blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaðiö Samráð í rannsókn ■ Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, voru sektuö um 2,6 milljarða og gert að greiða þær i stjómvaldssektir árið 2004 vegna ólögmæts verðsamráðs. Þeim úrskurði var áfrýjað til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektirnar um rúman milljarð. ■ í rannsókn samkeppnisráðs á verðsamráði olíufélaganna var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarða á samráðinu. Þessu hafa olíufélögin þrjú hafnað og segja þvert á móti að þau hafi tapað á samráöinu. Sérstakir matsmenn vinna nú að því að meta mögulegt tap eða hagnað félaganna. Lögreglurannsókn vegna málsins lauk í nóvember- mánuði í fyrra og þótti hún leiða í ljós rökstuddan grun um brot á ákvæðum samkeppnislaga. ■ Ríkissaksóknari vinnur nú að því að fara yfir rannsóknargögn en alls hafa 34 einstaklingar stöðu sakborn- ings í málinu. Verðsamráð næg ástæða til uppsagnar ■ Vilja selja ríkinu eldsneyti ■ Fengu ekki að sjá útboðsskjöl Eftir Höskuld Kára Schram Skeljungur og Olíufélagið lögðust eindregið gegn því að Atlantsolia fengi aðgang að útboðsskjölum vegna eldsneytiskaupa ríkisins. Töldu félögin að með þvi fengi samkeppnisaðili aðgang að mik- ilvægum trúnaðarupplýsingum. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir það þjóna hagsmunum al- mennings að Ríkiskaup efni aftur til útboðs vegna eldsneytiskaupa hins opinbera. Ríkiskaup afhentu i gær forráðamönnum Atlantsolíu niðurstöður útboðs frá árinu 2003 en félaginu var í fyrstu meinaður að- gangur að þeim. „Ég vil sjá hvaða verð þeir eru að bjóða og gera mér grein fyrir þvi hversu langt frá núverandi mark- aðsaðstæðum þessi samningur er,“ segir Albert Þór Magn- ússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Honum voru í gær afhentar niðurstöður út- boðs vegna \ eldsneyt- | iskaupa Skýrslan afhent Forráðamenn Atlantsolíu fengu ígær afhentar niðurstöður útboös vegna eldsneytiskaupa ríkisins. ríksins sem fram fór árið 2003. 01- íufélagið og Skeljungur hrepptu samninginn á sínum tíma en hann hefur verið tvíframlengdur af hálfu Ríkiskaupa án útboðs og nú síðast í apríl á þessu ári. Samningurinn nær yfir eldsney tiskaup og þjónustu á rúmlega eitt þúsund bifreiðum í eigu ríkisins. Albert segir einkennilegt að ríkið skuli framlengja samning sem gerður er við mun verri markaðs- aðstæður en ríki í dag. Nýtt útboð muni þjóna hagsmunum almenn- ings.„Það eru fleiri fyrirtæki á mark- aðinum núna og alvega klárlega tækifæri fyrir ríkið að njóta góðs af vaxandi samkeppni." 1 fyrstu neituðu Ríkiskaup að veita Atlantsolíu aðgang að útboðs- kjölunum og þurfti fyrirtækið því að kæra til Úrskurðarnefndar upp- lýsingamála. Þá lögðust Olíufélagið og Skeljungur eindregið gegn því að samningurinn yrði gerður opinber þar sem um viðskiptaleyndarmál væri að ræða. Því hafnaði Úrskurð- arnefnd og gerði Ríkiskaupum skylt að veita Atlantsolíu aðgang að samningnum. Að sögn Alberts eru nægar ástæður fyrir hendi til þess að ríkið segi upp núverandi samningi og vísar í verð- samráð olíufélaganna máli sínu til stuðnings. „Við teljum að verðsam- ráð olíufélaganna sé nægt tilefni til að segja upp samningnum og bjóða þetta út aftur.“ hoskuldur@bladid.net Atlantsolía: Fréttavefur hakkaður Brotist var inn á vefþjón Snerpu eftir hádegi í gær með þeim afleið- ingum að vefir sem hýstir voru á þeim vefþjóni voru afmyndaðir. Þar á meðal voru fréttavefirnir pat- reksfjordur.is og snerpa.is. Tölvu- þrjótarnir skildu eftir sig síðu sem benti á heimasíðu fyrirtækisins mkhost. Er sú síða vistuð í Make- dóníu. Þetta mun vera í annað sinn sem patreksfjordur.is verður fyrir árás tölvuþrjóta. Fróðasti ferðafélaginn — Stútfullur af nýju efni- Nýútgáfa HANDBÓK\U Ferðumst og fræðums Vegahandbókin sími: 554 7700 Skilaðu gömlu bókinni í næstu bókabúð og fáðu 1.000.- kr. afslátt Þyrlurnar verða í Reykjavík Furðuleg niðurstaða ■ Vonbrigði, segir verkalýðsforinginn ■ Stóð aldrei til, segir forstjórinn Eftir Gunnar Reyni Valþórsson „Þetta eru fyrst og fremst mikil vonbrigðisegir Kristján G. Gunn- arsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um þá niðurstöðu að þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæsl- unnar verði áfram í Reykjavík, ekki á Suðurnesjum eins og heimamenn höfðu vænst. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að ekki hafi komið til tals að flytja þyrlu- sveitina til Keflavíkur. „Það hefur verið mjög góð reynsla af því að hafa björgunarmiðstöðina í heild sinni í Skógarhlíðinni. Ég tel, að ef um ein- hvern flutning til Keflavíkur yrði að ræða, þá þyrfti að flytja alla starf- semi björgunarmiðstöðvarinnar suður. Það hefur ekki komið til tals.“ 1 tillögum starfshóps um fram- tíðarskipulag þyrlubjörgunarþjón- ustu á Islandi kemur fram að hag- kvæmnis- og öryggissjónarmið krefjist þess að þyrlusveitin hafi bækistöð á einum stað og í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Kristján Georg Gunnarsson Lárusson Islands. Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, kynnti niðurstöður starfs- hópsins fyrir ríkisstjórn á dögunum. Gæslan hefur nýverið flutt starfsemi sína í Skógarhlíð í Reykjavík og er þar í nábýli við björgunarmiðstöð- ina í Skógarhlíð og er reynslan af því fyrirkomulagi mjög góð að sögn Georgs Kr. Lárussonar. í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins frá Kefla- víkurflugvelli vöknuðu hugmyndir um að þyrlusveitin yrði staðsett á Keflavíkurflugvelli en samvæmt til- lögum starfshópsins virðist sú hug- mynd ekki fá byr undir báða vængi. „Þeir komast aldrei út úr Reykja- víkþessir háu herrar," segir Kristján Gunnarsson og bendir á að dóms- málaráðherrann sé þingmaður Reyk- víkinga. „Maður veltir því fyrir sér hvort að það hafi verið að þvælast fyrir honum í þessu máli. Auðvitað eru þetta djöfuls vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan, verandi með alla þessa aðstöðu, húsnæði og fleira til staðar á Keflavíkurflugvelli.“ Kristján segir að sér finnist það vægast sagt furðulegt að menn skuli ekki komast að annarri niðurstöðu. „Maður veltir því fyrir sér hvort að menn meini eitthvað með því sem þeir sögðu þegar talað var um að gera eitthvað í málum Suðurnesja- manna til þess að reyna að efla hér atvinnu í kjölfar þess að varnarliðið er á förum. Ég held að þetta risti bara ekki dýpra og menn eru greinilega ekki að meina neitt með því þegar þeir eru að kvaka um þessi mál. Ætli Suðurnesjamenn verði ekki bara að leysa úr þessu sjálfir eins og þeir eru vanir, ég er farinn að hallast að því,“ segir Kristján. gunnar@bladid.net HEREFORD S T E I K H Ú S Laugavegur 53b • 101 Rcykjavík 5 1 I 3350 • www.hcrcrord.is Fimmtudaga til sunnudaga Glæsilegur 3ja rétta maíseðill á aðeins 5.2 00, ■tpántanir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.