blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTÍR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 blaöið Fíkniefni: Dóp fannst í Kópavogi Fimm manns voru hand- teknir á miðvikudagskvöldinu eftir að lögreglan í Kópavogi stöðvaði þrjá bíla við reglu- bundið eftirlit og lagði hald á fíkniefni sem bílstjórar höfðu ásér. Um er að ræða smáræði af kannabis og E-töflum. Lög- reglan yfirheyrði fólkið og sleppti þeim að þeim loknum. Málið telst upplýst og verður sent til ákæruvaldsins. Japan: Sótti látlaust í upplýsingar Japanskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn af lögreglunni í Hírósíma á dög- unum eftir að hafa hringt 37.760 sinnum í upplýsinganúmer hjá símafyrirtækinu Nippon. Maðurinn hringdi símtölin úr farsíma sínum frá mars til júli á þessu ári og sagði aldrei eitt einasta orð í símann. Það að mað- urinn hringdi allt að 905 sinnum á dag í upplýsinganúmerið og sagði aldrei eitt orð olli mikilli geðshræringu og ónotum hjá yfir hundrað konum sem starfa við að svara fyrirspurnum til fyrirtækisins. Samkvæmt lögreglu í borginni sagði maðurinn ástæðuna fyrir fjölda símtalanna vera hversu sefandi og hlýjar raddir starfs- stúlkna fyrirtækisins væru. Umhverfisstofnun: Kæra ráðherra Umhverfisstofnun mun að öllum líkindum kæra Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráð- herra, til lögreglu vegna ólöglegra lundaveiða. Einar var á lundaveiðum ásamt fleirum í Grímsey í Stein- grímsfirði án þess að vera með gilt veiðikort. Otvarpið sagðist hafa upplýsingar um að Umhverf- isstofnun muni senda ráðherra bréf á næstunni og óska eftir skýringum á veiðikortaleysinu. I framhaldi af því verði hann vænt- anlega kærður til lögreglu fyrir brot á reglugerðinni. Veiðikort þarf við allar veiðar á fuglum og spendýrum á íslandi að rottum og músum undanskildum. Trýggingafélögin Framkvæmdastjóri VIS segir vátryggingarekstur erfiðan ■ Verðhækkanir í sumar duga ekki ■ „Engar forsendur fyrif hækkun “ segir framkvæmdastjóri FÍB Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net „Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanirísambandiviðhækkun iðgjalda, en ekki er hægt að úti- loka neitt í þeim efnum,“ segir Ásgeir Baldurs, framkvæmda- stjóri VÍS. „Stefna fyrirtækisins hefur verið að láta iðgjöldin duga fyrir tjónunum. Við munum taka púlsinn á þvi reglulega og gera viðeigandi breytingar ef þörf þykir. Ef tjónum heldur áfram að fjölga verðum við að grípa til að- gerða, en ef þróunin verður önnur verður ef til vill minni þörf á að hækka iðgjöldin.“ .Tjónum hefur fjölgað” Ásgeir Baldursson, framkvæmdastjóri VÍS í síðustu viku bárust fréttir af tapi af rekstri Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Óskar Magnús- son, forstjóri fyrirtækisins, sagði eina ástæðuna vera að íslenskur hlutabréfamarkaður hafi hríð- lækkað undanfarið og að hluta- bréf fyrirtækisins séu skráð þar á markaðsverði. Óskar rak þó tapið mest til of lágra iðgjalda og sagði að ekki væri hægt að útiloka hækkun iðgjalda á næstunni. Að sögn Ásgeirs voru gerðar breytingar á gjaldskrá VÍS í sumar. „Komið hefur í Ijós að þær breytingar munu ekki alveg duga fyrir þeim tjónakostnaði sem við værum að sjá. Tjónum hefur fjölgað undanfarið og tjóna- þunginn orðið meiri. Bæði eru dýrari bílar í umferðinni og vara- hlutaverð hefur hækkað. Þá hefur umferðin verið þannig að tjónum hefur fjölgað. Ljóst er að vátrygg- ingarekstur okkar er mjög erfiður um þessar mundir og iðgjöldin verði að taka mið af auknum tjónakostnaði. Við munum taka stöðuna á því hver þörfin er þegar líður á árið.“ Ásgeir segist sannfærður um að forvarnarauglýsingar skili ár- angri. „Ef ekki væri fyrir allt for- varnarstarf sem unnið er þá væri staðan mun verri en hún er í dag. Maður hefur mestar áhyggjur af ofsaakstri einstakra ökumanna sem fregnir berast af á degi hverjum." Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenska bif- reiðaeigenda (FIB), segir það lýsa ákveðnum vanmætti forstjóra TM ef hann ætlar sér að krukka í bílatryggingunum sem er aðal- félind fyrirtækisins. „Ljóst er að fjárfestingastefna fyrirtækisins er meginorsök slæmrar fjárhags- stöðu. Hugsanlega hafa menn farið fram úr sjálfum sér með nýjum verkefnum,“ segir Run- ólfur og bætir við að í eðlilegu samkeppnisumhverfi eigi fyrir- tækin ekki að komast upp með að hækka iðgjöldin. Að sögn Runólfs hafa iðgjöldin hækkað undanfarið og segir það vera ódýra lausn ef farið verði strax i enn eina hækkunina ef maðurinn i brúnni er ekki að afla. „Ég sé ekki að forsendur séu fyrir því að hækka iðgjöldin um þessar mundir. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu hefur slysum verið að fækka.“ Annað atriði sem Runólfur bendir á er að félögin hafa verið að bjóða eitt iðgjald fyrir alla. „Tryggingamiðstöðin reið á vaðið og fylgdu önnur í kjölfarið. Mun betra væri að verðlauna þá sem eru til fyrirmyndar í umferðinni í stað þess að refsa þeim með því að skella á þá hærri iðgjöldum.“ Samkynhneigð í grunnskólum: Ráðuneytið vill aukna umfjöllun Aukin umfjöllun Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri nám- skrárdeildar Menntamálaráðuneytis- ins, segir afstöðu ráðuneytisins skýra í þessum efnum og að stefnt sé að auk- inni umfjöllun um kynhneigð. „Akureyrarbær hefur ekki unnið námsefnið um samkynhneigð í sam- starfi við námskrárdeild ráðuneytis- ins en grunnskólarnir hafa svigrúm til að haga sinni umfjöllun samkvæmt grunnskólalögunum. Þeir þurfa ekki að fá samþykki frá okkur til að taka svona mál til umfjöllunar. í nýrri aðalnámskrá grunnskólanna verður hnykkt enn betur á menningarlegum fjöíbrey tilega og þá sérstaklega hugtak- inu kynhneigð,“ segir Sigurjón. „1 nýju aðalnámskránni verður við- miðunarstundaskrá skólanna breytt og þar munu þeir fá aukið svigrúm til að ráðstafa kennslustundum sjálfir. Með því geta þeir tekið inn umfjöllun- arefni sem þeir vilja leggja áherslu á hverju sinni og eru einmitt hvattir til þess.“ Enqin nýjung ðlafur Proppé, rektor Kennarahá- skóla íslands, segir þetta enga nýjung og að ávallt hafi verið lögð áhersla í kennaranáminu á umfjöllun um fjöl- skrúðugt skólasamfélag. „Þetta er ágætt hjá þeim fyrir norðan. Ég á ekki von á því að við munum setja upp einhver sérstök námskeið með samkynhneigð í huga, við höfum auðvitað fjallað um hana með ýmsum hætti. Við leggjum áherslu á ýmislegt annað en samkynhneigð þannig að þetta er engin nýjung fyrir okkur," segir Ólafur. „Kennaraefni okkar hafa unnið loka- verkefni í þessum efnum og unnið námsefni en ég tel að við komum inn á þetta mál á ýmsum sviðum.“ f viðbragðsstöðu Aldís Yngvadóttir, ritstjóri Náms- gagnastofnunnar, segir að stofnunin sé reiðubúin undir umfjöllun grunn- skólanna um kynhneigð. „Þetta er ágætt hjá þeim fyrir norðan." Ólafur Proppé, Roktor vifl KHI „Námsefnið sem til er fjallar þó ekk- ert sérstaklega um samkynhneigð heldur hina ýmsu þætti mannlegrar tilveru. Við teljum ekki þörf á því að draga þetta efni sérstaklega út og munum ekki bregðast neitt sérstak- lega við þessu,“ segir Aldfs. „Við erum eiginlega á undan aðal- námskránni varðandi námsefni því allt efni er tilbúið hjá okkur. Þetta fellur undir kynfræðsluna og einblínt á unglingastig grunnskólans.“ „Við teljum ekki þörf á því að draga þetta efni sérstak- lega út." Aldis Yngvarsdórrit, ritstjóri Námsgagnastofnunar Pottar og pönnur HEIMABÍÓ Nýtt módel 2006/2007 25-40% afsláttur. ÞVOTTAVELAR ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPAR OFNAR - VIFTUR 'EFAL Strjáujárn 20% afsláttur Verö áður: 59.900 kr. TILBOÐSVERÐ: 49.900 kr 15% AFSLÁTTUR ^JgSSt ORMSSON KEFLAVÍK ■ Sím: 421 1535 | SMÁRALIND ■ Simi 530 2900 | SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 | LAGMÚLA 8 • Sími 530 2800

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.