blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 30.06.2006, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 SÖLKUFRÉTTIRI 21 Ekki bara Strikið Undanfarin ár hefur Guðlaugur Arason rithöfundur staðið fyrir vinsælum gönguferðum fyrir íslendinga um Kaupmannahöfn og er það ekki síst að áeggjan þeirra sem hann samdi hagnýta bók sem kallast Kaupmannahöfn - ekki bara Strikið. Hann lýsir 10 skemmtilegum gönguleiðum um borgina, segir frá sögulegum byggingum og minnist á þekkta einstaklinga sem tengjast þeim. Hverri gönguleið fylgir kort sem útskýrir leiðina og inn á þau eru merktir helstu viðkomustaðir. í fyrra kom út eftir hann bókin Gamla góða Kaupmannahöfn sem hlaut gífurlegar vinsældir, en þar fer hann vítt og breitt og miðlar fróðleik og skemmtisögum. Báðar bækurnar njótamikilla vinsælda, enda ómissandi fyrir GUÐIAUGUR ARASON £ Ú maríiiahöfn alla þá sem ferðast um gömlu höfuðborgina okkar og reyndar alla þá sem aðeins ferðast í huganum um fjarlægar slóðir. Guðlaugur Arason Girnilegar bækur Nú er önnur prentun á þessari vinsælu bók loksins komin í búðir. Hildur Hákonardóttir sinnir gróðri allan ársins hring og hér lýsir hún því hvernig má nýta algengarjurtir, villtareða ræktaðar, tilmatarog heilsubótar. Inn á milli eru girnilegar uppskriftir og frásagnir um lífið og hugmyndafræði ræktunar. Bókin er gagnlegt uppflettirit en jafnframt skemmtileg saga höfundar sem sér viðamikillar þekkingar á náttúrunni og þeirri menningu sem tengist ræktun - á íslandi og víða um heim. Leyndarmál franskrar salatsósu opinberað íslendingum eftir Helene Magnússon Nauðsynlegt með grillinu: Kitlum bragðlaukana með blöndu af íslensku hráefni og frönsku hugviti! Með veislu í farangrinum eftir Ingibjörgu G. Guðjónsdóttir og Ragnheiði I. Ágústsdóttur. Hefurðu farið ÚT að borða nýlega? Póstkortabækur Bruce Mcmillan er rithöfundur og Ijósmyndari og sannur íslandsvinur. Hann hefur nú gefið út fjölda barnabóka og hlotið ýmls verðlaun fyrir. í samvinnu við SÖLKU hefur hann geflð út tvær barnabækur og nú koma út eftir hann tvær gullfallegar póstkortabækur en í hvorri um sig eru 30 kort. Önnur bókin er með landslagsmyndum og skondnum athugasemdum um ísland. Hin er með lundamyndum ásamt fróðleiksmolum um þennan litríka prófessor sem elur börnin sín upp í íslenskum heimkynnum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.