blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 33
blaðið FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 Allir vinir! Ben Affleck og Matt Damon hafa verið bestu vinir um langa hrið og nú hafa þeir kynnt dætur sina sem eru á sama aldri. Þeir félagarnir vona að dætur sínar nái vel saman og að það verði jafngóðar vinkonur og þeir vinir. „Ég held nú að þær hafi ekki hugmynd um hvað þær gerðu saman, þær eru svo litlar, en þær náðu vel saman og það er yndislegt," segir Ben Affleck. Sérðu tvöfalt? Þó að stjörnurnar í Hollywood keppist allar við að vera einstakar, sérstakar, glæsilegar og með sinn eigin stíl gengur það ekki alltaf hjá þeim bless- uðum og stundum eru tvær bara furðulega líkar hvor annarri. Spurningin er hvor er flottari? Hvorum fer dressið betur og hvor er að herma eftir hvorum? Sviðsskelfir- Hvor ætli geti öskrað hærra Lindsay Lohan eða Steven Tyler? Lindsey Lohan tókst óneitanlega að iíkjast Aerosmith-töffaranum Ste- ven Tylerþegar hún steig á sviö á Wango Tango tónleikunum ÍAnaheim. 50 s þema- Christina Aguilera eða Gwen Stefani, hvor er heitari? Christ- ina Aguilera spókaði sig á götum Parísarborgar útlitandi eins og úrvais kvikmynda stjarna í 50's stíinum. Gwen Stefani var skuggalega lík henni nú á dögunum en ætli þær séu ekki bara báðar að apa eftir Mariiyn Monroe? Mjónu útlitið- Hvort er Beckham eða Richie flottari? Það erekki mikið kjöt á beinum Victoríu Beckham og það sést vel þegar hún spásserar um i ofurlitlum gallastuttbuxum og vesti. Það liggur við að hún gæti öll komist ofan í handtöskuna. Nicole Richie er nánast alveg eins og Victoria en sólgleraugun sem þær eru með eru ákaflega hentug þviþau hylja nánast allt andlitið og þær þurfa ekki einu sinni að vera með maskara en líta samt út eins og stjörnur. Enn bætist við dagskrá Airwaves 2006: Bedroom Community á Airwaves Félagsskapurinn Bedroom Comm- unity sem rekur samnefnda plötu- útgáfu verður með sérstakt kvöld á Iceland Airwaves hátiðinni í ár. Þar koma tónlistarmennirnir Nico Mu- hly frá Sam Amidon frá New York, Ástralinn Ben Frost sem búsettur er hér á landi, Egill Sæbjörnsson og Val- geir Sigurðsson sem setti Bedroom Community á laggirnar fyrir rúmu ári síðan. Félagskapurinn heldur að- allega til í kringum stúdíó Valgeirs, Gróðurhúsið, og hefur fyrsta platan sem gefin er undir þeirra merkjum, Speaks Volumes með áðurnefndum Nico Muhly, fengið glimrandi dóma hjá fjölmiðlum eins og The Fader Magazine og The New Yorker. Á út- gáfuáætlun í haust eru breiðskífur með Ben Frost, Theory of Machines, og Valgeiri Sigurðssyni, Equilibir- um is Restored. Nico Muhly hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við An- tony and the Johnsons og Philip Glass og mun flytja verk af Speaks Volumes á Airwaves. Hann hefur einnig unnið með Sam Amidon sem kemur fram á hátíðinni ásamt hljómborðs- og trommuleikaranum Thomas Bartlett, en þeir eru báðir meðlimir í New York-indírokksveit- inni Doveman. Ástralinn Ben Frost, sem lengi hefur unnið með Valgeiri Sigurðssyni í Gróðurhúsinu og er búsettur í Reykjavík, mun flytja lög af væntanlegri breiðskífu sinni Theory of Machines á Airwaves. Val- geir Sigurðsson, sem séð hefur um hljóðvinnslu fyrir listamenn á borð við Múm, Bonnie ‘Prince’ Billy og Björk, mun einnig flytja efni afvænt- anlegri breiðskífu, Equilibirum is Restored, á hátíðinni. Leikarabarniö dularfulla Á dögunum birti dagblaðið The New York Post frétt þess efnis að leikaraparið Tom Cruise og Katie Holmes hefðu fengið ljósmyndar- ann fræga Annie Leibovitz til að taka fyrstu myndirnar sem birtast munu opinberlega af nýfæddri dótt- ur sinni Suri. Myndirnar munu birt- ast í tímaritinu Vanity Fair einhvern tíma í haust. Hvorki fulltrúar ljós- myndarans né leikaraparsins hafa þó viljað staðfesta frásögn blaðsins. Engar myndir hafa birst af Suri Cruise frá því að hún kom í heiminn í apríl á þessu ári og hafa reyndar fáir gerst svo frægir að berja barnið dularfulla augum. Mikill áhugi er á ljósmyndum af hvítvoðungnum meðal slúðurblaðamanna í Banda- ríkjunum og hefur heyrst að háum fjárhæðum sé heitið hverjum þeim sem getur útvegað þær. Ljósmyndum af nýfæddu barni hefur sennilega ekki verið sýndur jafnmikill áhugi síðan Shiloh Jolie- Pitt, barn leikaranna Brads Pitt og Angelinu Jolie kom í heiminn. Sag- an segir að tímaritið People hafi borgað rúma fjórar milljónir Banda- ríkjadala (um 280 milljónir ísl. kr.) fyrir birtingarrétt á fyrstu myndum afbarninu. Tom Cruise og Katie Holmes Bandariska slúðurpressan hefur sýnt nýfæddri dóttur leikaraparsins óvenju mikinn áhuga en engar slíkar hafa birst frá því að hún kom iheim- inn fyrr á árinu. Utsalan er hafin. Allt að 70% afsláttur Z-brautir og gluggatiöld Faxafeni 14 108 Keykjavík ___Sími: 525-8200 Fax525-82Q1 z@z.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.