blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 26
26
deiglan
deiglan@bladid.net
MIÐVIKUDAGOR 10. ÁGÚST 2006 blaðÍA
Listamaður deyr
Þennan dag, árið 1956, lést bandariski listmálarinn
Jackson Pollock í bílslysi í East Hampton. Hann var
aðeins 44 ára gamall.
Rodger Hodgson
á Broadway
Þeir sem komnir eru til ára sinna
muna vel eftir hljómsveitinni Sup-
ertramp sem gerði garðinn fræg-
an á áttunda áratugnum. í kvöld
mun Roger Hodgson fyrrum
söngvari og leiðtogi hljómsveitar-
innar halda tónleika á Broadway.
Á tónleikunum mun Roger flytja
öll helstu lög Supertramp eins og
t.d. Give A Little Bit, The Logical
Song, Dreamer, It’s Raining Aga-
in og Take The Long VVay Home.
Hér gefst einstakt tækifæri til
þess að rifja um gamla tíma með
kappanum Rodger Hodgson og
ætti enginn aðdáandi að láta þá
fram hjá sér fara. Miðasala fer
fram á www.midi.is.
Ragnheiður og
Haukur Gröndal
í Þykkvabæ
Búast má við Ijúfri djass stemm-
ingu í kartöflubænum í kvöld
en í íþróttahúsinu þar munu
systkinin Ragnheiður og Haukur
Gröndal halda tónleika í kvöld
kl. 22. Á undan atriði þeirra systk-
ina gefst áhorfendum kostur á
að hlýða Maríönnu Másdóttur
syngja nokkur lög við undirleik
Glódísar M. Guðmundsdóttur.
Listamaðurinn Curver Thor-
oddsen er landsmönnum
að góðu kunnur fyrir uppá-
tæki sín á síðustu árum.
Mörgum kann að þykja margar
hugmyndir hans vera eilítið furðu-
legar en hann hefur m.a. framið
gjörning sem fól í sér óhóflegt
hamborgaraát og leyft internetnot-
endum að fylgjast með því hvernig
hann heldur jól. í kvöld mun Cur-
ver skemmta gestum á Bar n með
tónlist frá liðnum tíma. Curver er
þó ekki í vafa um að tónlistin og
dansinn á fullt erindi við íbúa borg-
arinnar Reykjavíkur árið 2006.
„Ég byrjaði eftir áramótin að halda
þessi kvöld því mér fannst vanta
meiri fjölbreytni í skemmtanalífið.
Það er verið að spila sömu tónlist-
ina á flestum stöðum í miðborginni.
Ég sjálfur er mikill áhugamaður
um rockabilly tónlist og tónlistin
hentar sérstaklega vel til að dansa
við. Mér fannst því kjörið að bjóða
skemmtanaþyrstum gestum upp
á skemmtun í þessum anda,“ segir
Curver og hlakkar til kvöldsins.
Hann segir að mæting á fyrri
kvöld hafi verið mjög góð. „Fólk
er greinilega mjög hrifið af þess-
ari tegund tónlistar. Ég er aðal-
lega að spila tónlist frá tímabilinu
1954-1960. Mestmegnis er þetta
rockabilly tónlist og gamalt rokk
og ról. Á síðari tímum hefur hug-
takið rockabilly farið að ná yfir
víðari svið en bara tónlist og
táknar í raun heildarlífsstíl. Ég er
mjög hrifinn af Johnny Burnett og
Bill Hayley og leita mikið í þeirra
smiðjur þegar ég vel lög til spil-
unar. Þetta er ótrúlega skemmti-
leg og kraftmikil tónlist og það er
ekki hægt annað en að dansa þegar
hún berst manni til eyrna.“ Curver
segir gaman hversu mjög ungt fólk
virðist njóta þessarar tegundar tón-
listar. „Það er mikil stemming og
fólk hefur meira að segja verið að
klæða sig upp á í anda þessa tíma,“
segir Birgir og lofar miklu fjöri og
pilsaþyt í kvöld á Bar 11. Herleg-
heitin hefjast upp úr miðnætti og
er húsið opið til kl 05:30.
VoltarenEmulgel
Það er engin ástæða til að láta sér liða illa
á besta tíma ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur.
VLyf&heilsa
Við hlustum!
Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á
exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis
eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna
útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningará umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Una Sveinbjarnardóttir
leikur Bach á Gljúfrasteini
Gljúfrasteinn hefur nú í sumar
skapað sér sérstakan sess í listalífi
landans með glæsilegri tónleikaröð.
Nú er farið að síga á seinni hluta rað-
arinnar. Viðtökurnar hafa verið prýði-
legar og má telja líklegt að áframhald
verði á næsta sumar. Tónlist var
alla tíð stór þáttur í heimilislífinu á
Gljúfrasteini meðan Halldór Laxness
og fjölskylda hans bjuggu þar og því
er vel við hæfi að halda minningu
skáldsins á lofti með þessum hætti.
Næstkomandi sunnudag mun fiðlu-
leikarinn Una Sveinbjarnardóttir
leika verk eftir J.S. Bach og Eugene
Ysayee. Una hefur getið sér gott orð
fyrir list sína þó ung að árum sé. Hún
stundaði fiðlunám i Tónmenntaskóla
Reykjavíkur og hjá Mark Reedman
í Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hún lauk þaðan einleikaraprófi
með ágætiseinkunn 1995. Sama ár
hóf hún nám við Tónlistarháskól-
ann í Köln hjá prófessor Gorjan
Koáuta og í kammertónlist hjá Al-
ban Berg-strengjakvartettinum. I
Köln hlaut hún m.a. fyrstu verð-
laun í keppninni Brahms Kamm-
ermusik. Árið 1998 hóf Una nám
hjá Thomas Brandis við Universitát
der Kiinste. I febrúar árið 2001 lauk
hún diplóm-prófi með hæstu ein-
kunn og í janúar 2005 einleikara-
gráðu, Konzertexamen. Una hefur
leikið á tónleikum víða í Evrópu
og Bandaríkjunum. Tónleikarnir
hefjast kl. 16 að Gljúfrasteini og að-
gangseyrir er aðeins 500 krónur.