blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Húrra fyrir Siv
Mikil ósköp eru það fínar fréttir að Siv Friðleifsdóttir ráðherra sækist eftir
formennsku í Framsóknarflokknum. Þetta er ekki sagt sem stuðningur við
Siv, heldur vegna þess að Framsóknarflokksins beið alveg fáránleg staða
hefði Siv ekki stigið fram og sýnt kjark, metnað og áræðni. Það hefði verið
hreint ómögulegt ef Jón Sigurðsson, sem var kallaður til af fráfarandi for-
manni, hefði sjálfvirkt verið kjörinn formaður.
Framsóknarflokkurinn hefur átt bágt og mun eflaust eiga um nokkurn
tíma. Flokkurinn getur engum kennt um hvernig komið er nema sjálfum
sér. Ef eitthvað getur flýtt fyrir bata Framsóknarflokksins er að á flokks-
þinginu verði alvöru kosningar um forystuna. Það er ekki nokkur einasti
möguleiki fyrir flokksfólk að koma heim af eigin þingi öðruvísi en gera þar
upp við þá forystu sem nú er að kveðja, einkum og sér í lagi við stjórnartíð
Halldórs Ásgrímssonar og þess vegna hefði verið með öllu ómögulegt að Jón
Sigurðsson hefði fengið kosningu átakalaust.
Lífsins ómögulegt er að segja til um hvort þeirra, Siv eða Jón, er heppilegri
formaður. Þau eru ólík og hafa ólíkan bakgrunn. Framsóknarflokkurinn er
nánast klofinn i tvær fylkingar, jafnvel fleiri, og næsti formaður verður að
koma flokknum saman. Frambjóðendurnir tilheyra hvor sinni fylkingunni.
Jón sækir stuðning til Halldórs fráfarandi formanns og helsta samstarfs-
fólks, en Siv til þeirra sem hafa ekki verið sáttir með Halldór og hirðina
hans. Þau hafa ólíkt bakland.
Eftir að Guðni Ágústsson brást stuðningsmönnum sínum og hræddist Jón
í formannskjöri hafa augu þeirra sem vilja uppgjör beinst að Siv. Hún hefur
svarað kallinu og Ijóst er að spennandi kosningar eru framundan. Hirð Hall-
dórs hefur ekki stutt Siv til þessa og mun ekki gera að óreyndu. Þess vegna er
framboð hennar gegn sitjandi formanni og hans stuðningsliði. Jón treystir
hins vegar á það fólk sem mun ekki styðja Siv. Þess vegna verður uppgjör á
flokksþinginu.
Framsóknarmenn standa frammi fyrir sérstöku vali. Þeir hafa átt fleiri
kvenráðherra en aðrir flokkar og hafa nú möguleika á að sækja enn fram í
jafnrétti og gera konu að formanni flokksins.
Svo er annað hvort formannsefnanna heppilegri kostur fyrir þann meg-
inþorra þjóðarinnar sem er ekki í Framsóknarflokknum. Kannski skiptir
það ekki mestu, kannski er mesta keppikefli Framsóknarflokksins og þjóð-
arinnar það sama, að Framsóknarflokkurinn fái hvíld frá þjóðstjórninni.
Ef sú verður niðurstaðan að loknum kosningum verða komandi formanns-
kosningarnar í Framsókn fyrst og fremst innanbúðarmál og okkur hinum
óviðkomandi. Kannsld er það best.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILANNA
Þriðjudaginn 15. ágúst
wmmmmmmMmmmMmmvmmmami blaðidj==
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Katrín L. Rúnarsdóttir • Sími 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.net
Magnús Gautí Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaöið
SVo’Klfl SV0T^A...V?f> VoHiiM flrJSi
o G Sjfeu WsRtírG, HfETL/R
Leitin endalausa
Fyrir skömmu skrifaði Jón Gunn-
arsson, þingmaður Samfylkingar-
innar, grein í Fréttablaðið, undir fyrir-
sögninni „Stefna Samfylkingarinnar
er skýr“. Tilefni greinarinnar var
viðtal á NFS við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, formann flokksins, sem
hafði skilið flesta áhorfendur eftir í
meiri óvissu um stefnu flokksins en
þeir höfðu verið áður og var hún þó
nokkur. Jón lýsti stefnu Samfylking-
arinnar með nokkuð skýrum hætti,
en framsetning hans hljómaði bara
einhvernveginn allt öðru vísi en hjá
formanninum. Þetta dæmi vekur
auðvitað þá spurningu hvenær Sam-
fylkingin ætli að ljúka hinni löngu
leit sinni að staðsetningu í litrófi
íslenskra stjórnmála. Ætlar hún
að skilgreina sig sem vinstri-sósíal-
ískan flokk, sem fjandskapast við
atvinnulífið, boðar hærri skatta og
aukin ríkisumsvif, eða ætlar hún að
hemja vinstriáherslurnar og höfða til
hinnar breiðu miðju, líkt og sigursæl-
ustu sósíal-demókratar Evrópu hafa
jafnan gert.
Svarið við þessari spurningu er
ekki augljóst. Forystumenn flokks-
ins virðast aldrei hafa treyst sér til
þess að taka afstöðu í þessum efnum
með þeim afleiðingum að fylgið
hefur kvarnast af honum, bæði til
hægri og vinstri.
Kröpp vinstribeygja
Stundum hefur örlað á ákveðinni
línu í þessu sambandi. 1 formanns-
tíð Össurar Skarphéðinssonar var
ljóst að hann og nánustu samstarfs-
menn hans litu mjög til breska Verka-
mannaflokksins og þeirra breyt-
inga, sem Tony Blair beitti sér fyrir
á stefnu hans, en frá því Ingibjörg
Sólrún tók við formannsembættinu
hefur orðið viðsnúningur. I hverju
málinu á fætur öðru virðast hún
fyrst og fremst líta á vinstrigræna
sem helstu keppinauta sína um hylli
kjósenda og hefur hagað áherslum
sínum og orðfæri í samræmi við það.
Það er sama hvort litið er til efnahags-
mála, skattamála, utanríkismála eða
umhverfismála; markmið forystu
Samfylkingarinnar virðist vera að
verja vinstrivæng sinn fyrir sókn VG,
sem endurspeglast hefur bæði í kosn-
ingum og skoðanakönnunum.
1 i
_3 Viðhorí
Birgir Armannsson
Nú má segja að með tilliti til Alþing-
iskosninga næsta vor sé þessi áherslu-
brey ting Samfylkingarinnar hagstæð
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að minnsta
kosti til skamms tíma litið. Leiðin á
milli hægri krata og sjálfstæðismanna
hefur aldrei verið löng og þegar Sam-
fylkingin skilgreinir sig með afdrátt-
arlausum vinstriáherslum er ljóst að
hún höfðar ekki til þess hóps. Á hinn
bóginn kann það líka að vera ókostur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að forysta
Samfylkingarinnar kjósi að breikka
bilið milli sín og sjálfstæðismanna,
enda getur það leitt til þess að stjórn-
armyndunarkostum fækki. Það er
auðvitað ekki jákvætt fyrir sjálfstæð-
ismenn, því enda þótt samstarf Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
hafi gengið vel um langt skeið, er ekki
náttúrlögmál að það standi um aldur
og ævi.
Er hún tæk til samstarfs?
Samfylkingin verður hins vegar
vitaskuld að finna fjölina sína sjálf og
gera það upp við sig hvernig flokkur
hún vill vera. Það verður ekki enda-
laust hægt að útskýra stefnuleysið
með því að flokkurinn sé ungur og
ómótaður. Flokkurinn hefur farið í
gegnum tvennar alþingiskosningar
og tvennar sveitarstjórnaskoningar,
hefur staðið fyrir langdregnustu fram-
tíðarstefnumótun Islandssögunnar
og enginn hefur tölu á þeim stefnu-
þingum, vorþingum, flokkstjórnar-
fundum og landsfundum, sem allir
hafa átt að marka nýtt upphaf.
Það er ekki svo, að í forystu Sam-
fylkingarinnar séu tómir þyrjendur
eða skoðanalaust fólk. En ef henni
gengur svona ómögulega að finna
sér erindi í íslenskum stjórnmálum,
hvernig geta Samfylkingarmenn
ætlast til þess að kjósendur eða aðrir
stjórnmálaflokkar átti sig betur á því
eða leiði Samfylkinguna til ábyrgðar?
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Klippt & skorið
nn eru hræringará fjölmiðlamarkaði, en
hjá Fróða hefur Krist-
ján Þorvaldsson
tekið við ritstjórn Mannlífs
eftir að Reynir Trausta-
son gekk úr vistinni þar á
dögunum. Kristján hefur
raunar áður vermt þann
stól þó hann sé sjálfsagt þekktastur fyrir rit-
stjórn sfna á Séðu og heyrðu um árabil í félagi
við Bjarna Brynjólfsson. Upp á síðkastið
hefur Kristján verið Mikael Torfasyni, aðal-
ritstjóra Fróða, innan handar um þær umfangs-
miklu breytingar, sem verið erað gera á útgáfu
Fróða, en síðustu vikur annaðist hann einnig rit-
stjórn Vikunnar. Lesendur merkja þó sjálfsagt
mestan mun á útliti blaðanna, en listamaður-
inn og hönnuðurinn Jón Óskar Hafsteinsson
hefur haft veg og vanda af þeim. Við Vikunni
hefur hins vegar tekið Elín flrnardóttir, sem
hefur verið blaðamaður þar um skeið.
Af tímaritaútgáfu 365
erhinsvegarþaðað
frétta að enn hefur
frestast að gefa út tíma-
ritið Sirkus á nýjan leik og
með breyttu sniði. Takast
þar á klíkurnar í kringum
Arna Þór Vigfússon og
Pál Baldvin Baldvins-
son, ritstjóra DV. Árni
Þór vill að Sirkus, sem
ritstýrður er af Breka
Ólafssyni, verði dreift
ókeypis með Fréttablað-
inu, en Páll Baldvin telur það fráleitt, enda
myndi sjálfsagt enn fjara undan DV við slíka
ókeypis samkeppni úr sama húsi. Ákvörðunar
er enn að vænta en talað er um að útgáfa Sirk-
uss hefjist á ný í september með hvaða hætti,
sem það nú verður.
Athygli vakti í tíu-
fréttum Ríkissjón-
varpsins í vikunni
þegar rætt var við Sturlu
Pálsson, framkvæmda-
stjóra alþjóðasviðs Seðla-
bankans, að Sturla var rang-
feðraður og sagður Davíðsson. Nema þeir séu
allir Davíðssynir í Seðlabankanum núna.
andres.magnusson@bladid.net