blaðið - 21.07.2006, Síða 15
blaðið FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006
15
Dj Shaft sér um grúvið
Það er Groove helgi á Q-Bar. í kvöld mun Dj Shaft (Skapti) spila
á þessum nýja stað sem fengið hefur nafnið Q-Bar, þar sem Ari
í Ögri var áður. Shaft hefur reynslu af því að mixa saman lounge
tónlist sem hæfir staðnum mjög vel eftir breytingarnar.
Hrísey Hríseyingar gera sér
glaðan dag um helgina
if * '*s
! VHHk
'V"1'
Fjölskylduhátíð
fullveldisins
Synt gegn mansali
Hápunktur undirbúningsins
fyrir Ermasundið - Reykjavíkur-
sund gegn mansali 2006 - hefst í
dag. Um leið hefst áheitasöfnun
gegn mansali en það má sjá allt um
sundið, dagskrá hugsjón-og annað á
www.ermasund.is. Það er Benedikt
Lafleur, útgefandi og sjósundkappi,
sem mun þreyta sundið mikla.
Hægt er að hringja í tvö númer
og veita áheit á sundið: 905 20 20 og
verða 1.500 kr. gjaldfærðar af sím-
reikningi hringjandans og 562 3500
en þar er hægt að gefa áheit með
frjálsum framlögum.
Ágóðinn rennur í sjóð Sakleysis
sem er ætlað að sporna gegn man-
sali og öðrum skuggahliðum al-
þjóðlegrar klámvæðingar. Verndari
sjóðsins er Guðrún Agnarsdóttir,
fyrrverandi þingmaður og forstjóri
Krabbameinsfélagsins.
Sundið hefst kl. 03.00 aðfararnótt
laugardags í Nauthólsvík. Stefnt er
að því ljúki upp úr klukkan 19:00
á bryggjugarði, bryggjuhverfinu í
Grafarvoginum á laugardagskvöldið.
Synt er í þremúr áföngum þar sem
tvær tveggja til þriggja stunda pásur
verða teknar.
Málefnið er brýnt og samin
hefur verið áskorun til ríkisstjórnar
Islands, undirrituð af fimm sam-
tökum: UNICEF og UNIFEM á
íslandi, íslandsdeild Amnesty
International, Kvennaathvárfinu,
Stígamótum og Benedikt S. Lafleur
um að hún fullgildi samninga um
mansal.
íbúar Hríseyjar standa í ströngu
þessa dagana því von er á fjölda
gesta til eyjarinnar nú um helgina.
Tilefnið er fjölskylduhátíð fullveldis-
ins sem blásið verður til á föstudag.
Hríseyingar búast við allt að
4000 manns og því er ljóst að Hrís-
eyingar mega hafa sig alla við að
sinna gestum sínum því í mörg
horn er að líta. Skipuleggja þarf dag-
skrá, gera tjaldstæðin klár, annast
gæslu og þrífa allt hátt og lágt fyrir
komu gestanna.
Valgeir Magnússon situr í undir-
búningsnefnd hátíðarinnar.„Und-
irbúningurinn hefur gengið prýði-
lega og allir hafa lagt hönd á plóg.
Við erum að leggja lokahönd á allt
saman til þess að hægt sé að taka
á móti öllu þessu fólki sem kemur
til með að sækja okkur heim. Spáin
er prýðileg fyrir helgina og við
hlökkum til að eiga saman góðar
stundir í eyjunni um helgina."
Hátíðin er haldin til þess að minn-
ast þess að þennan dag árið 1997 var
tillaga um sameiningu Dalvíkur
og Hríseyjar felld. „Þá kviknaði
nokkur þjóðerniskennd meðal Hrís-
eyinga og þessi hátíð hefur verið
haldin æ síðan þó Dalvík hafi nú
reyndar sameinast Akureyri. Þó
var sérstaklega samið um það að Ak-
ureyringar hefðu ekkert um Hrísey
að segja þessa helgi.“
Valgeir segir hátíðina hafa gengið
ákaflega vel fyrir sig undanfarin ár.
Öll fjölskyldan ætti að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi en dagskráin
er fjölbreytt og skemmtileg. Þar
munu m.a. stíga á stokk Ómar Ragn-
arsson, Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar og leikarar úr barnaleikrit-
inu Ávaxtakörfunni. Valgeir segir.
það ekki vandkvæðum bundið að
taka á móti öllum þessum fjölda.
„Hér eru næg tjaldstæði og einnig
getur fólk tekið með sér tjaldvagna
í ferjuna. Gott er þó að hafa sam-
band við skipráðendur áður til þess
að panta far fyrir tjaldvagna," segir
Valgeir og vonast til þess að sem
flestir leggi leið sína til Hríseyjar
um helgina.
20% afsláttur
Húðvörumarfrá Gamla apótekinu eru án viðbættra litar- og ilmefna.
Þær eru góður kostur fyrir alla, ekki síst þá sem þola illa aukaefni í kremum.
Afsláttur gildir út júlí í verslunum Lyf og heilsu
Sumar-
tónleikar
The Dyers í Gallerí
Humar eða frægð
Blue Brasil á jazzhátíð
Fjórðu tónleikarnir í tónleika-
röðinni Sumartónleikár í Akureyr-
arkirkju verða
haldnir sunnu-
daginn 23. júlí
klukkan 17:00.
Flytjandi að
þessu sinni er
orgelleikarinn
Guðný Einars-
dóttir. Á tón-
leikunum mun
Guðnýleika verk eftir Dietrich Buxte-
hude, Georg Böhm, Johann Sebastian
Bach, Jehan Alain og Charles Marie
Widor.
Guðný Einarsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1978. Hún stundaði
planónám við Tónlistarskólann í
Reykjavík og orgelnám við Tónskóla
Þjóðkirkjunnar þar sem kennari
hennar var Marteinn H. Friðriksson.
Tónleikarnir standa í klukkustund
án hlés og er aðgangur ókeypis.
Reykvíska nýrokksveitin The Dy-
ers verður með stutta seinniparts-
tónleika í Gallerí Humar eða frægð
í dag klukkan 17:30. Hljómsveitin
var stofnuð árið 2004 af þeim Kjart-
anl*f>órssyni, Helga Reyni Jónssyni
og Guðmundi Einarssyni. Sameig-
inlega höfðu þeir áhuga á tónlistar-
mönnum á borð við Steppenwolf,
Thin Lizzy, Bruce Springsteen og
fleiri.
The Dyers tók þátt í Músíktil-
raunum árið 2005, hafnaði þá í þriðja
sæti og fór í kjölfarið í upptökur í
Stúdíó Sýrlandi í Hafnarfirði (áður
Hljóðriti). Þar tóku þeir upp nokkur
lög undir stjórn Sigurðar Inga Þor-
valdssonar. Hljómsveitin hefur ný-
verið klárað disk sem verður gefins
á tónleikum sveitarinnar í Gallerí
Humar eða frægð.
The Dyers Rokksveitin Reykviska nýrokk-
sveitin The Dyers verður með stutta seinni-
partstónleika i GalleríHumar eða frægð
Hljómsveitin hefur undanfarið
verið að vekja athygli á sér, meðal
annars með spilun í Kastljósi og á
öldum ljósvakans.
Nú stendur yfir jazzhátíðin,
Django Jazz Festival, á Akureyri en
hún er tileinkuð gítarsnillingnum
Django Rheinhardt.
I kvöld mun Ola Kvernberg, jazzf-
iðlari frá Noregi spila með þýsku
hljómsveitinni Blue Brasil, en hana
skipa Sandra Hempel á gítar, Iris
Kramer á trompet, Hrólfur Vagns-
son á harmonikku, Derek Scherzer
á trommur og Arndt Geise á
kontrabassa.
Tónleikarnir fara fram í Ketilhús-
inu og hefjast klukkan 21:30.