blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 23
blaöið FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 23 gæludýr Met-dýr Fyrir foreidra seni vilja ekki taka dýr inn á heimilið ætti vefsiðan www.neop- ets.com að koma að gagni. Þar geta börn og fullorðnir séð um vef-gæludýr og það gæti kennt börnunum að dýrahald er ekki eins einfalt og það sýnist. Páfagaukar Gargandi góður Páfagaukar hafa lengi verið vinsæl gæludýr ekki sist vegna greindar sinnar og langrar ævi en hún getur verið allt að 35 ár.Gárar eru að líkindum vinsælustu páfagaukarnir og jÁ hafa verið hér á landi. Á undanförnum árum hafa þó fleiri tegundir verið fluttar inn til « landsins. / Ingólfur Tjörvi Einarsson í Furðufuglum og fylgifiskum segir að mikill skriður hafi verið kominn á fuglainnflutning þar til fuglaflensan kom til sögunnar og innflutn- 'A ingsbann tðk gildi í október í fyrra. „Fjöl- /Æj miðlaflensa segi ég. Ég er með tvo fugla í sóttkví núna svo ég held að þetta sé að komast á skrið aftur.“ GÁRI Gárar koma frá Ástralíu og er eini fugl- inn sem áhugamenn hafa ræktað íyfir 100 ár. Þeirem til í margvislegum litaafbrigðum. Gár- inn er skapgóður og hentar vel með börnum. Hann geturnáð 12 ára aldri. DÍSARPÁFI Er fremur Iftill * fugl af kakadúaætt. Til eru mörg litarafbrigði en hann get- V ur náð allt að 25 ára aldri. Hef- )F ur fallega söngrödd og nagar «. ekki mikið, hljóðlátur fugl sem hentar með bömum. Barnið sem fer ekki að heiman Páfagaukar eru miklar félagsverur sem krefjast -mik- illar athygli og um- önnunar. Sökum greindar sinnar þurfa þeir einnig að hafa ýmislegt að glíma við, svo sem ýmislegar þrautir. Greindin gerir það einnig að verkum að páfagaukum má kenna ýmsar kúnstir. Mikilvægt er að páfagaukurinn treysti eiganda sínum en með þolinmæði og góðri umönnun má smám saman fá fuglinn til að hoppa á fingur, jafnvel öxl og spjalla við hann. Fuglinum má síðar strjúka en þessi samskipti verða að þróast hægt og örugglega. Smám saman má svo kenna fugl- inum að klifra stiga og fleira. Tjörvi segir að hér á landi séu um 40 tegundir fugla en hann ræktar sjálfur nokkar tegundir. „Það er mikilvægt að fólk kynni sér hvers páfa- gaukar þarfnast og hvað umönnun slíkra dýra hefur í för með sér áður en það fær SENEGAL PÁFi Senegalinn er fagurgrænn meö grátt eða dökk- grátt höfuð. Hann er ættaður frá Vestur-Afriku. Hann er miöiungs- hávær og getur orðið allt að 35 ára gamall. sér fugl. Þeir eru barnið sem fer ekki að heiman. Égersjálfurmeð ara, eða arnpáfa, sem er um 90 sm og hefur um tveggja tonna bitkraft. Hann var að leika sér í bununni í eldhúsvaskinum um daginn og beit hreinlega gat á kranann, slíkur er krafturinn." Goggunarröðin skýr Þrátt fyrir að páfagaukar geti orðið ansi stórir er rekstrar- kostnaðurinn þó ekki svo mikill. „Rekstrarkostnaður fugla er minni en flestra annarra dýra því þeir geta borðað margt af því sem við borðum eins og ávexti, grænmeti og korn. Svo kostar ekkert að skrá þá og þá má jafnvel tryggja líka. Svo má auðvitað fara með fugla á svæði þar sem önnur dýr eru bönnuð,“ segir Tjörvi. „Við ráðleggjum fólki að klippa af þeim flugfjaðr- irnar, þær vaxa árlega aftur. Það er mikil- vægt að inn nái of mikilli flughæð, þá er hann v i ð r á ð - anlegri. Fuglinn lítur svo á að komist hann yfir höfuðið á þér þá ráði hann. Þannig er gogg- unarröðin hjá fuglum að sá sem ofar er ræður meiru.“ Rétt og gott mataræði páfagauka er afar mik- ilvægt en það getur lengt ævi þeirra töluvert og gefið þeim næga orku til að vera sprækir og skemmtilegir. Ferskir ávextir, frækorn og baunir eru gott fóður en mikilvægt er að huga að mörgum þáttum í fóðrun páfagauka og því rétt að ráðfæra sig við sérfræðinga. Margvíslegur heilsu- brestur getur komið til af röngu mataræði og ýmsu öðru og finna má afar gagnlegan lista yfir kvilla L páfagauka, líklega orsök og RÓSHÖFÐI Er ættaður frá Suðvestur-Afriku. Ástúðlegur oq athafnasamur fugl sem þolir illa aörar fuglategundir i kringum sig. Getur orðið 30 ára. Hermikrákur Ekki allir páfagaukar geta lært að tala. Þeir eru fyrst og fremst eft irhermur og mis minnugir svo hæfileikar þeirra til þess að herma eftir þeim hljóðum sem þeir heyra eru ólíkir. Kven- raddir henta betur fyrir tal- kennslu páfagauka þar sem þær eru skærari. Mikilvægast er, ef kenna á páfagauki að tala, að halda honum frá öðrum fuglum. Best er að einbeita sér að einu orði og endurtaka það í sí- fellu fyrir fuglinn. Hann á að líkindum erfiðast með að læra fyrsta orðið en þegar það er komið gengur honum betur að bæta við orðaforðann. Tjörvi segir að dísur af kakadúaætt, ásamt gár- unum, séu vinsælustu fuglarnir enda henti þeir vel með börnum. Hann segir þó að betra sé að fá handmataðan fugl, fugl sem hefur verið vaninn af mönnum frá byrjun. „Þá lítur fuglinn á manninn sem mömmu sína og eltir hann. Þannig fugl er meðfærilegri og gæfari. Það kostar auðvitað meiri vinnu, tekur frá sex vikum til þriggja mánaða en handmataðir fuglar eru miklu skemmtilegri.“ lækningu á vefsíðu Dagfinns dýralæknis MASKAR! Er af ástargaukaætt og getur náö 30 ára aldri. Hann er ættaður frá Tansaníu og er miðlungshávær. Er afar stjóm- samur og hentar ekki fyrir böm. Fallegar og mjúkar Kanínur njóta sífellt meiri vinsaelda sem gæludýr enda eru þær Ijúfar og auðveldar að temja. Þær eru einnig leikglaðar og skemmtilegt að fylgj- ast með þeim í daglegu bjástri. Kanínur eru sérlega félagslyndar svo mikilvægt er að sína þeim athygli og leika við þær. Það má venja þær við að gera stykkin sína á þar til gerða staði og gæta þarf þess að þær hafi sifellt eitthvað að naga þannig að gott er að hafa nægilega mörg nagleikföng nærri sér. Eins þarf að hafa þau svæði sem kanínunni er leyft að valsa um, kanínuheld. Kanínum þykir ágætt að brýna tennurnar á parketlistum og ýmsum öðrum heimilisbúnaði af því taginu svo húsgögn þarf að verja. Þær þurfa frekar stór búr og þær geta þarfnast dýralæknis- aðstoðar sem getur gert umhirðu þeirra kostnaðarsama. Á hinn bóginn kostar ekki mikið að fóðra kanínur. Allar gæludýravörur 30 % - 50 % AFSLÁTTUR Full búð af nýjum vörum TOKYO gæludýravörur Lau 10-16 • Sun 12-16 Hjallahraun 4 • Hafharfirði s.565-8444

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.