar á hólminn var komið reyndist svæðið aðeins rúma tæplega þriggja manna kúlutjald. Við hlupum með risavaxið tjald okkar til baka og tjölduðum því fyrir utan hvítu lín- una og sváfum þar í nótt. í morgun var gæslan aftur mætt á svæðið og ætlaði sko ekki að sætta sig við mótþróann í Islendingunum. Okkur var sagt að „drullá' okkur inn fyrir línuna ella yrði tjaldið okkar tekið með valdi og okkur hent af svæðinu. Við dóum að sjálfsögðu ekki ráðalausir og færðum örugg- lega 10 tjöld svo við gætum komið okkur fyrir með hjálp Jörgens, káta Danans í næsta tjaldi. Við erum ekki frekir Islendingar fyrir ekki neitt. Það dugði ekki minna en tónleika- ferð til að koma okkur í góðan gír eftir baráttuna við gæsluna. Við skelltum okkur á opnunartónleika hátíðarinnar með hljómsveitinni Editors og skemmtum okkur vel. Edi- tors spiluðu lög af plötunni The Back Room sem kom út í fyrra, í bland við ný lög sem ég kannaðist ekki við. Há- punktur tónleikanna var þegar þeir tóku lagið Camera við góðar undir- tektir viðstaddra og undirritaður var ekki undanskilinn. Veðrið á hátíðinni mætti vera betra. Sólin er aðeins búin að gægjast fram en ekki mikið. Við félagarnir treystum áveð- urspána en samkvæmt henni er ekki langt í sól og sumaryl. Við sjáum til. Jörgen, Daninn káti, hjálpaði til við að færa tjöld. Sœmilegur diskur með persónulegum lögum IlI Tónlist Svanhvít Ljósbjörg Guömundsdóttir Guðmundur Jónsson - Jaml Jaml er nýjasti diskur Guð- mundar Jónssonar, sem er þekktastur fyrir að vera í Sálinni hans Jóns míns. Jaml er önnur platan í þríleik Guðmundar sem hófst með disknum Japl sem kom út árið 2004. Jaml er líka önnur sólóplata Guðmundar. Á Jaml eru 10 lög eftir Guðmund auk þess sem hann semur alla texta. Guðmundur sér líka um allan hljóðfæraslátt, söng og upptökur. í laginu „Ég trúi“ er Magnús Þór Sigmundsson gestasöngvari og syngur dúett með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að eftir fyrstu hlustun á Jaml var ég síður en svo upprifin enda fannst mér diskurinn hreinlega leiðinlegur. Hið jákvæða er hins vegar að hann venst vel og eftir að ég hafði hlustað á hann nokkrum sinnum þá vand- ist ég lögunum. Að endingu var ég jafnvel komin með uppáhaldslag á disknum sem ég nánast söng með. Hitt er annað mál að ég efast um að þessi diskur eigi eftir að vera lang- lífurþarsem lögin eru ekki nægilega eftirtektarverð. Lagið „Fyrirgefðu" hefur hlotið nokkra spilun á út- varpsstöðvum landsins og kannski ekki að furða. Lagið er grípandi og sennilega það lag á plötunni sem er líklegast til að gera góða hluti. Bestu lögin á plötunni eru „Fyrirgefðu“ og „I orðastað vinar“. „Ég trúi..." hefði mögulega getað heppnast vel en það pirraði mig hvernig það var sungið. Hins vegar var þáttur Magnúsar prýðilegur. Persónulegur texti Ef vikið er að textunum á disknum þá eru þeir mjög einlægir og segja má að það sé jafnvel það skemmti- legasta við diskinn. Fyrir forvitið fólk eins og mig er áhugavert að fá smá innsýn inn í hugarheim Guð- mundar auk þess sem diskurinn verður miklu persónulegri fyrir vikið. Það gerir það líka að verkum að hlustandinn hlakkar til að heyra meira. Þó eru textarnir augsýnilega misjafnlega persónulegir, en fyrir mitt leyti helst það í hendur að ef textarnir eru persónulegir þá eru lögin góð. Umslagið er einfalt en snyrtilegt. Rauði liturinn er flottur og sérstaklega finnst mér framhlið og bakhlið umslagsins áberandi. Verst fannst mér þó að textarnir hafa greinilega ekki verið prófarka- lesnir en það er fátt sem pirrar mig meira. Yfirleitt er frekar einfalt að láta lesa yfir þessa stuttu texta og því synd þegar það er ekki gert. Að endingu verð ég að minnast á hve fráhrindandi nafn disksins er; ef- laust er þetta einhver einkahúmor Guðmundar. Ég kann yfirleitt vel að meta einkahúmor, sérstaklega minn eigin, en ég fatta ekki húmor- inn á bak við nöfnin í þríleik þessa geðþekka söngvara. Kannski næ ég einhvern tíma að skilja hann, en þangað til ætla ég að halda mig við þá skoðun að hægt hefði verið að finna betra nafn. Lögin renna auðveldlega í gegn Það sem stendur upp úr eftir hlustun á Jaml er hve auðvelt er að hlusta á diskinn og hann á án efa eftir að vera daglangt í mörgum geisla- spilurum landans. Lögin renna auð- veldlega í gegn enda er þetta mjög melódísk og persónuleg tónlist. Þó skín í gegn að áheyrendahópur Guð- XFM-Dominoslistinn 2i.júní-28.júní Sætí Siðast Lag Hytjandi 1. 19. Chasing Cars Snow Patrol 2. 4. Woman Wolfmother 3. 1. The Zookeepers Boy Mew 4. 6. ArmyoftheSun Tony the Pony 5. 2. Supermassive Black Hole Muse 6. 3. OhYeah The Subways 7. 75. Dead Man's Hand Shadow Parade 8. 16. TellmeBaby Red Hot Chlli Peppers 9. 10. Llfe Wasted Pearl Jam 10. NÝTT. The One Trabant 11. 27. Valerie The Zutons 12. NÝTT. Country Glrl Primal Scream 13. 5. Infra-Red Placebo 14. NÝTT LastSong Telepathetics 15. 22. Eternal Bliss Ampop 16. 21. Blood The Editors 17. 18. Llfe&Hablts Wulfgang 18. NÝTT. NYC (There's no need to..l The Charlatans 19. 23. Game Boy Hello Norbert 20. 12. Code Clvil Future Future mundar er allt annar og eldri en áheyr- enda ihópur Sáli i n n a r þar sem ég ímynda mér að fólk á miðjum aldri geti haft ánægju af þessum diski. Þetta er því sæmilegur diskur með þægilegum lögum oghelsti kostur hans er hve persónuleg tónlistin er. Ég get ekki bein- línis sagt að ég bíði spennt eftir að hlusta á síðasta diskinn í þríleiknum en ég er óneitanlega forvitin að heyra hvað Gummi býður okkur upp á næst, svanhvit@bladid.net Skemmtu þér í sumar í dag kemur út diskurinn Ég skemmti mér í sumar með Guðrúnu Gunnars- dóttur og Friðrik Ómari Hjörleifssyni. Þau Guðrún og Friðrik Ómar eru nú að senda frá sér sína aðra plötu, Ég skemmti mér í sumar. Platan er eins konar framhald af plötunni Ég skemmti mér, sem sló í gegn fyrir síðustu jól og varð ein af söluhæstu plötunum árið 2005. Nú er áherslan aftur á móti lögð á sumarlög frá árunum 1950- 1975 og eru endurvaktar tólf af vinsælustu dægurperlum sem ís- lendingar hafa sungið og trallað síðan þá. Má þar nefna Öbyggða- ferð, Eg vil fara upp í sveit og Því ekki (að taka lífið létt?). Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Ólafur Gaukur útsetti lögin líkt og á fyrri plötunni og jafnframt stjórnar hann upptökum. Hljóð- færaleikarar á Eg skemmti mér í sumar eru með þeim fremstu í sinni röð. Kjartan Valdimars- son spilar á píanó og hljómborð, Jóhann Ásmundsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Ólafur Gaukur á gítar. Einnig leika þeir Stefán S. Stefánsson, Snorri Sigurðarson, Stefán Ómar Jakobsson og Þorleifur Gíslason á blásturshljóðfæri. blaóió CPDDIBfí MiiHDLnii VINNUVÉLAR Föstudaginn 7. júlí Auglýsendur, upplýsingar veita; Kolbton Ragnaisdottir * Simi 510 o/.L'. * Gsnr ■-*.02 ' l * koiLatrr hlut Magtíús Gauti Hauksson * Simi 510 37:23 * Gsm 691.2209 • macfqifa

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.