blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö ÖDRUVÍSI EW SAMT EINS Smáborgarinn hefur lengi furðað sig á klæðaburði fólks sem telur sig vera „öðru- vísi". Þetta eru oftaren ekki nemar í Lista- háskóla (slands, eða einstaklingar sem komust ekki þar inn en láta sig dreyma um það. Þess á milli dvelja þelr langtlm- um saman á kaffihúsum, reykja sígarett- ur og raeða listir og tilfinningar. Þegar smáborgarinn var barn að aldri var móðir hans að vinna á gamla Kópavogshaelinu. Þroskahefta fólkið var fátækt eins og von er, en góðhjartaðir Kópavogsbúar sáu aumur á því og sendu þess vegna reglulega kassa af notuðum fötum á hælið. Fötin voru af öllum stærðum og gerð- um og þegar flíkurnar voru valdar úr á einstaklingana sem bjuggu á hælinu, var einfaldlega bara miðað við að hver og einn myndi passa í þær. Semsagt, það var flokkað í stærðir en ekki eftir stíl og svo fékk sá eða sú sem passaði í flíkina að eiga hana. Þegar allir voru komnir með sinn skammt af nýjum fötum, dressaði mannskapurinn sig upp og útkoman varð oft æði skrautleg. Til dæmis brúnar bux- ur, bleikt pils yfir buxurnar, gúmmístíg- vél, rauð blómaskyrta, grátt lopavesti þar yfir, kannski blá dúnúlpa (þrengra lagi og gríðarlega stór, skærgræn lopahúfa sem tróndi á toppnum eins og punkturinn yfir i-ið. Svo þrömmuðu þau um, brosandi út að eyrum, ofsaglöð með nýju fötin. Þegar smáborgarinn hittir fyrir hópa af listaspírum verður honum oftar en ekki hugsað til þessara æskuvina sinna. Samsetning fatanna virðist handahófs- kennd og fremur valin af því fötin passa, en ekki af því að þau séu samstæð eða myndi einhverja smekklega heild. Það sem honum þykir öllu verra er að þessi þjóðfélagshópur leggur sig fram um að vera spes en tekst það ekki þar sem fólkið virðist kaupa fötin sín meira eða minna á sama stað og endar því sem ein- sleitur hópur. Auk þess er það jafn mikið undiráhrifumeinhverrarlistrænnartísku- stefnu og aðrir hópar í þjóðfélaginu. Því virðist vera svo mikið í mun að vera spes að það „spesar hreinlega á sig". Hverfur líkt og gæsaveiðimenn hverfa dulbúnir í grasið þegar það stendur saman í hópum fyrir utan skemmtistaði og keppist við að vera öðruvísi. Það sem gefur smáborgaranum von er að flestir virðast vaxa upp úr þessu. Læra meðaldri og tíma að klæða sig í samstæð- arflíkur í stað þess að vaða um í listrænni, abstrakt fegurðarskynsvillu með þaðeina markmið að vera öðruvísi. Smáborgarinn spyr líka: Til hvers að rembast svona? Við erum hvort sem er öll „öðruvísi". Eins og snjókornin. Öðruvísi en samt eins. HVAÐ FINNST ÞÉR? Helgi Vilhjálmsson, eigandi sœlgœtisverksmiðjunnar Góu Er bjart framundan í sælgætis- framleiðslunni? „Það er stórskemmtilegt ef þessi nýja uppfinning virkar. Maður bíður bara eftir annarri eins uppfinnmgu sem virkar á hárið.“ Búið er að finna upp ofurlítið hljóðbylgjutæki sem örvar vöxt tanna frá rótum. Mun þetta vera byltingarkennd uppfinning í tanniðnaðinum. Ævintýraveröld ófétanna Þegar gengið er inn í Deigluna í Listagilinu á Akureyri opnast heill undraheimur. Gestir stíga beint inn í ævin- týraveröld ófétanna en í Deiglunni stend- ur nú yfir sýning á hinum stóru og litskrúðugu frummynd- um Rúnu K.Tetzschner við ævintýri hennar um Ófétabörnin. SU DOKU talnaþraut 4 7 2 6 9 3 8 1 5 6 3 8 4 5 1 9 7 2 9 1 5 8 2 7 3 4 6 1 2 3 9 7 4 6 5 8 5 8 4 1 3 6 2 9 7 7 6 9 5 8 2 1 3 4 3 5 i 7 6 8 4 2 9 8 4 7 2 1 9 5 6 3 2 9 6 3 4 5 7 8 1 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá t-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 8 1 7 4 5 1 5 2 9 9 4 6 8 3 9 9 2 8 7 1 3 6 4 7 5 3 2 8 4 1 5 eftir Jim Unger Ég hringdi í vinnuna og sagði að þú yrðir lasinn í tíu ár. O Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Ymsum sögum fer af síðustu dögum innan fjárfestingar- bankans Straums-Burðaráss áð- ur en að Þórður Már Jóhannes- sonvarleysturfrá störfum. Þegar boðað var til hlut- hafafundarins örlagaríka kom brátt í ljós að þar kynni að draga til tíðinda. Þórð- ur Már var hins vegar staddur á erlendri grundu en lá á að kom- ast heim. Brá hann á það ráð að leigja einkaþotu til þess að kom- ast heim til Fróns, fremur en að bíða eftir næstu vél Icelandair. Með þessum hætti mun hann hafa komist heilum 48 mínút- um fyrr til landsins... Pað er eins og menn megi varla gera sér glaðan dag lengur án þess að það verði fréttaefni. Þannig greinir Reyn- irTraustason, ritstjóri Mannhfs, frá því á vef sínum (www.mann- fíT ’ 1 lif.is) að fótbolta- || guðinn Eiður ■ Smári Guðjohn- sen hafi brugðið undir sig betri . J- fetinum um síð- astliðna helgi og það íklæddur gervi Kalla á þakinu, sem vinur hans Sverrir Þór Sverrisson - betur þekfctur sem Sveppi - léði honum íftilefni dagsins. Mun uppátækinu hafa verið vel tekið af næturhröfnum Reykjavíkur... Hins vegar er ekki jafnvel lát- ið af gleðimanninum Jóni Kristni Snæhólm, nýráðnum aðstoðarmanni borgarstjóra, á hinu velheyrandi slúðurbloggi Orðinu á götunni (ordid.blog. is). Jón Kristinn er sagður hafa tekið að sér veislustjórn í brúð- kaupi og verið í miklu stuði. Er á leið hafi mönnum þó þótt fyr- irferðin litlu minni en á Hrafna- þingi Ingva Hrafns Jónssonar á NFS, þar sem hann er fastagest- ur. Er hermt að loks hafi verið gerð hallarbylting við háborðið og meiri værð færð yfir veislu- stjórnina... Minna hefur borið á hinum gáskafúlla formanni borg- arráðs Reykjavíkur í fjölmiðlum síðastliðna daga en menn hafa átt að venjast um langa hríð. Ástæðan er þó ekki sú að Björn Ingi Hrafnsson sé uppiskroppa með mál til þess að deila með fjöldanum, heldur hefur hann lagst í langþráð frí eftir lang- hlaup á spretthlaupshraða und- anfarin misseri, þar sem hvað hefur rekið annað: Aðstoð við ráðherra, prófkjör, kosninga- barátta, meirihlutamyndun og skrifborðsburður í Ráðhúsinu. Hermt er að úrsérbræddur far- sími Binga verði ekki með í för... Götulistamaðurinn og Aust- urstrætisskáldið Jojo fer mikinn í góða veðrinu þessa dagana, en hann spilar í Austur- stræti á góðviðrisdögum og fögr- um sumarnóttum eftir því sem andinn býður. Hann er þó ekki einn á ferð alla daga því heyrst hefur (um allan miðbæ) að snill- ingar eins og Páll Rósinkranz, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Fjölnir Þorgeirsson, svo nokkrir séu nefndir, hafi tekið lagið með honum á götunni. Samkvæmt heimildum mun Páll Rós- inkranz þykja ótvíræður sigur- vegari þessarar söngvakeppni strætisins... andres.magnusson@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.