blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 1
g£' Bakhús viö Hverfisgötu Lögreglumenrt gera húsleit í afdrepi Fáfnismanna. Lögreglan handtók þekktan ofbeldismann eftir árás í miðborginni: FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! Ferðamenn sektaðir: Númerslausir bílaleigubílar „Ef það verður ekki bragarbót á þessu þá þurfum við að klippa númerin af bílunum," segir Oddur Árnason rannsóknarlögreglumaður á Selfossi um síaukið númeraleysi bílaleigubíla. Hann segir lögregl- una á Selfossi vera orðna þreytta á að sekta ferðamenn sem í sak- ■ ÚTIVIST Göngur við Reykjavík Víða í nágrenni Reykjavikur eru fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir sem eru flestum færar. I SlÐA 27 leysi sínu keyra um á ófullbúnum bílaleigubílum. „Ein bílaleigan keyrði á móti ferða- manni með númeraplötuna þegar við sektuðum hann, þannig að plöt- urnar virðast ekki vera týndari en það,“ segir Oddur. I SlÐA 6 ísraelar lýsa vopnahléi Israelskir skriðdrekahermenn við landamæri Líban- ons og nota tækifærið til þess að hringja heim. | síÐA 11 ■ VEÐUR Úrkomulítið Léttirtil sunnanlands, hálfskýjað vestantil en annars skýjað eða úrkomu- lítið. Hiti 10 til 18 stig. | SÍÐA2 Kona slapp naumlega: Hnífsmaður reyndi nauðgun Rúmlega tvítug kona komst undan vopnuðum manni sem reyndi að nauðga henni aðfara- nótt fimmtudags. Konan var á leið til vinnu um fjögurleytið um nóttina þegar maðurinn réðist á hana í austurborginni vopnaður hnífi. Hann reyndi að þvinga hana til samræðis en hún barðist um á hæl og hnakka. Eftir áflogin tilkynnti hún lög- reglunni um árásina. Hún var færð á neyðarmóttöku nauðg- unarfórnalamba. Konan var talsvert skrámuð eftir átökin og í verulegu uppnámi. Samkvæmt Sigurbirni Víði Eggertssyni, yfirlögregluþjóns lögreglunnar í Reykjavík, var mannsins leitað í gær. Hann hafði ekki fundist og virtust engar vísbendingar liggja fyrir. ■ Þrír menn handteknir eftir árás ■ Ástæða árásarinnar ókunn ■ Húseigandi ósáttur við lögreglu Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson, sem þekktur er af ofbeldisbrotum, var í haldi lög- reglunnar í gær grunaður um líkamsárás við verslunina 10-11 við Barónsstíg. Jón Trausti er, ásamt tveimur öðrum mönnum, sakaður um að hafa ráðist að manni, sem þeir þekktu, með járnstöng og trékylfu. Manninn sakaði ekki al- varlega og hann hefur ekki kært árásina. Lögreglan kom fljótt að versluninni en árás- armennirnir þrír voru á bak og burt. Þeir náð- ust síðar um kvöldið og voru færðir á lögreglu- stöðina til yfirheyrslu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er óljóst hver kveikjan að árásinni var, en Jón Trausti er þekktur í undirheimum Reykjavíkur fyrir handrukkanir. Vopnin fundust þegar lögreglan gerði húsleit í húsi sem er afdrep félaga í Fáfni. Húsið er í eigu Sverris Einarssonar, sem er betur þekktur sem Sverrir tattú. Hann er félagi í Fáfni og segir leit lögreglu hafa verið ólöglega með öllu. Hann segir lögreglu ekki hafa sýnt húsleit- arheimild eins og skylt er að gera. „Þeir brutu tösku og ollu nokkrum skemmdum," segir Sverrir, ósáttur við aðfarir lögreglunnar. Um síðustu áramót létust tveir sprautufíklar í húsinu eftir að hafa tekið of stóra skammta. Þegar rætt var við lögregluna í gær stóðu yfir- heyrslur enn yfir og málsatvik voru ekki kunn að fullu. 178. tölublað 2. árgangur föstudagur 11. ágúst 2006 ■ PJOÐHATIÐ Kominn timi á vaktaskipti segir nýi kynnirinn I SÍÐA 20 ■ TONLIST Idolstjörnurnar standa ekki undir væntingum plötusala I SlÐA 30 Mengunarvaldar: Stóriðjan mengar mest Stóriðja er mesti mengunar- valdur íslands. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að að losun gróðurhúsalofttegunda hafi auk- ist mikið á íslandi undanfarin ár. „Með gangsetningu Fjarðaáls og stækkun álvera má reikna með að stóriðja muni valda útblæstri um 2.300 þúsund tonna af gróður- húsalofttegundum á ári hverju.“ Sigurður segir að ef stór- iðjuframleiðslan fengi orku úr kolaorkuverum væri losun koltvísýrings í andrúmsloftið um fimmtán milljón tonnum meiri en nú er. „Þetta er sá alþjóðlegi umhverfisgróði sem fæst með því að keyra stóriðju á endurnýjan- legum orkugjöfum. Ef Fjarðaál fengi orku frá kolaorkuveri þá yrði útblásturinn við slíka raf- orkuframleiðslu um 4,5 milljón tonn á ári. Til samanburðar var heildarlosun gróðurhúsaloftteg- unda á íslandi árið 2003 um þrjár milljónir tonna." I SÍÐUR10 OG11 Beittu trékylfu og járnstöng

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.