blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MaöÍA Kominn tími á vaktaskipti Hollywood. Það er líka óhætt að segja að Bjarni hafi komið viða við. Fyrir tuttugu árum byrj- aði hann að vinna á Bylgj- unni við dagskrárgerð en á þeim árum var hann líka áberandi í skemmtanalífinu, til að mynda skipulagði hann ýmsar uppákomur á skemmtistaðnum Hollywood sem um árabil var mjög vinsæll í Reykja- vík. „Ætli ég hafi ekki verið að kynna í svona tuttugu ár,“ segir Bjarni þeg- ar blaðamaður innir hann eftir því hvenær þetta hafi byrjað alltsaman. ,Ég var einmitt að rifja þetta upp ný- lega. Fyrsta kvöldið sem ég kynnti svona formlega var einmitt í Holly- wood en þá skipulögðum við félagar mínir í Club Regina, skemmtikvöld á fimmtudegi. Þangað fékk ég allar helstu stórstjörnur þess tima til að mæta án þess að borga neinum fyrir. Jú, reyndar fékk Herbert Guðmunds- son fimmþúsund krónur fyrir að mæta. Þetta var á þeim tíma þegar stjörnur eins og Cosa Nostra og Her- bert Guðmundsson skinu sínu skær- asta. Við stútfylltum Hollywood þetta kvöld og ég sá um að kynna. Þetta var árið 1985 þannig að það eru orðin rúmlega tuttugu ár núna. í kjölfar þessa kvölds Suðum við Icy hópnum að mæta í Þau máttu í raun ekki flytja lagið en okkur langaði til að færa þeim gjafir þar sem þetta var í fyrsta sinn sem einhver fór út að keppa í Eurovisii og um að gera að nýta sér aðdr aflið sem þessi hópur hafði af þvi efni. Meðal annars man ég eftir því að við færðum þeim hátíðlega Don Cano galla og það var heilmikil at- höfn. Svo tóku þau gallana með sér út í keppninasegir Bjarni og hlær. Líður vel í Herjólfsdal Fékkstu engan sviðskrekk þegar þú byrjaðir að starfa sem kynnir? „Jú, ég man eftir því að hafa fengið sviðsskrekk þegar ég tók þátt í ræðu- keppni í Versló. Þá lenti ég í þeirri óhugnanlegu reynslu að standa fyrir framan allann skólann og koma ekki Mikil þáttaskil í sögu Þjó- hátíðar Vestmannaeyja urðu um síðustu verslunar- mannahelgi. Árni Johnsen lét af störfum sem kynnir hátíðarinnar og við tók yngri maður, Bjarni Ólafur Guðmundsson, en sá er þaulvanur kynningum og Eyjamaður að auki. m upp orði. Endaði á að segja -Fyrir- geföu fundarstjóri, ég get ekki sagt neitt. Ég held virkilega að þetta sé það ógeðslegasta sem ég hef lent í. En samt er ég á þeirri skoðun að sviðssk- relckur sé yfirleitt af hinu góða vegna þess að ef maður er of sjálfsöruggur þá getur maður lent í því að missa einbeitinguna. Reyndar fékk ég eng- an sviðsskrekk á Þjóhátíðinni, enda líður mér alveg ofboðslega vel í Herj- ólfsdal," segir eyjamaðurinn og bætir því við að að vera í dalnum sé nánast eins og að vera heima í stofu. Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, f ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. - Á grillið i örfáar minútur og maturinn er til! „Reyndar fann ég eitthvað þegar ég tók formlega við starfinu af Árna Johnsen. Ég vildi vita hvað ég ætlaði að segja, enda um að gera að kveðja þennan frábæra kynni með sóma.“ Meira stress með litlum hóp Kannastu við að vera öruggari með þig í umhverfi sem þú þekkir vel? „Já, það má alveg segja það. Ég finn til dæmis ekki fyrir sviðsskrekk þegar ég stend á sviðinu í Broadway, enda hef ég eflaust kynnt þar í svona þrjátíu skipti -fegurðarsamkeppnir og önnur hóf. Nú síðast kynnti ég þar á sjómannadaginn. En það er vissulega rétt að það er auðveldara að vinna í umhverfi sem maður er vanur. Og því meiri sem nálægðin við fólkið er því meira getur stressið orðið. Ég var einu sinni að vinna við að kenna sölutækni og sölustjórnun hjá Endurmenntunarstofnun og það fannst mér meira stressandi en að standa fyrir framan mannmergð á skemmtunum. Þetta er hálfdular- fullt stundum." Treystirsérekki tilað taka upp gítar HvaðstarfaðiÁrni lengi sem kynn- ir á Þjóhátíð? „Þetta var þrítugasti brekkusöng- urinn hans núna síðast, en ég held að hann hafi eflaust unnið við Þjó- hátíðina eitthvað lengur. Margir Vestmannaeyingar sjá enga ástæðu til að fara nokkuð annað um Versl- unarmannahelgina en í Herjólfsdal. Ég fór t.d. í hátíðarkaffi til frænku minnar á Þjóhátíðinni en það hélt hún í tilefni af fimmtugustu Þjóhá- tíðinni, en hún varð einmitt fimm- tíu ára s.l. vor og hefur semsagt verið á Þjóhátíð, um hverja einustu verslunarmannahelgi, frá því hún fæddist. Og þessi kona drekkur ekki áfengi, þannig að það segir okk- ur t.d. að þetta er ekki bara einhver drykkjuhátíð heldur fyrst og fremst fjölskylduhátíð." Bjarni segist ekki vita ástæðuna fyrir því að Árni Johnsen hættir núna eftir þriggja áratuga starf. „Þjóhátíðarnefnd kom bara að máh við mig og bað mig að taka við þessu starfi. Ég sagði vitanlega já takk um- svifalaust og þakkaði þann heiður og traustið sem þeir voru að sýna mér. Þetta er nefnilega mikið meira en að vera bara að kynna. Maður virkar nánast eins og dagskrárstjóri og er eins konar framlenging af Þjóð- hátíðarnefnd og er í nánu samstarfi við hana. Maður þarf líka að kunna að bregðast við ef eitthvað klikkar, t.d. ef listamenn mæta ekki á rétt- um tíma os.frv. Árni var mjög góð- ur í þessum tilfellum þar sem hann tók bara upp gítarinn og byrjaði að spila og syngja. Persónulega treysti ég mér vel til að syngja en ég kann ekki beint að spila á gítar og hyggst leysa það mál þegar nær dregur.“ Merkilegur titill Munt þú þá stjórna brekkusöng líka? „Nei, Árni verður eflaust áfram að því. Það er allt i höndum þjóðhátið- arnefndar. Mér fannst alveg merkilegt hversu margir komu til mín og óskuðu mér til hamingju með þetta. Það segir mér bara bvað Vestmannaeyingum finnst þetta merkilegur titill. Og kannski finnst Reykvíkingum það líka. Allavega var fjallað um það í fréttatíma á báðum stöðvum að Árni væri hættur og nýr tekinn við. Og ástæðan...? Kannski er vegna þess að fyrrverandi kynnir er Árni Johnsen... kannski vegna þess að hann var búinn að vera svo lengi í þessu starfi? Kannski sambland af báðu?“ Svo er Árni vitanlega frekar um- deildur karakter ekki satt? „Jú, en svo er hann náttúrlega kominn á sjötugsaldur eða eins og hann sagði sjálfur þá er bara komið að vaktaskiptum," segir Bjarni og bætir því við að hann hafi lofað að byrja á nokkrum árum en að það sé vitanlega óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér: „Ég gegni þessu embætti þar til þeir háu herrar hjá þjóðhátíð- arnefnd ákveða annað. Það er ekki víst að allar þjóðhátíðarnefndir framtíðarinnar vilji nota mig sem kynni.“ Eyjapeyi Bjarni Ólafur, kallaður Daddi, hefur starfað sem kynnir f tuttugu ár. Hann tekur við afÁrna Johnsen sem kynnir á Þjóhátíð í Vestmannaeyjum en Árni hefur nú staðið vaktina" íþrjátíu ár. Bladió/Steinar Hugi Heldur þú að Vestmannaeying- um þyki enn jafnvœnt um Árna og áður? “Já, ég held það. Menn hafa alltaf haft skoðanir á honum en það er bara af því hann er svo mikill fram- kvæmdamaður. Hann var alveg frá- bær i brekkusöngnum þetta árið. Virkaði mjög ferskur og gerði þetta af stakri snilld.“ Tuttugu ár í loftinu Eins og fyrr segir hóf Bjarni störf sem útvarpsmaður á Bylgjunni, daginn eftir að útsendingar bófust þar í ágúst árið 1986 og í dag situr hann enn fyrir framan hljóðnem- ann. „Ég held að ég sé eini útvarpsmað- urinn sem er enn í loftinu af upp- runalega hópnum eftir þessi tutt- ugu ár en á þeim tíma hef ég verið í ölllum mögulegum störfum á Bylgj- unni og á margs konar vöktum. Ný- lega bað ég samt um að fá að losna undan föstu vöktunum mínum enda er annrikið hjá mér mikið. Ég er að vinna í fullu starfi sem sölu- maður, svo aðstoða ég kunningja minn, Palla í Pöpum, sem er með umboðsskrifstofuna Prime og að auki vinn ég afleysingastörf sem útvarpsmaður. Að auki tek ég að mér tilfallandi kynningar annað slagið. Samt finnst mér alltaf betra að hafa of mikið að gera en of lít- ið - en það gerir maður samt ekki nema fjölskyldan standi algerlega við bakið á manni. Það er líka gott að eiga góða konu sem stendur með manni í þessu og skilur hvað maður er að gera. Ég held að við höfum far- ið í svona tíu eða tólf brúðkaup og kannski einu sinni setið við borð saman af því ég lendi alltaf í því að vera veislustjóri,“ segir Bjarni að lokum og brosir í kampinn. Það verður óneitanlega spenn- andi að fylgjast með þessum orku- bolta, sem svo margir kannast við, kynna rótgrónustu útihátíð lands- ins og sjá hvort hann stendur enn á sviðinu árið 2036 -eða eftir tuttugu og níu Verslunarmannahelgar. Margrét Hugrún Gústavsdóttir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.